SÍBS blaðið - 01.06.2022, Qupperneq 11
11
2. tbl. 2022
Ávinningur og gildi hreyfingar
Hreyfing hefur bæði forvarnargildi og er stór þáttur í endur-
hæfingu og virkniþjálfun eftir slys, sjúkdóma eða önnur áföll.
Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi hreyfingar fyrir andlega
líðan og hvernig andlegur styrkur og vellíðan eykst þegar
hreyfing er stunduð.
Í tengslum við öldrun er lögð áhersla á mikilvægi hreyf-
ingar til að viðhalda eins góðu heilbrigði og mögulegt er.
Ávinningur þess er meðal annars geta til að viðhalda sjálf-
stæði og ákveðnum lífsþrótti og virkni. Einnig má nefna þætti
eins og að finna sig hafa tilgang og upplifa aukin lífsgæði
þrátt fyrir hugsanleg veikindi, slys og aðra áhættuþætti sem
hafa áhrif á heilsufar. Regluleg hreyfing getur dregið úr hættu
á byltum og vöðvastyrkur rýrnar síður. Auk þess hefur hreyf-
ing jákvæð áhrif á stoðkerfisvandamál og verki. Því miður
ná margir aldraðir ekki að hreyfa sig eins mikið og æskilegt
þykir. Aldrei er þó of seint að byrja að hreyfa sig.
Eftir að hafa stundað hreyfingu í ákveðinn tíma finnur fólk
mun á andlegri og líkamlegri líðan og metur lífsgæði sín betri
en áður. Jafnvel hefur fólk það á orði að hafa komist ,,upp
úr holunni sinni“ og ætli aldrei í hana aftur. Gildi hreyfingar
er óumdeilt. Ef til vill gleymist þó oft að leggja meiri áherslu
á áhrif hennar á andlega líðan því fátt er í raun mikilvægara
en líðan okkar dags daglega. Í raun verða áhrif hreyfingar
á líkamlega, andlega og félagslega þætti illa aðskilin því allt
tvinnast þetta saman. Líf með hreyfingu er því betra líf ekki
bara vegna mælanlegra áhrifa á líkamlegt atgervi heldur
einmitt fyrst og fremst vegna bættrar líðanar frá degi til dags.
Höfum heilræðin þrjú; reglulega, rólega og rétt hjá, bak
við eyrað til að aðstoða okkur að skapa vana. Útbúum okkur
og undirbúum eins og tilefni er til. Veljum hreyfingu sem við
höfum ánægju af og samræmist okkar áhugasviði og munum
umfram allt að hafa gaman og njóta.
Heimildir
Carek, P. J., Laibstain, S. E. og Carek, S. M (2011). Exercise for the Treatment
of Depression and Anxiety. The International Journal of Psychiatry in
Medicine, 41(1), 15-28. doi: 10.2190/PM.41.1.c.
Eckstrom, E., Neukam S., Kalin Leah og Wright, J. (2020). Physical Acti-
vity and Healthy Aging. Clinics in Geriatric Medicine, 36(4), 671-683.
doi:10.1016/j.cger.2020.06.009.
Fáðu góðar vörur á góðu verði
og láttu gott af þér leiða – þá vinna allir!
Múlalundur | Vinnustofa SÍBS
Reykjalundur | 270 Mosfellsbær
Sími 562 8500
www.mulalundur.is
Möppur
Úrval af möppum í öllum
stærðum og gerðum
Handavinna
Við getum pakkað, brotið,
merkt og ýmislegt annað
Allt fyrir skrifstofuna
Ritföng, pappír og aðrar
skrifstofuvörur
Kíktu á heimasíðu múlalundar – www.mulalundur.is
Þú pantar og við sendum til þín hvert á land sem er
Pappírspokar
Með og án áletrunar –
margar stærðir og litir