Skólavarðan - 2021, Qupperneq 12

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 12
12 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 VIÐTAL / Birte Harksen verða ástfangin. Baldur fluttist síðan til Danmerkur og þau bjuggu þar næstu árin. Birte fór í kennaranám og starfaði svo sem grunnskólakennari í Árósum. Þegar Baldri bauðst starf á Íslandi ákváðu þau að grípa tækifærið til að styrkja íslenskukunnáttuna hjá syni þeirra, sem þá var fjögurra ára, auk þess sem Birte sjálf vildi líka læra íslensku betur. Upphaflega var hugmyndin að Birte starfaði sem dönskukennari. Hún segist vera hæstánægð með að hafa sótt um vinnu í Heilsuleikskólanum Urðarhóli sem þá var nýstofnaður. Það var einmitt þar sem sonur hennar hafði fengið leikskólapláss. „Mér fannst gam- an að kenna í grunnskóla í Danmörku,“ segir Birte, „en þegar ég fór að vinna í leikskóla á Íslandi áttaði ég mig á því að það var mín raunverulega köllun að vinna með börn á leikskólaaldri.“ Birte tók síðar viðbótardiplómunám við HA og fékk þá leyfisbréf sem leikskóla- kennari. Tónlistarstarfið á Urðarhóli Birte er fagstjóri í tónlist og fer á milli deilda Urðarhóls. „Ég fer á hverja deild einu sinni í viku og er með söngstund og ég sé líka um danstíma einu sinni í viku. Mér finnst það vera forréttindi að fá að vera með öllum börnum leikskól- ans og upplifa hvað þau hlakka til að fá mig til sín.“ Þetta hefur Birte gert í mörg ár og má segja að það sé megin- hlutinn af starfi hennar. Tónlistarstarfið er þó ekki hennar eina hlutverk því að hún er líka hluti af starfsmanna- hópnum á einni deild og var í mörg ár deildarstjóri þar. Birte er ánægð með að vera hætt sem deildarstjóri en finnst nauðsynlegt að halda áfram almennu starfi á deild en hún segir að starfið gæti orðið of einhliða ef það snerist bara um tónlist. „Ég hef líka gaman af sögu- stundum, skapandi starfi, drullumalli og göngu túrum svo að eitthvað sé nefnt.“ Birte tekur frumkvæðið að því að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd og hún hefur verið svo heppin að leikskólastjórarnir í Heilsuleikskól- anum Urðarhóli hafa gefið henni svig- rúm og tækifæri til þess. Þegar hún á sínum tíma fékk hugmyndina að því að þróa tónlistarstarf leikskólans meira og bað um leyfi til að vera með söngstundir á öllum deildum var því vel tekið af Unni Stefánsdóttur heitinni, stofnanda heilsuleikskólahreyfingarinnar og þáverandi leikskólastjóra á Urðarhóli. „Þessi jákvæðu viðbrögð frá Unni voru mér líka hvatning til að sækja um þróunarstyrk til verkefnis sem ég kallaði Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf í leikskóla en það varð síðar að vefnum Börn og tónlist.“ Maja maríuhæna Þróunarverkefnið Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf bar reyndar líka annan ávöxt, en það var geisladiskurinn Maja maríuhæna og önnur barnalög sem Birte gaf út með hjálp Sigtryggs Baldurssonar árið 2007. Á disknum eru m.a. vinsæl dönsk barnalög sem Birte og Baldur, eiginmaður hennar, þýddu yfir á íslensku. Þekktust þeirra eru eflaust Maja maríuhæna og Ruggutönn. Einnig er frumsamið lag eftir Birte á disknum en það heitir Álfadrottningin. Þar er álfadrottning að reyna að lokka börnin til að dansa við sig, en þau vita að það er hættulegt og segja því ákveðið nei. „Þetta lag er alltaf sungið á þorrablótum á Urðarhóli.“ Birte segir frá því þegar diskurinn varð til: „Sigtryggur var með barn á deildinni hjá mér og tók eftir því að við vorum að syngja öðruvísi lög. Hann bauðst til að hjálpa mér að búa til disk og ég trúði varla eigin eyrum. Fyrst gerðum við bara upptökur af mér og gítarnum og síðan fengum við fjögur börn úr leikskólanum til að koma með í stúdíóið hans og syngja með í sumum lögunum. Sigtryggur bætti síðan inn áslætti og fleiri hljóðfærum og hljóð- blandaði þessu.“ Birte tekur fram að þetta sé bara lítill áhugamannadiskur sem aldrei hafi verið seldur í plötubúðum eða eftir Þau brosa og ég brosi og ég hlæ og þau hlæja. Birte tekur frumkvæðið að því að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og hún hefur verið svo heppin að leikskólastjórarnir í Heilsuleikskólanum Urð- arhóli hafa gefið henni svigrúm og tækifæri til þess.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.