Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2021, Síða 37

Læknablaðið - 01.11.2021, Síða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 541 Aukin samvinna við heilbrigðisstofnanir landsbyggðarinnar og Norðurlanda og sú einfalda ákvörðun að leyfa fólki að fara á Facebook, nefnir hann. Einnig aukna umhverfisvitund sem hafi leitt til þess að spítalinn var tilnefnd­ ur til umhverfisverðlauna Norðurlanda­ ráðs. Betri göngudeildarþjónusta. Öflugri aðfangakeðjur og stoðþjónusta. Ný tæki í stað þess að kaupa varahluti í þau gömlu á Ebay. „Spítalinn var sveltur í kjölfar hrunsins og við tókum á því.“ En er hann ekkert stoltur af því að hafa fengið samþykkt að rekstrarkostnaður spítalans færi úr tæpum 70 milljörðum árið 2016 í tæplega 83 í fyrra – og það tek­ ið tillit til verðbólgu? „Nei, megnið af þessu fellur í tvo hópa: Verðbætur. Launavísitala hefur hækkað miklu meira en verðlag. Það kostar því meira að hafa 100 manns í vinnu núna en fyrir 10 árum, en það er ekki að fullu bætt.“ segir Páll og blæs því á að spítalinn hafi fengið meira fé til verksins. „Einnig höfum við fengið fleiri verkefni og á stundum hefur ekki fylgt fé með sem þyrfti til að reka þau almennilega.“ Nú hækki framlagið þó um 1,8% á ári til að mæta aldursþróun þjóðarinnar. Páll Matthíasson lætur af störfum forstjóra Landspítala eftir 8 ár í starfi. Enn eru rúm tvö ár eftir af skipunartímanum en hann segir að nú, við nýja stjórnartíð, sé vert að fá annan kraftmikinn einstakling að borðinu. Með Páli á myndinni er höggmynd eftir Steinunni Þórarinsdóttur í Bankastræti. Mynd/gag Ekki meira fé með DRG-kostnaðarkerfinu „Stutta svarið er já,” svarar Páll, spurður hvort spítalinn muni fá jafnmikið fé og nú með kostnaðarkerfinu DRG (Diagnosis­related group) sem sett verður á um áramót. Með því fylgir féð verkþáttum. Páll bætir við: „En mun hann fá allt það fé sem hann þarf? Nei. Þetta kerfi leysir ekki stóra fjármögnunarvandann. Það þarf miklu meira fé til spítalans og kerfisins alls. Páll segir DRG ekki hafa fælt hann frá. „Nei, ég hef barist fyrir því að við tækj­ um upp DRG­kostnaðargreina,“ segir hann. „Ég var kátur 2016 þegar við skrifuð­ um undir viljayfirlýsingu með heilbrigðisráðherra um að taka upp DRG.“ Spítalinn hafi unnið eftir hugmyndafræðinni frá 2004. Hann segir einn af kostum DRG að það gefi meiri möguleika á útvistun verk­ efna. Þau hafi prófað sig áfram með að leigja aðstöðu til aðgerða í Klíníkinni. „Í DRG­fjármögnun er vafningalítið hægt að gera samninga eins og við Klíníkina um aðgerðir af biðlista Landspítala.“. Við fáum fé og umfangið en fáum aðra í verkið,“ segir Páll. „Ég tel að það séu mörg tækifæri þarna.“

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.