Skólavarðan - 2021, Síða 9
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 9
Fréttir / KENNARASAMBANDIÐ
Kjaramál
Stytt vinnuvika
í leikskólum
Formlega vinna við styttingu vinnuvik-
unnar stendur yfir í flestum stéttarfé-
lögum en í núgildandi kjarasamningi
Félags leikskólakennara er kveðið á um
sama ramma og önnur stéttarfélög á
opinberum markaði hafa hvað varðar
styttingu vinnuvikunnar.
Fyrsta skref á hverjum vinnustað
var að stofna vinnutímanefnd sem
annaðist undirbúning breytinga og
leiddi samtalið á vinnustaðnum.
Annað skrefið í að innleiða
styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu er
að vinnutímanefnd á hverjum vinnu-
stað hefji undirbúninginn, kynni sér
fræðsluefni um styttingu vinnuvikunnar
og greini stöðuna á vinnustaðnum til
að draga fram gagnkvæman ávinning
starfsfólks og stjórnenda.
Dæmi um þetta er greining á
þjónustu og helstu álagspunktum,
hversu staðbundið starfsfólk er við störf
sín og sóknarfæri í vinnufyrirkomulagi,
verklagi, samvinnu og tímastjórnun.
Sömuleiðis verður að kanna hvaða
breytingar þurfi að gera til að nýta
megi tímann betur til að ná hámarks-
styttingu. Afrakstur vinnunnar nýtist
sem fóður fyrir samtal á vinnustaðnum
sem allt starfsfólk tekur þátt í.
Mikilvægt er að hafa í huga að
þetta er samvinnuverkefni stjórnenda
og starfsmanna. Hvorki einstaka
sveitarfélög, starfsfólk eða stjórnendur
hafa meira vald en aðrir í vinnunni. Ná-
ist ekki samkomulag um breytt skipulag
vinnutíma styttist vinnutími starfsfólks
sem nemur 13 mínútum á dag eða 65
mínútum á viku miðað við 40 stunda
vinnuviku. Áhugavert verður að fylgjast
með framvindu þessa verkefnis en
of stutt er liðið síðan breytingar tóku
gildi til að hægt sé að fjalla um áhrif
styttingar vinnuviku á starfsfólk.
Menntamiðja hefur verið starfrækt frá árinu
2012 og hefur nú verið skrifað undir samkomu-
lag um áframhaldandi rekstur hennar til ársins
2024. Þeir sem standa að Menntamiðju eru, auk
Kennarasambands Íslands, Menntavísindasvið
Háskóla Íslands, Mennta- og menningarmála-
ráðuneyti, Skóla- og frístundasvið Reykja-
víkurborgar, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn
í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Menntamála-
stofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Í fréttatilkynningu segir að markmið
Menntamiðju sé að vera gátt að starfsþróun
kennara, stjórnenda og annars fagfólks í
menntakerfinu. Á vefsvæði Menntamiðju verður
miðlað óformlegri starfsþróun sem sprettur
upp úr grasrót faghópa í menntakerfinu, sem og
formlegri starfsþróun af hálfu eigenda Mennta-
miðju. Á Menntamiðju verður hægt að nálgast
upplýsingar um styrki og sjóði sem standa til
boða. Af Menntamiðju verður einnig miðlað
viðburðum og rannsóknum sem eiga erindi við
menntakerfið og hagsmunaaðila þess. Mennta-
miðja verður vettvangur fyrir samstarf aðila
menntakerfisins um þróunarstarf og nýsköpun.
Ritstjórn Menntamiðju tekur afstöðu til efnis
sem miðlað er á Menntamiðju og mótar verklag
þar um.
Með Menntamiðju hefur tekist að skapa
samráðsvettvang á netinu þar sem fólk kemur
saman úr ólíkum áttum þannig að úr verði
suðupottur nýrra hugmynda og þekkingar.
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennara-
sambands Íslands, skrifaði undir samkomu-
lagið fyrir hönd KÍ og sagði við það tilefni:
„Gagnlegasta viðbragð fagstéttar við örum
samfélagsbreytingum er öflug starfsþróun. Með
því móti er hægt að takast á við erfiðleika og
áskoranir og fjölga um leið þeim tækifærum
sem breytingunum geta fylgt. Menntamál eru,
og verða áfram, á hverfanda hveli. Skólakerfið
þarf því aukna áherslu á starfsþróun og aukinn
stuðning við forystuhlutverk kennara í því að
móta faglegt skólastarf. Menntamiðja, með
víðtæku og virku samstarfi, er stórt skref í rétta
átt sem ég fagna innilega.“
Við undirritun fór einnig nýr vefur í loftið,
menntamidja.is.
MYNDIR/KRISTINN INGVARSSON
Gátt að starfsþróun fag-
fólks í menntakerfinu
Viltu gerast
félagi í FKE?
Kennari sem fer á eftirlaun verður
ekki sjálfkrafa meðlimur í Félagi
kennara á eftirlaunum (FKE), heldur
þarf hann að sækja sérstaklega um
það.
Nægilegt er að senda beiðni í
tölvupósti þar sem fram kemur nafn,
heimilisfang, kennitala, heimasími,
farsími og netfang á netfangið
fjola@ki.is.