SÍBS blaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 10
10
SÍBS-blaðið
Hreyfing þarf að vera reglubundin til þess að hún geri gagn
og skili árangri. Ef hreyfing er lítil hverju sinni er mælt með
því að hún sé stunduð oftar yfir daginn. Líkaminn bregst fljótt
við hreyfingunni og fólk finnur fyrir auknum styrk og vellíðan.
Álag þarf síðan að auka jafnt og þétt eftir því sem fólk hreyfir
sig meira.
Þægilegt er að tengja hreyfingu við vinnu eða dagleg störf
ef sá möguleiki er fyrir hendi. Sem dæmi má nefna að ganga
eða hjóla í vinnuna, ganga upp og niður tröppur í stað þess að
taka lyftur og leggja bifreið einhvern spöl frá áfangastað. Þau
sem ekki hafa tækifæri til að hreyfa sig á þennan hátt geta
framkvæmt hreyfingar sitjandi, svo sem að rétta úr fótum og
höndum og hreyfa axlir og háls. Einnig má nefna gildi þess
að standa upp reglulega, teygja úr sér, ganga að glugga eða
dyrum og anda að sér fersku lofti.
2. Rólega
Eitt af grundvallaratriðunum þegar byrjað er að stunda
hreyfingu er að fara ekki of geyst af stað og ætla sér ekki of
mikið heldur verja lengri tíma frekar en styttri í rólega fas-
anum. Með því er átt við að byrja hægt, hafa hægan stíganda
í hreyfingunni og leyfa sér að njóta þess að hafa stigið fyrsta
skrefið í átt að lífi þar sem hreyfing er hluti af lífsmynstrinu.
Mikilvægt er að dvelja í núinu og einbeita sér að því augna-
bliki sem viðkomandi manneskja er stödd í hverju sinni. Ef
til dæmis verið er á göngu, er gagnlegt að tengja við jörðina
undir fótum sér, hlusta á hljóðin í kringum sig svo sem
vindinn, fuglasöng eða lækjarnið, huga að öndun, og að með-
taka það sem stundin gefur.
Hreyfingarálag á að auka jafnt og þétt, hlusta á líkamann,
ekki fara fram úr sér heldur setja sér raunhæf markmið. Ef
álagið er of mikið þá verður hreyfingin erfið, líkaminn fram-
kvæmir þá of mikla vinnu miðað við getu og líkamleg ein-
kenni gera vart við sig svo sem verkir, tognanir eða súrnun
í vöðvum sem er afleiðing súrefnisskorts til vöðva líkamans.
Í þessu samhengi er vert að minna á að hér er verið að tala
um fólk sem er að taka fyrstu skrefin í hreyfingu og hefur lítið
sem ekkert stundað líkamlega þjálfun. Það þarf að gæta sín
í markmiðasetningu, setja sér smærri markmið í átt að hinu
stóra. Í þessu samhengi er vert að muna orðatiltækin margt
smátt gerir eitt stórt og það safnast þegar saman kemur.
Varðandi alla hreyfingu er grundvallaratriði að fara rólega
af stað til þess að hvatinn að því að vilja hreyfa sig sé fyrir
hendi til lengri tíma. Ef farið er of geyst er hætta á því að
ekkert meira verði af hreyfingu, þar sem bæði líkamleg og
andleg áreynsla verði of mikil og að fólk treysti sér ekki af
stað á nýjan leik. Þetta er því miður raunin í allt of mörgum
tilfellum. Oft er fólk að miða sig við afreksíþróttafólk sem er
ekki fýsilegur kostur. Sú hreyfing sem hér er til umfjöllunar
snýr að lýðheilsu og uppbyggingu líkamlegrar, andlegrar og
félagslegrar færni. Hver manneskja þarf að huga að sínum
persónulegu viðmiðum og hægja á sér ef hún finnur fyrir
vanlíðan, verkjum eða öðrum álagseinkennum. Því er mik-
ilvægt ,,að finna sér sinn takt“, halda sér við það sem fólk
finnur að það ræður við og ekki miða sig um of við hvernig
annað fólk gerir hlutina.
Það getur tekið langan tíma að gera hreyfingu að lífsstíl
til framtíðar og getur krafist vissrar andlegrar og líkam-
legrar uppbyggingar. Því munar um hvert skref sem tekið er
í þessum efnum og öll hreyfing sama hversu lítil hún kann
að vera gerir engu að síður ákveðið gagn. Þegar vel tekst til
vex fólki ásmegin, það finnur mun á líðan sinni og öðlast þar
með hvata til að halda áfram og gefast ekki upp þó erfitt geti
reynst.
Þess má einnig geta að þegar fólk fer að hreyfa sig breyt-
ist margt í lífinu og eitt af því eru matarvenjur. Fólk finnur
betur hvaða matur það er sem gerir því gott og hvers konar
mataræði hentar þegar hreyfingin er orðin hluti af daglegu
lífi. Matur sem álitinn er hollur svo sem grænmeti, ávextir og
ferskar óunnar afurðir verða því oftar fyrir valinu en áður.
Hreyfingin stuðlar því að betri lífsstíl á öðrum sviðum lífsins
einnig.
3. Rétt hjá
Til þess að fólk nái að stunda hreyfingu á reglubundnum
grunni þarf að huga að því að tengja hana við nærumhverfi.
Mikilvægt er að hver manneskja skoði hverjir séu möguleik-
arnir á hreyfingu í því umhverfi sem hún lifir og hrærist í.
Hvernig er með göngu- eða hjólaleiðir, nálægð við sundlaugar
eða líkamsræktarstöðvar, fell eða fjöll þannig að aðgengið að
ólíkum hreyfingarmöguleikum sé sem best? Það er meiri fyr-
irhöfn að fara langan veg til að iðka hreyfingu og getur verið
hindrun sérstaklega ef fólk er að byrja að hreyfa sig. Það
getur orðið afsökun fyrir því að fara ekki af stað eða hafa ekki
orku né kraft í að drífa sig. Þess vegna skiptir máli að draga
úr öllum hugsanlegum hindrunum sem kunna að liggja í veg-
inum svo að fólk geti frekar fylgt eftir ákvörðun sinni um að
hefja hreyfingu. Því er ekki verra að aðgengi að hreyfingunni
sé innan seilingar, til dæmis nálægt vinnu eða heimili.
Fáðu góðar vörur á góðu verði
og láttu gott af þér leiða – þá vinna allir!
Múlalundur | Vinnustofa SÍBS
Reykjalundur | 270 Mosfellsbær
Sími 562 8500
www.mulalundur.is
Möppur
Úrval af möppum í öllum
stærðum og gerðum
Handavinna
Við getum pakkað, brotið,
merkt og ýmislegt annað
Allt fyrir skrifstofuna
Ritföng, pappír og aðrar
skrifstofuvörur
Kíktu á heimasíðu múlalundar – www.mulalundur.is
Þú pantar og við sendum til þín hvert á land sem er
Pappírspokar
Með og án áletrunar –
margar stærðir og litirSÍÐAN 2001
Þ
EKKING & ÞJÓNUSTA