Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Stund milli stríða Landsmóti lauk um helgina og voru ófáir gæðingar og knapar þeirra verðlaunaðir. Að loknu móti gátu knapar sleppt af sér beislinu og dansað við undirleik Papanna. Hákon Nýlega var gefið út ritverkið Bjóluætt í samantekt Sigurðar Hermundarsonar ætt- fræðings en það er niðjatal Filippusar Þor- steinssonar (1799-1885) bónda á Bjólu og eig- inkvenna hans, Guð- bjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893). Á blaðsíðu 20 í fyrra bindi verksins er fjallað um silfurpening sem Dana- kóngur sendi Filippusi. „Fyrir þetta og margan annan myndarbrag var Filippus sæmdur silfurpeningi, sem sagt var að Danakóngur sendi hon- um. Þetta er allstór peningur – ef til vill gömul specia – með ákveiktri höldu ætlaðri til að draga band í, svo hengja mætti hann í hnappagat. Annars vegar á hann grafið, „Phil- ippus Thorsteinsson“ – í kringum út við kantinn. Innan við nafnið er lár- viðarsveigur – og innan í honum – í fjórum beinum línum stendur þetta stef: „Ærulaun – iðju og hyggni – til eflingar – almennra heilla.“ Annars vegar er vangamynd af konungi – og „Friðrik hinn sjöundi Danmerkur konungur“ í hringlínu við kantinn.“ Silfurpeningur þessi er betur þekkt- ur sem fyrsta íslenska heiðursmeda- lían, Medaillen for driftige Islænd- ere eða Ærulaun iðju og hygginda sem Friðrik 7. sæmdi Filippus 1859. Flestum er ókunnugt um þessa heiðursmedalíu utan safnara og áhugamanna um sögu heiðurs- merkja og verðlauna sem Íslending- ar fengu á tímabilinu 1765-1944. Upphaf heiðursmedalíunnar má rekja til þess að embættismenn Rentukammersins lögðu til við Frið- rik 6. þann 3. febrúar 1829 að Íslend- ingum sem sköruðu fram úr í land- búnaði, sjávarútvegi og annarri nytsamri iðju, yrði veitt viðurkenn- ing í formi medalíu af hálfu konungs. Konungur samþykkti tillöguna 28. febrúar 1829 og fól Rentukammer- inu að útfæra tillögur að gerð meda- líunnar og úthlutunarreglum. Til- lögur Rentukammer- sins voru á þá leið að á framhlið medalíunnar væri hægri vanga- mynd konungsins og áletrað Friðrik hinn sjötti Danmerkurkon- ungur en á bakhliðina væri letrað Ærulaun/ iðju og hygginda/til eflingar/almennra heilla í luktum eik- arkransi og nafn verð- launaþegans væri grafið í rönd medalí- unnar. Kostnaðinn af medalíunni yrði greiddur úr jarðabókarsjóði. Tillögur um hverjum skyldi veita medalíuna áttu að koma frá æðstu embættismönnum á Íslandi til Rentukammersins sem legði þær síðan fyrir konunginn. Konungur féllst á þessa tillögu 25. desember 1832. Medalían er úr silfri og vegur 58- 62 grömm og er 48 mm í þvermál, með hanka og rauðu orðubandi með hvítum krossi. Medalían var lögð í öskju og afhent frá myntsláttunni ásamt reikningi fyrir kostnaði til Rentukammersins. Medalían var notuð 1833-1873 eða á ríkisstjórn- arárum Friðriks 6., Kristjáns 8., Friðriks 7. og Kristjáns 9. Við kon- ungaskipti var framhlið medalíunnar breytt með einni undantekningu þar sem skipt var um mót 1836 sem fjölgaði gerðum hennar í fimm. Hvorki fylgdi medalíunni heið- ursskjal né kvöð um að henni bæri að skila við andlát medalíuhafans. Me- dalían var aðeins ætluð íbúum Ís- lands og er nefnd Ærulaun í íslensku máli með vísun í textann á bakhlið- inni. Alls voru 63 menn sæmdir medalí- unni á tímabilinu 1833-1873 og eru enn til 10-15 eintök sem eru varð- veitt á söfnum eða í eigu einkaaðila og eru það eintök af öllum gerðum. Filippus Þorsteinsson er medalíu- hafi nr. 53 en sú medalía er af gerð 4 sem notuð var á ríkisstjórnarárum Friðriks 7. 1848-1863. Nokkrir þeirra sem medalíuna fengu voru einnig sæmdir heiðurskrossi Danne- brogsorðunnar en Sigurður Helga- son (1787-1870) medalíuhafi nr. 23 er einn þeirra og á ljósmynd af honum sjást bæði heiðursmerkin en í rangri virðingaröð. Líklega er myndin af Sigurði sú eina sem til er af handhafa Medaillen for driftige Islændere. Samkvæmt meðmælabréfi Magn- úsar Stephensen sýslumanns Rang- árvallasýslu til Jörgens D. Trampe stiftamtmanns er sagt frá verkum Filippusar Þorsteinssonar bónda á Bjólu og hvers vegna hann var talinn verðugur þessa heiðurs. Bréfið er dagsett 22. október 1855 þar sem greint er frá mannkostum Filippusar og lögð áhersla á að samfélagið njóti góðs af verkum hans og bent á því til stuðnings að margar fjölskyldur eigi honum tilveru sína að þakka, hefðu annars verið leystar upp vegna fá- tæktar. Lýsingin ber þann vott að Filippus hafi verið afburða maður í öllu atgervi, heiðarlegur og ráðagóð- ur þeim sem til hans leituðu. Aðal- inntak bréfsins lýsir hvernig Filipp- usi tókst að vernda Safamýrina sem var grasgefið starengi fyrir ágangi Rangár, en þar áttu margir bændur slægjur. Hann safnaði heyforða og bjargaði bændum með hey þegar illa áraði. Mælir sýslumaður með því við stiftamtmann að Filippus sé sæmdur heiðursmerki sem framúrskarandi borgari. Stiftamtmaður bregst vel við og í bréfi sínu dagsettu 16. maí 1856 mælir hann með að Filippus fái medalíuna „ærulaun iðju og hygg- inda“. Filippus var sæmdur medalí- unni 17. janúar 1859 og fékk hana af- henta skömmu eftir að hún barst til sýslumannsins í Rangárvallasýslu síðla aprílmánuðar 1859 með þeim tilmælum að afhenda medalíuna eins og best við átti. Medaillen for drif- tige Islændere – Ærulaunin voru mikill heiður og viðurkenning til Fil- ippusar Þorsteinssonar fyrir verk sín í þágu samfélagsins. Heimildir: Birgir Thorlacius. (1999). Íslensk heiðursmerki. Háskólaútgáfan. Weisenfeld. (1983). Medaille for driftige Islændere / with an English summary. Ordenshistorisk Selskab. Þjóðskjalasafn Íslands. Rentukammer. Þjóðskjalasafn Íslands. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu. Eftir Þrym Sveinsson »Medalillen for drif- tige Islændere – Ærulaun iðju og hygg- inda er fyrsta íslenska heiðursmerkið sem 63 menn voru sæmdir á tímabilinu 1833-1873. Þrymur Sveinsson Höfundur er umsjónarmaður og áhugamaður um sagnfræði. thrymur@simnet.is Silfurpeningur Filippusar á Bjólu var ekki gömul specia Heiðursmerkin Þarna má sjá allar fimm gerðir Ærulaunanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.