Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 „ÉG VEIT EKKI HVORT ÞÚ VERÐUR ÁNÆGÐUR Í VINNU HÉR. HÉR MÁ EKKI NOTA VELLYKTANDI.“ „EF ÞÚ ÆTLAR AÐ GERA JÓGAÆFINGAR Á HVERJU KVÖLDI VIL ÉG MITT EIGIÐ SJÓNVARP.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera vitlaus í þig. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GANGA SKAL HÆGT UM GLEÐINNAR DYR NEMA UM JÓLIN, GOTT FÓLK! KANNSKI HLÓÐUM VIÐ OF MIKLU Á ÞÁ! „Íþróttir eiga hug minn allan – nú í seinni tíma aðallega sem áhorfandi. Ég get þó enn þá bæði gengið og far- ið í sund. Annars hef ég áhuga á ferðalögum, útivist og fólki al- mennt.“ Þórarinn hélt upp á sjötugs- afmælið um síðustu helgi ásamt mági sínum sem varð sextugur þann 1. júlí síðastliðinn, en þeir fögnuðu samtals 130 ára afmæli á Dúllubarn- um í Stjörnuheimilinu. Fjölskylda Eiginkona Þórarins er Inga Ein- arsdóttir, f. 6.11. 1953, sérkennari. Foreldrar hennar voru Einar Ingi- mundarson, f. 30.4. 1926, d. 5.8. 2012, og Árnína Hildur Sigmundsdóttir, f. 19.1. 1927, d. 18.9. 2021. Þau voru búsett í Keflavík. Þórarinn og Inga eiga þrjú börn saman: 1) Atli Sveinn Þórarinsson, f. 24.1. 1980, kennari og knattspyrnuþjálfari, búsettur í Árbæ. Hann á þrjá syni: Egill Gauti Atlason, f. 14.10. 2002, Ari Valur Atlason, f. 15.10. 2005, og Ívar Hrafn Atlason, f. 21.8. 2008. 2) Kjartan Páll Þórarinsson 12.1. 1982, smiður, iþrótta- og tómstundafræðingur. Maki hans er Harpa Ásgeirsdóttir, f. 15.1. 1986. Þau eru búsett á Húsavík og eiga tvö börn: Ísabella Anna Kjartansdóttir, f. 25.7. 2011, og Lovísa Rut Kjartansdóttir, f. 29.10. 2016. 3) Þórdís Inga Þórarinsdóttir 18.10. 1988, ljósmyndari og há- skólanemi, búsett í Reykjavík. Syst- ir Þórarins er Auður Sveinsdóttir, f. 11.9. 1947. Foreldrar Þórarins voru Sveinn Tryggvason, f. 12.8. 1916, d. 16.8. 1989, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs land- búnaðarins, og Gerður Sigríður Þór- arinsdóttir, f. 22.9. 1919, d. 12.5. 2009, húsfreyja. Þau voru búsett í Reykjavík. Þórarinn Egill Sveinsson Níelsína Abigael Ólafsdóttir húsfreyja í Brautarholti, Kjós., Selfossi og síðar í Reykjavík Daníel Benedikt Daníelsson bókbindari, bóndi, ljósmyndari o.fl. Guðrún Daníelsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þórarinn Kjartansson kaupmaður í Reykjavík Gerður Sigríður Þórarinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðfinna Ísaksdóttir húsfreyja í Reykjavík Kjartan Árnason húsbóndi í Reykjavík Hlaðgerður Gísladóttir húsfreyja í Hamrakoti og Flankastöðum Sveinn Gunnlaugsson útvegsbóndi á Flankastöðum,Miðneshr. Sveinsína Sveinsdóttir húsfreyja í Tryggvaskála á Akranesi Tryggvi Benónýsson sjómaður í Tryggvaskála á Akranesi Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Krossi Benóný Jósefsson bóndi á Krossi, Innri-Akraneshr., Borg. Ætt Þórarins Egils Sveinssonar Sveinn Tryggvason búfræðingur, mjólkurfræðingur og framkvæmdastjóri framleiðsluráðs landbúnaðarins Pétur Stefánsson laumaði til mín þessari vísu sem varð til þegar hann stóð upp úr stól og fann fyrir nokkrum stirðleika í liðum. Þá er indæl æskan frá, eykst nú lífsins mæða. Á mér tökum er að ná ellikellan skæða. Sjödægra Jóhannesar úr Kötlum kom út 1955. Ég var þá í Mennta- skólanum á Akureyri og við Ari Jósefsson hrifumst mjög af bókinni þótt vísurnar stæðu ekki í hljóð- stöfum. „Ferskeytlur“ fórum við með í tíma og ótíma: Rennur gegnum hjarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar. Út um tálknin japla þeir þungum svörtum kvörnum þar til eins og kolabotn undir niðri verður. Sit ég við hið rauða fljót – stari niðrí djúpið þar sem Gleði dóttir mínm liggur nár í myrkri. Annars var Ari snjall hagyrð- ingur, þegar þannig lá á honum, og kunni Þorstein Erlingsson meira og minna utan bókar. Við ortum sam- an „Mansöng úr rímum 20. aldar“. Þar stendur: Kærleiksbrímann kveikir þrá kvunndagsgríman víkur frá; einn ég hími inná krá er að ríma ljóðin smá. Ég fór upp í Biskupstungur á þriðjudaginn. Ekki gat hjá því farið að þessi vísa rifjaðist upp á leiðinni: Lúpínan á fótum frá fer á milli landanna. Gul og rauð og græn og blá hún gengur yfir sandana. Hjá gráum steini gægist strá og gróður allra handana. Og þessi eftir Sturlu Friðriksson: Nú hrjá okkur vonleysis vandræðin við það, hve breytast öll landgæðin, þar sem búfé var beitt er nú blágrýti eitt og búið að lúpína öll sandsvæðin. Hér er limra eftir Jóhann S. Hannesson: Að uppruna erum við norsk, að innræti meinleg og sposk, en langt fram í ættir minna útlit og hættir á ýsu og steinbít og þorsk. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Sjödægru og lúpínuvæðingin E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.