Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 58
562 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 Við lifum á fordæmalausum tímum, heyr­ ist oft í kófinu, en það er jú ekkert nýtt undir sólinni að minnsta kosti hvað snert­ ir mannlega hegðun. Farsóttir hafa í gegn­ um tíðina opnað sýn á það besta og versta sem í okkur býr, Boccaccio, Camus og Ari skoða þetta hver frá sínu sjónarhorni. Heimurinn versnandi fer og ung­ dómurinn er sérstakt áhyggjuefni, má lesa á leirtöflum frá Mesópótamíu löngu fyrir Krist. Þegar mín eigin börn voru á ung­ lingsárunum og skiluðu sér ekki heim á tilsettum tíma flaug í gegnum hugann: Ef þau gera helminginn af því sem ég gerði á þeirra aldri, þá skal ég sko … Unga kynslóðin hefur nú fengið í arf nýja ógn sem er hlýnun jarðar og súrnun sjávar en hún hefur einnig fengið þekk­ ingu, tól og tæki til þess að finna lausnir. Einnig það sem mest er um vert, nýtt viðhorf, kjark og metnað til að koma okk­ ur á rétta leið. Ég ólst upp í Smáíbúðahverfinu þar sem fyrstu minningar mínar eru um föður minn að grafa fyrir grunni, hús hlaðið úr hleðslusteinum, milliveggir úr asbesti sem var handsagað og afskurðurinn varð mér að leikmunum. Heima fengum við Tímann og Þjóðviljann, sem var skipt fyrir Mogg­ ann úr næsta húsi. Eftir að hafa lesið öll blöðin komst ég að því að sannleikurinn hefur að minnsta kosti tvær hliðar og hef alltaf átt erfitt með að skipa mér í fylkingu með eða móti. Efinn sótti sem sagt að mér snemma. Eftir útskrift úr læknadeild, þá 27 ára gamall giftur tveggja barna faðir, vissi ég næstum allt enda ættaður úr Þingeyjarsýslu. Ótrúleg fjölgun á fávitum varð í kringum mig á stuttum tíma. Var ósnertanlegur og að ég held ódauðlegur en eftir bílveltu, viku fyrir brottför til Bandaríkjanna í framhaldsnám, sem skildi Kristínu mína eftir með brot á sjöunda hálslið í 6 vikna strekk og eftir 6 ára sérnám fækkaði fávitum og gáfnafarið stefndi á meðaltalið. Ég nefni nú ekki það skaðræði sem Google hefur gert okkur sem ættir rekja til fyrrnefndar sýslu. L I P R I R P E N N A R Upprisa Þingeyings á nýjum tímum Magni Sigurjón Jónsson Lungnalæknir magnij@simnet.is Þrátt fyrir efasemdir er ekki laust við að mér blöskri afstaða andstæðinga bólusetninga. Þær eru að mestu byggðar á fölsuðum niðurstöðum á tengslum bólusetninga við einhverfu og hræðslu við aukaverkanir sem eru því miður til staðar. En þekkingarskortur er oft ástæða misskilnings og hræðsla hrekur okkur af leið. Þá minnist ég upphafsorða doktorsrit­ gerðar Valgarðs Egilssonar við Lundúna­ háskóla: „Jörðin er enn flöt, eins og allir hestar sjá“ (The earth is still flat, as every horse can see). Fordómar fram að fermingu Ég verð að játa á mig ýmsa fordóma fram að fermingu. Kvenfyrirlitningu, útlendingaandúð og kynþáttafordóma. Eftir tvítugt hef ég talið mig nokkuð einlægan jafnréttissinna og reynt að styðja málefni í þá átt og ekki tekið undir tal um að kynþáttur, þjóðerni, aldur eða kyn skipti máli hvað snertir heiðarleika, náms­ eða starfsgetu. Ég játa að ég hef ekki mikla trú á að meta tónlist, bókmenntir eða aðrar listgreinar eftir kyni höfundar eða flytjenda enda hefur kynjum fjölgað og vafalítið eiga einhverjir eftir að kyngreina suma alveg upp á nýtt. Mér finnst sjálfum að mikið hafi unn­ ist í jafnréttisbaráttunni en nákvæmlega hvenær fullkominn jöfnuður ríkir verður erfitt að koma sér saman um, eða eins og sagt var á Raufarhöfn á síldarárunum: Það er erfitt að skíta akkúrat í hornið á kringlóttu herbergi. Ég hef átt því láni að fagna að eiga frábæra fjölskyldu, vini og vinnufélaga og konur í þeim oft kippt mér mjúklega á rétta braut. Útivist, gönguferðir og ferðalög, eink­ um innanlands, hafa alltaf farið langt með að fylla á orkutankinn og þá hef ég orðið að kyngja helstu fordómum mínum frá því ég kom heim frá sérnámi. Lax­ veiðar áleit ég setu í leikstjórastól með viskíglas og fylgjast með flotholti við lygnan hyl og golf að ýta lítilli kúlu í stóra holu og metast um árangurinn á barnum. Melrakkasléttan Laxá í Aðaldal og 15. holan í Grafarholtinu hafa kennt mér auðmýkt fyrir viðfangsefn­ inu og virðingu fyrir náttúrinni og foss­ búanum. Melrakkasléttan á stóran sess í sálinni, þar fæddist faðir minn og þar var ég í sveit í 5 sumur til 10 ára aldurs. Hér er víðáttan, fjölbreytt fuglalíf og djúpar rætur, rekaviður og margt forvitnilegt í fjörum, silungur í vötnum og sólin neitar að síga niður fyrir sjóndeildarhringinn vikum saman. Ungt skáld (Andri Snær) mér ná­ tengt orti um æskuminningar sínar (brot úr ljóðinu Myndir frá Melrakkasléttu): Til sjávar teygist vegarins hlykkjótta hönd með hús í lófa Húsið er gul sól stafar geislandi börnum að lygnum lónum Veðrið getur verið hryssingslegt, stundum gráða á mann, jafnvel í fámenni, en í sumar má minnast orða Hjálmars Freysteinssonar: Fallegu fólki og nettu finnst að það megi með réttu baða sig bert, þetta er býsna oft gert, hér í mollunni á Melrakkasléttu. Nú horfi ég út á rennislétt Norður­Íshafið, þar sem selur lónar innan um nokkra æðarfugla og einmana himbrima, sól í heiði, framundan ættaróðalið byggt 1909, spegill á silungsvatni á aðra hönd, þar yfir Rauðinúpur með vitann og gíginn. Hæsta fjallið á Sléttu blasir við, Geflan 180 metrar. Sigurbjörn Ólason frá Oddstöðum lýsir prýðilega viðhorfum okkar sem kjósum þennan stað umfram aðra: Gjarnan í hillingum geymist hér lífið grjótið er gullið og rennislétt þýfið. Veðrið er sólríkt og vindurinn kjurr og vætan næstum því brakandi þurr. Oddstöðum 6.­9. september 2021 Höfundurinn í sínu náttúrulega umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.