Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is 30 ÁRA Hrafnhildur er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún starfar sem teymisstjóri í bú- setukjarna og er þar að auki í meistaranámi í alþjóða- samskiptum við Háskóla Ís- lands. Helstu áhugamál Hrafn- hildar eru ferðalög og bakstur. „Strákurinn minn á afmæli daginn á eftir mér svo mitt fell- ur dálítið í skugga hans.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Hrafnhildar er Aðalsteinn Grétar Gestsson, f. 18.5. 1989. Þau eiga einn son saman, Sól- bjart Þór Aðalsteinsson, f. 12.7. 2019. Foreldrar Hrafnhildar eru Þórólfur Jónsson, f. 23.12. 1958, garð- yrkjustjóri og Sigrún Valgarðsdóttir, f. 16.9. 1959, mannauðsráðgjafi. Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hreinlega sogar að þér peninga, ekki síst vegna þess að þeir sem eiga mikið af þeim vilja veðja á þig. Vertu þolinmóður. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú kemst ekkert áleiðis upp á eigin spýtur. Forðastu slíka reynslu og gefðu þér nægan tíma. Kyrrð hjálpar þér til þess að þagga niður í þinn innri gagnrýnanda. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Menn hafa ekki verið á eitt sáttir en oft þarf ekki mikið til svo allt falli í ljúfa löð. Mundu að maður er manns gaman. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Hefur þú einhvern tímann stöðvað mynddisk til þess að skoða fyndinn og bjagaðan svip þeirra sem eru á skjánum. Nú er góður dagur til að hlæja. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Einbeittu þér að því að bæta fé- lagslífið með því að ganga í félag, fara á námskeið eða berjast fyrir málstað. Fallegt útsýni væri ánægjulegt og eitthvað til þess að láta sig hlakka til. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er engin ástæða til þess að láta stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt. Gakktu ákveðinn fram í að fá hlutina til baka svo að ekki skapist leiðindi á milli. 23. sept. - 22. okt. k Vog Allir uppskera eins og þeir hafa sáð til. Vertu óhræddur við að segja hug þinn og fara eftir sannfæringu þinni. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú finnur sannarlega til góð- mennsku í garð annarra og vilt hjálpa þeim sem minna mega sín. Vertu því varkár í um- gengni þinni við aðra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft að vera svo sveigj- anlegur sem mest þú mátt. Svo hvað um aðstæðurnar þar sem þú sagðir ekkert beint út, ýjaðir bara að hlutunum? Vertu skýrari og fólk mun líka betur við þig. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Góðu fréttirnar eru að þú leysir vandamál. Hvers kyns peningaviðræður eða stórinnkaup ganga að líkindum að ósk- um og koma meyjunni til góða. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu hlutina ekki koma þér úr jafnvægi því fæstir hlutir eru þess virði. Gættu þess að allir fái að segja sitt. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert til í allt og gætir farið í furðu- ferð eða gengið í furðufélag, svona til að prófa eitthvað nýtt. Meðtaktu það sem- kemur til þín með viðhöfn. Þ órarinn Egill Sveinsson er fæddur 9. júlí 1952 á Laugavegi 76 í Reykja- vík. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Smá- íbúðahverfinu í Brekkugerði 18 (áð- ur Sogamýrarblettur 34), nálægt knattspyrnufélaginu Víkingi en seg- ist jafnt vera KA-maður og Víkingur í dag. „Ég er KA-maður með þung- um Víkingskeim. Ég er sáttastur við jafntefli þegar liðin mætast en finnst allt í lagi þótt að annað liðið vinni. Svo spilar tengdadóttir mín með Völsungi svo ég ber ákveðnar taugar til þeirra líka.“ Þórarinn var mikið í sveit á Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarbyggð á æskuárum sínum. Hann gekk í Ísaksskóla, Breiðagerð- isskóla, Réttarholtsskóla og síðar í Menntaskólann við Hamrahlíð áður en hann hélt út til Noregs í nám. „Ég var í Norska landbúnaðarhá- skólanum að Ási í Noregi og kláraði þar meistarapróf í mjólkurverkfræði vorið 1977. Ég hef unnið nánast alla ævi í matvælaiðnaði, sem og í sveit- arstjórnarmálum og landsmálum.“ Þórarinn var lengst af mjólkurbús- stjóri hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og beitti sér í sveit- arstjórnarmálum í bæjarstjórn Ak- ureyrar en hann var mjólk- ursamlagsstjóri á Akureyri um árabil. Þá starfaði hann lengi í Framsóknarflokknum og mest að sveitarstjórnarmálum á Akureyri. Hann var formaður í Framsókn- arfélagi Akureyrar og Kjördæm- issambands Norðausturkjördæmis og gaf kost á sér í 2. sæti á lista framsóknarmanna í Suðvest- urkjördæmi árið 2006. Þórarinn hef- ur ferðast víða um land og kennt fólki undirstöðuatriði í ostagerð í heimahúsum og setti saman bókina Ostagerð: heimavinnsla mjólkuraf- urða, sem kom út árið 2010. Í bók- inni er megináherslan lögð á osta- gerð úr kúamjólk og mjólk sem hráefni. Gefnar eru upp nokkrar grunnuppskriftir að skyri, jógúrt, kotasælu, fetaosti, mascarpone, mysuosti og ýmsum hleypiostum eins og parmesan og camembert. Í formálsorðum segir Þórarinn mik- ilvægt að fólk sé óhrætt við að prófa sig áfram og búa til eigin uppskriftir. Til þess þarf sjaldan annan búnað en til er á venjulegu heimili. „Heima- vinnsla mjólkur er skemmtileg hlið matargerðar. Raunar er allt leyfi- legt og um að gera að prófa sem flestar samsetningar og aðferðir.“ Þá hefur Þórarinn skrifað greinar um fagleg málefni og hefur þar að auki sinnt kennslu og nám- skeiðahaldi, mest um mjólk og mat. Hann hefur verið MasterClass- kennari og kenndi til að mynda nem- endum í Hallormsstaðaskóla osta- gerð. „Mér finnst þetta mjög gaman og hef í raun verið alla ævi í þessu.“ Þórarinn hefur tekið þátt í ýmsum félagsmálum, helst tengt íþróttum og aðallega fyrir Knattspyrnufélag Akureyar, KA, og Akureyrarbæ. Áhugamál Þórarins hverfast mikið um íþróttir og útivist. Þórarinn Egill, mjólkurverkfræðingur og gæðastjóri hjá VAXA – 70 ára Með barnabörnum Þórarinn á þrjú börn og fimm barnabörn. Hér er hann ásamt Ísabellu og Lovísu. Þór- arinn starfar í dag sem gæðastjóri hjá Vaxa á Íslandi. Helgað sig matvælaiðnaðinum og sveitarstjórnarmálum Á námsárunum Þórarinn Egill var í Norska landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi og kláraði þar meistarapróf í mjólkurverkfræði vorið 1977. Hjá Dúllubarnum í Stjörnuheimilinu Þórarinn hélt upp á sjötugsafmælið um síðustu helgi í góðra vina hópi ásamt mági sínum sem varð sextugur 1. júlí síðastliðinn. Til hamingju með daginn Baldur Ari Stefánsson fædd- ist 18. nóvember 2021 kl. 21.25. Hann vó 4.840 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Stefán Karel Torfason og Elín Sóley Reynisdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.