Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Teikningaprentun
Sandblástursfilmur
Bílar
Mercedes Benz C 350 e 3/2017
bensín / rafmagn
Ekinn aðeins 30 þús. km. Eldri herra-
maður sem er hættur að keyra er að
láta þennan frá sér til nýs heimilis.
Ef þú lætur hann fá 4,5 mills. Þá
færð’ann!
.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Tilkynningar
Múlaþing
Sími 4 700 700
mulathing@mulathing.is
mulathing.is
Selbrún, breyting á deiliskipulagi
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi
sínum þann 27. júní 2022 að auglýsa tillögu að
breytingu á deiliskipulagi Brúna II í Fellabæ í sam-
ræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélags-
ins að Lyngási 12, Egilsstöðum eða á heimasíðunni
www.mulathing.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulags-
fulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á
netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 22.
ágúst 2022.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir
tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Skipulagsfulltrúi Múlaþings
Sigurður Jónsson
Múlaþing
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Handavinna kl.
12.30-16. Félagsvist kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á
könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Bingó kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10.
Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut kl. 8.30, heitt á könnunni,
blaðalestur og spjall. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 10. Jafnvægis-
æfingar undir stjórn Kristínar sjúkraþjálfara kl. 11. Verið öll velkomin.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10,
tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Dansleik-
fimi með Auði Hörpu kl. 11. Félagsvist í Borgum kl. 12.30. Prjónað til
góðs kl. 13. Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Opin handverksstofa kl. 9-12. Opin
handverksstofa kl. 13-16. Botsía í setustofu kl. 13.15-14 og slökunar-
stund með Marinu verður svo í dag kl. 15-16. Dásamleg slökun í alla
staði. Síðdegiskaffi er svo frá kl. 14.30-15.30 - Allar nánari upplýsingar
í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar.
Seltjarnarnes Kaffi í króknum frá kl. 9. Jóga / leikfimi kl. 11. Frjáls
stund; handavinna, samvera og kaffi kl. 13.
Smá- og raðauglýsingar
alltaf - alstaðar
mbl.is
✝
Ágústa Jóns-
dóttir fæddist
á Ytri-Þorsteins-
stöðum í Haukadal
í Dalasýslu 26.
mars 1926. Hún
lést að hjúkr-
unarheimilinu Sel-
tjörn 29. júní 2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Ágúst Einarsson,
bóndi, f. 1888, d.
1981, og Kristín Þorsteins-
dóttir, húsfreyja, f. 1902,
d.1987. Systkini Ágústu voru
Ingveldur, f. 1929, d. 2007, og
Ólöf Erla, f. 1937, d. 2009.
Þorsteinn Svanur f. 1935, d.
2021.
Ágústa kvæntist Steinólfi
Adólfssyni 1952. Þau slitu sam-
vistum. Fyrir átti Ágústa eina
dóttur.
1. Kristín Erna Hólmgeirs-
börn, Kristínu Maríu, Aðal-
björgu, Hildi Elísabetu og
Trausta.
2. Sigríður Steinólfsdóttir,
f.1952, gift Ægi Franzsyni og
eiga þau þrjú börn. Margréti
Hrönn, Steinunni Rut og Örvar
Franz. Margrét, sambýlis-
maður hennar er Hilmar Ósk-
arsson og hafa þau alið upp
tvo fóstursyni, Daníel Rúnar
og Einar Bjarka. Steinunn er
gift Ólafi Ingasyni, þau eiga
fjögur börn, Sonju Láru, Krist-
ínu Sólborgu, Margréti Líf og
Arnar Loga. Sambýliskona
Arnars er Lára og eiga þau
soninn Atlas Loga. Kristín Sól-
borg og sambýlismaður hennar
Kristján Henry eiga soninn
Örvar Henry. Sonja Lára og
sambýliskona hennar Sólveig
Sverrisdóttir eiga tvær dætur,
Þorbjörgu og Sólborgu Evu.
Örvar Frans á einn son frá
fyrra sambandi, Franz Breka.
Sambýliskona Örvars er Lola
Zuleycha og á hún eina dóttir
Lovísu.
3. Anna Linda , f. 1957, gift
Þorbirni Guðmundssyni, synir
þeirra, Örvar, f. 17.3. 1977, d.
2.2.1980, Jóhann og Steinólfur.
Jóhann er ókvæntur og barn-
laus. Steinólfur á fimm börn.
Nöfn þeirra eru Anton Logi,
Clara Dís, Eydís Björt, Þor-
björn Máni og Grétar Mar.
4. Jón Adólf Steinólfsson,
var giftur Karin Esther Gor-
ter, f. 17.11. 1962, d. 11.5.2021.
Jón á tvö börn frá fyrra hjóna-
bandi, Guðlaugu Báru og Ægi
Má. Bára er gift Jóni Ágústi
og eiga þau tvo drengi, Alex-
ander Ægi og Elmar Breka.
Ágústa Friðmey ólst upp á
Ytri-Þorsteinsstöðum til 17 ára
aldurs og fór þá í nám til
Reykjavíkur og lærði til klæð-
skera. Hún var lengi með sína
eigin saumastofu, fór síðan um
1970 að vinna hjá póstinum í
Kópavogi, bæði sem póstberi
og síðan sem flokksstjóri. Eftir
að hún hætti hjá póstinum,
vegna aldurs 71 árs, hóf hún
störf í sínu iðnnámi sem
saumakona í hálfu starfi á
saumastofu og vann þar fram-
undir áttrætt er hún hætti.
Útför Ágústu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 11. júlí
2022, klukkan 13.
dóttir, f. 10.8.1947,
hún kvæntist
Trausta Kristjáns-
syni sem er látinn.
Börn þeirra eru
Ágústa Björk,
Arnbjörg, Helena
og Kristján.
Ágústa er gift Azy
Neily og þau eiga
soninn Adam Sami
Naily, Ágústa
Björg átti einn son
frá fyrra sambandi, Óskar
Mána. Arnbjörg er gift Guð-
jóni B. Guðbjörnssyni, sonur
þeirra er Jón Trausti Guð-
jónsson. Helena er gift Hauki
Tómassyni. Helena á tvo syni,
Trausta Rafn og Gunnar Héð-
inn. Haukur á þrjár dætur frá
fyrra hjónabandi, Söndru Dís,
Lilju Dís og Rakel Dís. Krist-
ján er giftur Guðrúnu Þór-
isdóttir og eiga þau fjögur
Í dag kveðjum við ástkæra
móður okkar sem lést á hjúkr-
unarheimilinu Seltjörn.
Mamma var glögg og minnug
og kunni frá mörgu að segja og
glaðværð og jákvæðni var áber-
andi í fari hennar. Þegar dauðinn
kveður dyra fer ekki hjá því að
maður staldrar við og íhugar lífið
og tilveruna.
Þú hafðir mikinn áhuga á
saumaskap, enda varstu lærður
klæðskeri. Þú sast ófáar stundir
við saumavélina og saumaðir á
okkur systkinin og síðar meir
með þitt saumaherbergi þar sem
þú vannst við saumaskap og
saumaðir fyrir fólk alls staðar að,
enda nákvæm og vandvirk. Þeg-
ar þú hættir saumaskap fórstu
að vinna hjá Pósti og síma um
1970. Þegar þú hættir þar vegna
aldurs fórstu aftur að vinna við
saumaskap í nokkur ár. Þú varst
dugleg við að hvetja okkur til
náms og erum við ævinlega
þakklát fyrir það.
Bókaáhugi þinn var mikill
enda áttirðu mikið og gott safn
af bókum. Fóruð þið systurnar,
Ágústa og Ninní, á fornbókasöl-
ur og keyptuð gamlar bækur
sem þið létuð síðan binda inn.
Ekki var tónlistaráhuginn minni
hjá þér, þar áttirðu mikið af spól-
um og síðan geisladiska sem þú
hlustaðir mikið á.
Mamma var fagurkeri og naut
þess að hafa fallega hluti í kring-
um sig eins og heimilið hennar
var.
Á heimili þínu var oft gest-
kvæmt og alltaf vel tekið á móti
gestum. Það var notalegt að
koma til þín í kaffi, kökur og
annað góðgæti sem þú barst allt-
af á borð því þú áttir alltaf eitt-
hvað fyrir alla.
Mamma hafði yndi af að
ferðast hvort heldur erlendis eða
um landið sitt og var hún varla
komin úr einni ferð þegar hún
var farin að hugsa um þá næstu.
Mamma fylgdist vel með, las
mikið og hlustaði á sögur og út-
varp og var ófeimin að láta skoð-
anir sínar í ljós á mönnum og
málefnum, en fyrst og síðast var
hún áhugasöm um velferð fjöl-
skyldu sinnar og fylgdist grannt
með öllum afkomendum sínum.
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Sigríður Steinólfsdóttir og
Jón Adólf Steinólfsson.
Tengdamóðir mín hún Ágústa
kvaddi þennan heim hinn 29. júní
er hún hélt í síðustu ferð til sum-
arlandsins, en ferðalög voru
hennar líf og yndi. Eftir langa og
farsæla ævi held ég að hún hafi
farið alveg sátt í þessa ferð. Ég
kynntist Ágústu þegar ég og
dóttir hennar hún Sirrý fórum að
stinga saman nefjum, síðan
bjuggum við á heimili þeirra
hjóna Ágústu og Steinólfs meðan
við vorum í námi.
Hún gat verið hvöss við
tengdasoninn hér á fyrri árum,
en við vorum alla tíð mestu mát-
ar og alltaf þegar ég kom til
hennar var fyrst talað um veðrið
og veðurhorfur vegna starfa
minna sem sjómaður vissi hún að
veður skipti sjómenn alltaf miklu
máli, síðan var það pólitíkin, þar
var hún á heimavelli. Ég hef
aldrei kynnst manneskju sem
fylgdist eins mikið með pólitík og
hún. Til marks um það var hún
alveg með það á hreinu hverjir
væru í bæjarstjórn Kópavogs og
Reykjavíkur eftir síðustu sveit-
arstjórnarkosningar, bæði nöfn
og hverra manna það fólk væri
þótt 96 ára væri orðin.
Eins bar sveitamálin oft á
góma en hún var fædd og uppal-
in í Dölunum í Dalasýslu, þar var
hennar hugur oft á æskuslóðum.
Mikið var oft gaman að heyra
hana lýsa sveitalífinu á hennar
æskuárum, því fólki sem var fætt
í byrjun síðustu aldar og varð
líklegast vitni að mestu breyt-
ingum sem orðið hafa í mann-
kynssögunni. Þegar hún var ung
var verið að leggja fyrstu vegina
í Dalasýslu og vann hún sem
kúskur þar við vegagerð tíu eða
tólf ára. Ekki var sími, ekki raf-
magn, bara kalt vatn og eldað á
hlóðum.
Ég minnist Ágústu sem vand-
virkrar manneskju sem vildi
skila hverju dagsverki vel og
vandlega af hendi. Hún var lærð
saumakona og klæðskeri og
starfaði lengi við það auk þess að
bera út póst í Kópavogi. Eftir
miðjan aldur gat hún veitt sér
það sem hún hafði alltaf þráð; að
ferðast og afla sér fróðleiks. Hún
ferðaðist mikið bæði um Evrópu
og Norður-Ameríku og þá að
mestu með Bændaferðum. Eftir
hverja ferð raðaði hún myndum í
albúm og skrifaði við hvar og
hvenær hver mynd var tekin.
Hún var marga vetur á Kanar-
íeyjum og naut sín vel þar. Hún
kom nokkrum sinnum með okk-
ur hjónum til Spánar, Torre-
vieja. Mér er minnisstæð ein ferð
á stóran útimarkað þegar Ágústa
var búin að fara bás úr bási og
skoða og skoða, þá var eittvað
farið að síga í mig og ég spurði:
„Ágústa ætlarðu að versla eitt-
hvað hérna?“ Hún svaraði: „Nei,
nei, ég er bara að skoða sauma-
skapinn og hann er bara nokkuð
góður hjá þeim!“ Þarna var kom-
in saumakonan Ágústa.
Ég óska þér góðrar ferðar
um þau lönd sem voru ei kunn.
Nú getur þú ferðast,
óhult um ókunn lönd.
(Ægir Franzson)
Það var heiður að fá að kynn-
ast þér.
Ægir Franzson.
Amma mín var yndisleg kona.
Blanda af hlýju, góðvild, hlátri
og ást.
Lét hún sig ávallt varða um
mig og mína hagi sem og ann-
arra ástvina.
Hjarta mitt er fullt af ást og
þakklæti fyrir þann tíma sem við
áttum saman.
Viska þín, þekking og ferða-
sögur þínar, sem þú deildir með
mér um land okkar og þau lönd
sem þú heimsóttir. Þú skildir eft-
ir fallegar minningar hjá mér
sem ég mun ávallt varðveita.
Ég mun aldrei gleyma þegar
pikkað var í bakið á mér, á bar
einum á Benidorm. Þar varst þú
komin uppábúin sem pönkari og
með hanakamb og alles, á leið á
grímuball með eldri borgurum.
Eða sumarið sem ég vann með
þér í póstinum og mér tókst að
bera út heila götu vitlaust, þú
brostir bara til mín og barst svo
út með mér daginn eftir.
Þú komst mér á sporið við að
lesa Rauðu ástarseríuna, ég efast
um að það séu margir sem létu
binda hana inn eins og þú gerðir.
Ég kveð þig elsku amma mín,
megi englar vaka yfir þér.
Draumur dala eru við
dagar lífs og hlýju.
Báðum megin hlið við hlið
hefst upp sól að nýju.
(Stefán Finnsson)
Margrét Hrönn
Ægisdóttir.
Ég var stödd á Spáni þegar ég
fékk símtal um að yndislega
amma mín hefði kvatt þennan
heim.
Mér fannst svo erfitt að geta
ekki komið til þín og kveðja en
ég gerði það á annan hátt. Ég og
litlu stelpurnar þínar Margrét og
Birna fórum í fallega messu og
sátum við ströndina og horfðum
á uppáhaldstrén þín sem voru
pálmatré og hlustuðum á fugla-
söng og hugsuðum til þín og rifj-
uðum upp góðar minningar með
þér.
Mér finnst svo dýrmætt hvað
við áttum yndislega fallegt og
náið samband, ég og þú.
Mér er svo minnisstætt þegar
við fórum árið 2015 í yndislega
ferð til Ítalíu, ég, þú og mamma
og áttum yndislega daga við
Gardavatnið. Þar fórum við sam-
an í fullt af skoðunarferðum, vín-
smökkun í rosalega flottan kast-
ala og útsýnið okkar frá
hótelherberginu okkar var svo
fallegt að það minnti helst á mál-
verk. Þessi ferð var ómetanleg í
fallega minningabankann minn.
Einnig eru mjög minnisstæð-
ar allar Spánarferðirnar okkar í
Moshlíð sem voru yndislegar og
þar leið þér svo vel. Fyrsta ferð-
in í Moshlíðina hjá þér var árið
2006 til að kanna aðstæður þar
sem litla fjölskyldan mín var
flutt til Spánar.
Ég er endalaust þakklát fyrir
það að við áttum svona mikið,
gott og fallegt samband, elsku
amma mín, einnig að stelpurnar
mínar áttu svona gott samband
við langömmu sína og tala nú
ekki um langalangömmugullin
þín sem þú náðir að kynnast,
eiga góðar stundir með, kyssa og
knúsa í kaf.
Ég er og verð alltaf stelpan
þín eins og þú kallaðir mig alltaf.
Elska þig og sakna, elsku
amma mín, og er endalaust
þakklát fyrir allt okkar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum
hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Stelpan þín
Steinunn.
Elsku amma lang, kraftakon-
an okkra allra.
Það verður skrítið að geta
ekki kíkt við í súkkulaðimola og
knús. Það var alltaf svo gott að
koma til ömmu lang í Vogatung-
una og aldrei fór maður svangur
út. Lu kex með smjöri og osti var
okkar uppáhalds. Við vorum ekki
alveg til í heitu mjólkina sem þú
varst alltaf að reyna færa okkur
svo við afþökkuðum pent. Alltaf
varstu að brasa eitthvað hvort
sem það var sumar eða vetur.
Annaðhvort varstu á fjórum fót-
um að reyta arfa eða fyrir utan
að brjóta ís og auðvitað var
skvísan alltaf í gallabuxum. Allt-
af var gott að spjalla við þig um
daginn og veginn, en þegar þú
byrjaðir að tala um pólitíkina…
úff þá reyndum við nú að skipta
um umræðuefni. Við erum svo
innilega þakklátar að þú hafir
náð að kynnast litlu krílunum og
hvað þá að fá langalangömmu á
fremsta bekk í skírn þeirra
beggja rétt áður en þú kvaddir.
Engil eigum við á himni, sem
gætir okkar úr fjarska
Hvíldu í friði elsku langamma,
ávallt í okkar hjarta.
Þínar stelpur,
Sonja Lára, Kristín
Sólborg og Margrét Líf.
Ágústa F
Jónsdóttir