Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Hrefnu systur minni og eigin- konu Árna til sex áratuga og þeirra góðu dætrum, Gunnhildi og Sigríði Ástu og hennar fjöl- skyldu, vottum við Margrét okk- ar innilegustu samúð. Hörður Filippusson. Ein af mínum fyrstu minning- um um Árna var þegar ég heyrði viðtal við hann í útvarpinu snemma árs 1983. Þar sagði Árni stoltur frá því að mesta gleði hans þá vikuna hafi verið að fá vitneskju um það að þau hjón ættu von á barni en þau ættu fyrir eina tvítuga dótt- ur. Kannski tók ég svona vel eftir þessari gleði Árna vegna þess að ég hafði fengið sams konar vitn- eskju í sömu viku. Á þessum tíma þekkti ég Árna ekki neitt en hafði notið þess að hlusta á hans þægilegu rödd í út- varpinu. Um það bil ári seinna þann 11. mars 1984 hittumst við fjölskyld- urnar í Bústaðakirkju þar sem við vorum að láta skíra dætur okkar Gunnhildi og Evu Dögg á sama degi og tókum við þá tal saman í fyrsta skipti. Okkur og dætrum okkar var örugglega ætlað að eiga samleið í þessu lífi því um tveimur árum síðar hittumst við Hrefna með litlu dætur okkar á dansnám- skeiði fyrir börn. Það var ekki að því að spyrja en litlu dömurnar tóku miklu ást- fóstri hvor við aðra og hafa þær átt innilega og fallega vináttu æ síðan, verið heimagangar hvor hjá annarri þótt oft hafi verið löng leið á milli heimilanna og foreldrarnir oft mátt keyra lang- ar leiðir til að sækja og afhenda. Við þetta skapaðist löng og góð vinátta okkar foreldranna. Árni og Hrefna hafa alltaf sýnt Evu Dögg og börnum hennar mikla hlýju og góðvild og eigi þau þökk fyrir það. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Kæri Árni hafðu þakkir fyrir samfylgdina og okkar innilegustu samúðarkveðjur til Hrefnu, Gunnhildar, Systu og fjölskyldu. Eva Dögg og Sigrún. Við Árni hittumst fyrst árið 1960. Það var á fundi ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. Hann vakti þar verðskuldaða athygli og talaði af tilfinningahita um hlut- verk jafnaðarstefnunnar og hversu nauðsynlegt erindi hún hefði fyrir ekki aðeins Ísland, heldur mannkynið allt. Það vakti athygli mína hvað hann var kurt- eis, hvað hann var snyrtilega klæddur og hvað hann bar sig vel. Á þessum vettfangi störfuðum við árum saman. Síðan kom tíma- bil þegar fjarlægðin var meiri, en alltaf vorum við í kallfæri. Það var svo árið 1978 að við vorum báðir kjörnir á Alþingi, að kynnin elfdust á ný. Það voru flestir mjög ungir í þingflokkn- um, hlaðnir hugsjónum um betri heim, um betra Ísland. Vilmund- ur Gylfason var aðal drifkraftur- inn í mjög stórum kosningasigri Alþýðuflokksins og hann var að sjálfsögðu mikill áhrifavaldur meðal okkar. Það skyldi strax taka til hendi. Það lá í loftinu að við gætum breytt samfélaginu, komið því til miklu betri vegar en það var þá. Þyrfti það helst að gerast í næstu viku! Við Árni vor- um líka óþolinmóðir. Okkur var gefið lengra líf en Vilmundi. Við höfum því báðir lifað það að ætl- unarverk okkar hefur ekki enn tekist, fjarri því. Í þingflokki Alþýðuflokksins var Árni afar góður samstarfs- maður. Hann var góður hlustandi og ávallt var hann jákvæður. Hann var tillögugóður og fylgdi málum eftir af þunga. Hann var mjög meðvitaður um mikilvægi verkalýðshreyfingarinnar og baráttu hennar. Er Alþýðuflokk- urinn sameinaðist öðrum flokk- um sem mynduðu Samfylkinguna var ekkert hik á Árna. Það var hugsjón hans að mynda sterkt afl jafnaðarmanna. Alla tíð var hann einlægur Samfylkingarmaður. Mætti á fundi og var ódeigur að minna á grunngildin, hvetja liðs- menn áfram til verka og leggja sig alla fram. Árni var mjög góð- ur liðsmaður. Hann var ávallt viðbúinn til að sinna hverskonar erindum. Árni og Hrefna hin yndislega eiginkona hans til nær 60 ára keyptu sér hús, sem þau áttu um skeið á afar fallegum stað í Ung- verjalandi. Þar undu þau hjónin sér vel. Þau buðu okkur hjónum að vera hjá sér um tíma að sum- arlagi. Var ótrúlegt hvað Árni var vel að sér um allt nágrennið og lifnaðarhætti Ungverja. Hann leiðsagði okkur og um fleiri lönd er liggja að Ungverjalandi. Voru það yndislegar stundir, sem við erum ævinlega þakklát fyrir. Seinni árin hafði Árni mikinn áhuga á að halda á lofti minningu Alþýðuflokksins og forystu- manna hans sem áttu svo stóran þátt í að leysa íslenska alþýðu úr fjötrum fátæktar og vann hann gott verk í þeim efnum. Rödd Árna Gunnarssonar er þögnuð. Röddin ljúfa, sem allir landsmenn þekktu er hann starf- aði hjá ríkisútvarpinu. Röddin, sem talaði svo sterkt fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Ég náði að vitja Árna er hann lá á líkn- ardeild Landspítalans nokkrum dögum áður en hann kvaddi. Hann kvaðst ekki hræddur við dauðann, en það væri sárt til þess að hugsa að fara frá eiginkonu og dætrum. Það eru margir sem sakna Árna, en sárastur er missir Hrefnu og dætranna. Við Þórdís vottum Hrefnu, Sigríði Ástu og Gunnhildi innilega samúð. Karl Steinar Guðnason. Mannasættir, en um leið fast- ur fyrir, þegar hugsjónir jafnað- arstefnunnar voru annars vegar. Mjúkur og mildur í samskipt- um, en glerharður og stefnufast- ur, þegar grundvallargildi stjórn- málanna voru í húfi. Drengur góður og mannvinur. Árni Gunnarsson fyrrum al- þingismaður fyrir Alþýðuflokk- inn og blaða- og útvarpsmaður um langt árabil hefur kvatt eftir 82 ára farsæla jarðvist. Árni var eðalkrati og stoltur af því. Hann var áberandi í sam- félaginu alla tíð. Lýsti skoðunum sínum með málefnalegum hætti, þar sem rök og réttlæti réðu för. Hann vildi jafna kjör fólks, tryggja öllum grundvallarrétt- indi í lífinu og gæta þess að fólk fengi aðstoð og hjálp samfélags- ins, ef fólk stæði höllum fæti. Einkunnarorð jafnaðarmanna um allan heim: frelsi, jafnrétti og bræðralag, var hans leiðarstef í stjórnmálunum og lífinu sjálfu. Kynni okkar Árna spanna ára- tugi. Við báðir í pólitík með blaða- mennsku sem bakgrunn. Ekki ólík viðfangsefni, því í báðum starfsstéttum eru samskipti við fólk af ólíkum toga lykilatriði. Okkar vinátta var heil: langoftast sammála um leiðir og markmið, en ef ef ekki, þá voru málin rædd til farsællar niðurstöðu. Mér er minnistæð atorka og kraftur Árna, þegar minnst var 100 ára afmælis Alþýðuflokksins árið 2016 með margvíslegum fræðslufundum og með útgáfu. myndarlegrar bóka um sögu flokksins. Á engan er hallað, þeg- ar það er fullyrt að þar var Árni allt í öllu og stýrði af myndar- brag. Árni Gunnarsson lagði gott til samferðarfólks og þjóðfélags- mála og að verðleikum vinsæll og vinamargur. Jafnaðarmenn sjá að baki ötulum forystumanni um langt skeið og þakka samferðina. Minningar um Árna Gunnarsson lifa um ókomna tíð. Ég sendi eiginkonu hans, dætrum og öðrum ættingjum og vinum kærar samúðarkveðjur. Guðmundur Árni Stefánsson. Árni Gunnarsson settist á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1978, þegar A-flokkarnir unnu stóran kosningasigur, flokkarnir sem seinna stóðu ásamt fleirum að stofnun Samfylkingarinnar. Hann sat svo með hléum á þingi fyrir jafnaðarmenn til ársins 1991 þegar hann sneri sér að öðr- um verkefnum. Hann var alla tíð virkur í Samfylkingunni og var meðal annars um hríð formaður 60+, hreyfingar eldra Samfylk- ingarfólks. Hann hélt góðu sam- bandi við kjörna fulltrúa og nýj- um þingmönnum var hann hollráður. Á þingi var Árni atkvæðamikill og lét til sín taka í ýmsum málum, flutti meðal annars frumvarp um Slysavarnaskóla sjómanna sem seinna varð að lögum og annað frumvarp um hámarkslaun sem náði ekki fram að ganga. Hann flutti tillögur um að stöðva hval- veiðar, um þróunarsamvinnu, um stefnu í flugmálum og stefnu í áfengismálum, svo að fátt eitt sé nefnt. Árni naut trausts og vin- sælda langt út fyrir raðir eigin flokks enda hafði hann verið landsþekktur fréttamaður um árabil og átti mjög auðvelt með að blanda geði við fólk. Þótt kynni okkar Árna nái ekki mörg ár aftur í tímann mun ég ávallt minnast hans með þakklæti og hlýju. Hann var hreinskilinn en uppbyggilegur og hafði næmi til að hafa samband þegar á þurfti að halda. Árni Gunnarsson var glæsileg- ur fulltrúi og talsmaður jafnaðar- stefnunnar og fyrir hönd Sam- fylkingarinnar sendi ég fjölskyldu hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Logi Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar. Nú hefur Árni Gunnarsson, okkar góði vinur til meira en 70 ára, kvatt okkur í hinsta sinn. Hann fæddist ekki með silfur- skeið í munni en með elju og ríku- legum persónutöfrum tókst hon- um að skila stóru dagsverki. Hér áður fyrr og meðal okkar vinanna var hann ávallt kallaður Snúlli, þó það legðist smá saman af meðal annarra eins og títt er um gælu- nöfn. „Já hann Snúlli, hann var góður maður,“ sagði einn úr fjöl- skyldum okkar þegar hann frétti af andlátinu. Einmitt það hvað hann var góður maður verður okkur sem nær honum stóðum efst í huga þegar við hugsum til hans. Auk góðseminnar einkenndi hjálpsemin hann Snúlla. Hennar fengu margir að njóta í leik og starfi hvar sem hann kom. Og þetta var ekki síður áberandi eft- ir að hann hætti að ganga til fastrar vinnu. Í smáu og stóru var hann stöðugt að aðstoða fólk. Af allt öðrum toga í fari Snúlla var sérstök snyrtimennska og afar fágaður klæðaburður sem hann tamdi sér strax á unglingsárum og var mjög í stíl við framkomu hans að öðru leyti. Hvort tveggja hélst óbreytt til æviloka. Að frumkvæði Snúlla komu sex vinir saman í október 1981 og ákváðu að hittast vikulega til að snæða saman og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Eina reglan var að þrír eða fleiri þyrftu að mæta, annars félli fundur niður. Fundirnir gengu eftir og því er ekki að neita að Snúlli skipaði þar nokkurt öndvegi, en vegna starfa sinna hafði hann fingur á púlsi þjóðfélagsins. Þar við bættist að hann var mikill og góður sagna- maður og sumar sögurnar hans eru okkur ógleymanlegar. Auk þess var hann lestrarhestur og efni bóka sem hann hafði lesið, eða var að lesa, auðguðu umræð- urnar. En síðust árin, meira en 2000 fundardögum síðar, vorum við orðnir þrír sem mættum. Og nú er elskulegur vinur okkar horfinn á braut og komið að því að endurskoða regluna um fund- arfall. Síðasta mánuðinn lá hann á líknardeild en naut jafnframt ein- stakrar umönnunar Hrefnu og dætranna Gunnhildar og Sigríðar Ástu og allrar fjölskyldunnar til síðustu stundar. Hann var hætt- ur að geta lesið sér til ánægju og átti misgóða daga. Einn daginn talaði hann mest um það hvað hann elskaði Hrefnu heitt og hvað hann byggi við mikið barna- lán. Það var góður dagur og þar var ekkert ofsagt. Takk fyrir ferðalagið elsku besti vinur og samveruna sem aldrei bar skugga á. Okkar ein- lægustu samúðarkveðjur til Hrefnu, eiginkonu hans til 60 ára, dætranna yndislegu og allrar fjölskyldunnar. Þið missið mest. Megi ykkur ganga allt í haginn. Guðlaugur Gauti Jónsson og Karl Grönvold. Árni Gunnarsson fæddist á Ísafirði. Hann leit því gjarna á sig sem Ísfirðing, enda ísfirskrar ættar. Tók hann þátt í mörgum sameiginlegum dagskrám okkar ísfirsku þingmannanna, sem sát- um þá á þingi fyrir Alþýðuflokk- inn – en þá vorum við Ísfirðing- arnir 5 af 10 þingmönnum flokksins og Ísfirðingar þing- menn margra flokka og margra kjördæma utan þess vestfirska eins og Árni, sem var þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. Nú mun enginn þingmaður ís- firskur sitja á Alþingi Íslendinga eftir því sem ég best veit. Þeir eru horfnir þaðan – eins og Árni. Barn að aldri lenti Árni í mesta áfalli sem fyrir ungan dreng get- ur komið. Þá missti hann föður sinn í mesta flugslysi, sem orðið hefur á Íslandi. Föðurlaus en í skjóli góðrar móður varð Árni að leggja í mestu og erfiðustu óvissuferð, sem nokkru barni getur boðist. Fram undan voru æskan og unglingsárin, skóla- ganga, atvinna og vinnuumhverfi, stofnun heimilis, starfsævi og ár- angur og loks hin efri ár þegar sérhver einstaklingur þarf að gera upp sína óvissuferð og sinn árangur. Þar átti Árni góðu upp- gjöri að fagna. Hann kvæntist góðri konu, Hrefnu, og átti með henni tvær dætur, sem báðar hafa getið sér gott orð í lífi og starfi. Heimili átti hann gott og fallegt. Starfsævin var bæði góð og glæsileg. Starfsvettvangur- inn, sem hann valdi sér, var þjón- usta við þjóðina. Þá þjónustu veitti hann í einhverju erfiðasta verkefni af því tagi – og öðlaðist hvarvetna mestu viðurkenningu. Fréttastjóri og ritstjóri hjá Rík- isútvarpinu og á tveimur blöðum. Er hann fjölmörgum enn í minni sem boðberi margra merkustu tíðinda og skýrandi sumra alvar- legustu atburða sem fyrir þessa þjóð hafa komið. Einnig hélt hann til annarra starfa – og enn til þjónustu við þessa sömu þjóð. Sem formaður stjórnar Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, fram- kvæmdastjóri hjá Slysavarna- félagi Íslands, formaður stjórnar Ríkisspítalanna og loks í mörg ár framkvæmdastjóri Heilsustofn- unar NLFÍ. Einnig var Árni áberandi og virkur félagi og for- ystumaður í Alþýðuflokknum. Átti m.a. sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur, var ritari flokksins og á Alþingi frá því fyrst á árinu 1978 og til ársins 1991 en síðustu árin sat hann þar sem forseti neðri deildar Alþingis. Það var einmitt á þessum starfsferli sem kynni okkar Árna hófust. Við kynntumst hvor öðr- um mjög vel í störfum okkar á fjölmiðlum sem og á vegum Al- þýðuflokksins. Innkoma Árna og félaga hans, sem hófu framboð til Alþingis á árinu 1978, er besti og minnisstæðasti árangur, sem Al- þýðuflokkurinn hefur nokkru sinni náð. Þau settu mikinn svip á flokkinn þá og síðar – fólk eins og Árni, Vilmundur, Eiður, Jó- hanna, bræðurnir Finnur Torfi og Gunnlaugur Stefánssynir og samferðafólk þessa hóps á fram- boðslistunum 1978. Fyrir þeim og því fólki sem kom til liðveislu í kjölfarið lá langt og mikið starf sem ekki var bara árangursríkt heldur einnig skemmtilegt og gefandi. Árni var ötull samstarfsmaður í þeirri tilraun, sem gerð var í lok síðustu aldar til þess að ger- breyta hinu pólitíska landslagi á Íslandi frá því að jafnaðarmenn væru sundraðir í ólíka flokka og til þess fordæmis, sem sækja mátti til hinna Norðurlandanna þar sem jafnaðarmenn voru sterkt forystuafl og klár valkost- ur til stjórnarforystu gegn íhaldsöflum. Okkur ásamt fjöld- anum öllum af samferðamönnum okkar dreymdi um að þetta gæti gerst hér eftir að hið gamla deilu- efni á vinstri vængnum um af- stöðu til loks hruninnar stjórn- málastefnu var gufað upp og horfið. Þetta virtist ætla að tak- ast, viðtökur voru góðar og fram undan birta – en svo fór sem fór. Þegar markmiðinu sjálfu var til hliðar vikið hvarf allur árangur hinna fyrstu gerða og svo miklu meira en það. Árni var þó áfram ötull stuðningsmaður samtak- anna og gerði allt hvað hann gat til þess að gefa góð ráð og veita liðveislu. Nú er góður maður genginn. Eftir lifir skýr minning um fjöl- margar samverustundir. Mikla samvinnu áttum við Árni við fjöl- marga, sem auðguðu líf okkar, gáfu okkur færi á að horfa hátt til lofts og vítt til veggja. Nú eru margir þessara samverkamanna horfnir, aðrir hvíld fegnir og eng- inn slíkur hópur sem hluti dag- legs lífs. „Eins og bilaður sé sím- inn,“ sagði vinur okkar Karl Steinar Guðnason fyrir nokkru. En minningin lifir. Minning um góðan dreng og traustan félaga. Eiginkonu Árna og dætrum sem og öðrum ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Við mátum hann öll mikils. Við sökn- um hans öll. En minninguna eig- um við. Hún lifir. Sighvatur Björgvinsson. Þegar gamall, góður vinur í hartnær sjö áratugi kveður eins og Árni núna eða Snúlli, eins og ég kallaði hann ávalt, kemur hart högg á sálina og sár eftirsjá. Ótal minningar leita á hugann og upp- rifjun á því hvað vinur minn hafði mikil áhrif á líf mitt með sinni góðu nærveru og miklum mann- kostum. Eins og var oft á skólagöngu minni missti ég af fyrstu dögum skólatímans þegar ég settist í landsprófsbekk í Gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti. Félagar mínir úr Laugarnesskólanum voru því búnir að finna sér sessu- naut en mér var vísað til sætis á fremsta borði hjá pilti sem ég hafði aldrei séð áður. Hann var af öðru sauðahúsi en við hin, ári eldri en aðrir í bekknum, þekkkti þarna engan og varð því stakur þegar raðaðist í bekkinn. Ekki leið á löngu þar til ég sá að þetta var mikið happ fyrir mig. Snúlli reyndist hinn mætasti sessunautur, varð heimagangur og eftirlæti á mínu heimili eins og ég á hans. Meira að segja móðir mín í Danmörku eignaðist vin í Snúlla eins og ýmsir frændur mínir þar. Vinskapurinn hefur varað síðan, oftast með afar mikl- um samskiptum þó að síðasta áratuginn hafi orðið nokkur vík á milli vina, kannski vegna þess hvað hugmyndafræði okkar stangaðist á. Hann átti erfitt með að þola sumar skoðanir mínar sem eru mjög andstæðar hug- myndagrunni eins og hann birtist hjá Samfylkingunni, sem Snúlli samsamaði sig við. Meðan Alþýðuflokkurinn var og hét vorum við ekki í neinum vandræðum með pólitíkina enda skilgreindi ég mig sem hægri krata eða vinstri sjálfstæðismann og leið vel í hvorum hópnum sem var. Ég hafði ekki áhyggjur af skoðanamun, taldi hann jafnvel af hinu góða og taldi víst að við næð- um að stilla saman strenginga þegar rétti tíminn væri kominn fyrir það. Við töldum báðir Við- reisn, leidda af mannkostamönn- um, mikla gæfu fyrir þjóðina. Nú er hvorugt hólfið nothæft fyrir mig, – tel krata gengna í björg með tröllum og sjallana hafa týnt niður þræðinum. Við bundumst fastmælum um það fyrir löngu að skrifa eftir- mæli um hvorn annan eftir því sem örlaganornirnar spinnu sinn vef, því við töldum engan annan betur kunnugan æviskeiði hvors annars nema kannski börn og makar, sem eiga óhægt um skrif- in á slíkum sorgartíma. Ég fylgdist með vini mínum vinna hvert afrekið á fætur öðru og alveg fráleitt að hér sé unnt að gera því skil. Okkur bar gæfa til að starfa saman nokkrum sinn- um. Þar minnist ég vikulegs um- ræðuþáttar í Ríkisútvarpinu, Daglegs lífs, um tveggja ára skeið í byrjun sjöunda áratugarins, setu í stjórn Blaðamannafélags Íslands og síðan kom hann sem ritstjóri að Alþýðblaðinu þegar ég var þar framkvæmdastjóri. Betri samstarfsmann átti ég aldrei enda vannst allt létt í því notalega andrúmslofti sem hann kunni flestum betur að skapa. Valdimar Jóhannesson. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.