SÍBS blaðið - 01.06.2022, Qupperneq 16

SÍBS blaðið - 01.06.2022, Qupperneq 16
16 SÍBS-blaðið THG ARKITEKTAR Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að svefn hefur meðal annars jákvæð áhrif á ónæmiskerfið (3), á námsgetu (4) og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska einstaklinga á öllum aldri. Einnig má minnast á að svefn hefur jákvæð áhrif á frammistöðu í íþróttum (5), endurheimt líkamans og góður svefn getur einnig dregið úr líkum á meiðslum (6). Það kemur því lítið á óvart að hreyfing er talin auka bæði svefnlengd (7) og svefngæði (8) en létt hreyfing á kvöldin (t.d. göngutúr eða milt jóga), getur aðstoðað við svefn. Líkamlegir kostir þess að sofa eru því margir en svefninn hefur ekki einungis áhrif á líkamlega heilsu heldur er hann einnig nátengdur andlegri heilsu. Flest þekkjum við af eigin raun að svefn hefur áhrif á andlegt ástand okkar og virkni yfir daginn. Þegar öllu er á botninn hvolft er ástæða fyrir því að sagt er að sé einhver í vondu skapi þá hefur hann „farið öfugu megin frammúr“. En það er víst töluverður sannleikur á bak við þetta orðatiltæki. Svefninn er þannig nátengdur andlegri og tilfinningalegri heilsu (9) og rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl við þunglyndi (10), kvíða (11), ADHD (12) og aðra andlega kvilla. Hvernig stjórnum við svefninum okkar? Hefur þú einhvern tíma tekið eftir því að þér finnst þú vera vakandi á ákveðnum tímum sólarhringsins og þreyttari á öðrum tímum? Þrátt fyrir að ýmislegt geti haft áhrif á svefninn okkar eins og matur, líðan, álag og stress þá er svefninum stjórnað af tveimur líkamskerfum: svefn-/vökujafnvægi (sleep/wake homeostasis) og sólarhringstaktinum þínum (circadian rhythm) eða innri líkamsklukkunni. Svefn/vökujafnvægið stjórnar í stuttu máli þessu jafnvægi okkar sem lífverum að vera sofandi eða vakandi. Meðan við erum vakandi þá byggist upp svokallaður „sleep pressure“ eða þrýstingur sem myndast og hleðst hægt og rólega upp í líkamanum. Þegar við höfum verið vakandi í langan tíma segir svefnþörfin (sleep drive) okkur að það sé kominn tími til að sofa. Þegar við sofum endurheimtum við þetta jafnvægi og svefnþörf okkar minnkar. Að lokum vex þörf okkar fyrir árvekni, sem segir okkur að það sé kominn tími til að vakna. En ef þessi svefnþrýstingur væri það eina sem stjórnaði svefninum okkar þá værum við alltaf svolítið jójó, mun þreyttari á kvöldin en á morgnanna. Aftur á móti höfum við aðra klukku sem oftast er kölluð líkamsklukka og stjórnast af dægursveiflum, en hún hjálpar okkur að aðlagast tímum dags í samræmi við sólarljósið. Svo virðist sem flestar lífverur hafi einhverskonar útgáfu af dægurklukku en aðsetur hennar hjá okkur mannfólkinu er í krossbrúkjarna (SCN) í undirstúku heilans. Hlutverk dægurklukkunnar er að miðla upplýsingum um dag og nótt „Þú getur sofið þegar þú ert dáin“ sagði rokkarinn Warren Zevon og virðist vera orðtak sem allmargir hafa tileinkað sér, allt frá lífglöðum ung- lingum til hugsandi morgun- hana. Undanfarin ár hefur svefn hins vegar fengið verð- skuldaða athygli og þá sér- staklega frá vísindamönnum sem reynt hafa að fræða almenning um mikilvægi þess að sofa. Það virðist jú vera rétt að ef við hvílumst ekki þá munum við trúlega fara fyrr en ella í gröfina og það er staðreynd að lítill og/eða ónægur svefn í lengri tíma getur haft skaðleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu okkar. En hvað er svefn og af hverju er hann svona mikilvægur? Svefn er grunnstoð heilsu Svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu ásamt reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði og vellíðan. Það er því engin tilviljun að meðalmanneskjan eyðir um það bil helmingi æskuáranna og þriðjungi fullorðinsáranna sofandi. Á meðan við sofum á sér stað ákveðið líffræðilegt ferli sem endurnærir líkama og sál og í raun má segja að við séum að „hlaða batteríin“ meðan við sofum. Svefn tilheyrir því frumhegðun allra lífvera og er ein af grunnstoðum lífsins. Þrátt fyrir mikilvægi svefns gera vísindamenn sér ekki fullkomlega grein fyrir ferlinu, enda er þetta flókið ástand og í dag þekkjum við aðeins til yfirborðsins því stærsti hlutinn gerist í undirmeðvitundinni. Hvað gerist þegar við sofum? Svefninn er mjög virkt ástand og mikilvæg vinna á sér stað í bæði líkama og sál. Sem dæmi má nefna að líkaminn endurnýjar frumur, losar út eiturefni og seytir vaxtarhormónum sem gera við og byggja upp fyrir næsta dag. Veigamiklir hlutir eiga sér einnig stað í heilanum en svefn er talinn vera mikilvægur hluti af styrkingu minnisins, en þar eru upplýsingar sem við öflum yfir daginn geymdar og flokkaðar (1). Það má því með sanni segja að svefninn sé virkt ástand endurnýjunar, uppbyggingar og viðgerðar (2). Setur þú svefninn í forgang? Rúna Sif Stefánsdóttir Aðjúnkt á Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands Grein

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.