Skólavarðan - 2021, Side 26

Skólavarðan - 2021, Side 26
26 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 VIÐTAL / Rakel Guðmundsdóttir Við erum talsvert umburðarlynd hérna gagnvart hinsegin- leikanum, allavega miðað við sum lönd. R akel Guðmunds- dóttir hefur verið kennari við Hlíðaskóla síðan 1992. Hún fór í meistaranám fyrir nokkrum árum og þegar kom að því að velja rannsóknarefni fyrir lokarit- gerð kaus hún að byggja það á reynslu sinni sem kennara trans stelpu sem hóf nám við skólann í 1. bekk fyrir nokkrum árum síðan, en Rakel hefur verið umsjónarkennari hennar. Ritgerðin kallast Undir regnboganum – fyrstu skref trans barns í nýju kynhlutverki innan grunnskóla. Rakel segir að þegar stelpan hóf nám við skólann hafi hún og aðrir starfsmenn verið svolítið ráðalaus varðandi bestu leiðina til að taka á móti henni. „Við höfðum ekki áður verið með svona ungt trans barn í skólanum en ferlið var í rauninni hafið hjá henni; hafði gert það í leikskóla. Ég hugsaði til allra barna með óhefðbundna kyntján- ingu sem ég var búin að kenna og vita af í skólanum og okkur langaði að gera þetta vel. Einhver börn höfðu komið út sem trans á unglingsárunum eða jafnvel eftir útskrift. Þarna kom upp sú hugmynd að skoða hverju við þyrftum helst að huga að í skólanum og hvernig það myndi ganga fyrir sig. Við sáum auglýstan styrk frá Sprotasjóði undir yfirskriftinni „Vellíðan barna í skóla“ og okkur datt í hug að sækja um hann með hinsegin börn í huga og svo fengum við þennan styrk. Við stofnuðum þá teymi sem við köllum „hinsegin teymið“ og höfum við hist og rætt saman auk þess að hafa fengið Samtökin 78 til að koma með fræðslu. Þó það hafi aðallega verið gert í unglingadeild þá viljum við að það sé fræðsla alveg frá 1. bekk og upp úr. Krakkar á yngsta stigi hafa til dæmis fengið fræðslu um trans þegar þau læra um líkamann og einnig hefur verið talað við eldri krakka í skólanum um upplifun á kyni. Við flöggum hinsegin fánanum á vissum dögum og þá fá kennarar litla regnbogafána inn í stofurnar sínar. Við höfum einnig keypt bækur á bókasafnið sem endurspegla margbreytileikann.“ Ekkert leyndarmál Meistaraverkefni Rakelar fjallar um reynslu rótgróins skóla af því að takast á við nýja áskorun, upplifun umsjónarkennara af þeim sömu aðstæðum og síðast en ekki síst um reynslu foreldra og trans barns sem er að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu foreldris og skólasamfélags af því að styðja barn í gegnum það ferli að lifa samkvæmt öðru kynhlutverki en því var úthlutað við fæðingu. Fylgst var með upphafi skólagöngu hjá stelpunni og rýnt í hvaða áhrif það hafði á skólavett- vanginn og rannsakanda sem um- sjónarkennara. Sömuleiðis var skoðuð reynsla foreldris af því að leiða barnið sitt fyrstu skrefin í því að lifa í nýju kynhlutverki. Rakel segir að það komi fram í ritgerðinni að auðvitað séu trans börn ólík hvert öðru, rétt eins og önnur börn, og hún segir að í tilfelli stelpunnar hafi félagslega umbreytingin (svo sem nafnabreyting) átt sér stað áður en hún Fjölbreytileiki Trans börn eru fyrst og fremst börn Rakel Guðmundsdóttir, kennari við Hlíðaskóla, hlaut í vetur viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi meistaraverkefni. Hún byggði það að miklu leyti á nemanda sínum, trans stelpu sem hóf nám við skólann í 1. bekk. hóf nám við skólann. „Við þurftum ekki að tilkynna neitt í skólanum en foreldarnir réðu ferðinni svolítið með þetta og komu á haustfund þar sem þau sögðu foreldrum frá reynslu barnsins. Aðstæður innan sumra fjölskyldna geta verið þannig að foreldrar treysta sér ekki til að fara þessa leið en í þessu tilfelli vildu foreldarnir hafa allt uppi á borðinu en þeir höfðu gert það á leikskólanum þar sem þeir höfðu tilkynnt öllum foreldrunum þegar þessi umbreyting átti sér stað þannig að allir vissu. Það var ekkert leyndarmál eða pukur með þetta.“ Rakel segir að allt hafi gengið vel frá því að stelpan kom í skólann og að ekkert sem tengist því að hún sé trans hafi orðið henni til trafala. „Þannig að samskipti og bara það að fara í gegnum skólagöngu rétt eins og önnur börn hefur gengið vel. Ég passaði svolítið upp á samskiptin og spáði í hvað hin börnin segðu, eða öllu heldur hvort þau segðu eitthvað sem væri óviðeigandi. Börn eru forvitin og ég vissi ekkert hvert þessi forvitni myndi leiða þau. Við ákváðum strax að fræðsla væri nauðsynleg, og þá alveg frá 1. bekk og náttúrlega líka fyrir starfsfólk. Þannig að allur skólinn fékk fræðslu þar sem talað var um trans- hugtakið. Hjá yngstu börnunum fylgdi það fræðslunni að ef þau vildu spyrja að einhverju væri heppilegra að spyrja einhvern fullorðinn heldur en barnið sjálft – því að mörg þeirra þekktu auðvitað stelpuna. Eftir að hinsegin teymið var stofnað hittum við svo kennara og starfsfólk og kynntum okkar hug- myndir sem byggðust meðal annars á því að huga að orð- ræðu innan skólans þar sem hinsegin orð væru notuð í neikvæðum tilgangi. Eins höfum við viljað sporna gegn því að kyn væri notað sem leið til að skipta nemendum í hópa þar sem vel mætti nota aðrar leiðir.“ Rakel segir að starfsfólk hafi í byrjun haft mestar áhyggjur af búningsklefum og sundkennslu. „Það var því eiginlega svolítil uppgötvun að komast að því að þetta barn hafði bara nákvæmlega sömu áhyggjur og hin börnin – að missa af sundrútunni. Og það fylgdu því engar sérstakar áhyggjur að fara í einkaklefa. Það var eitthvað sem hún var orðin vön. Og enginn af hinum krökkunum spáði sérstaklega í það, eða það var næg útskýring að segja að trans stelpa færi í einkaklefa. Í raun- inni hafði barnið aldrei skilgreint sig annað en stelpu og hafði alltaf talað um sig í kvenkyni eftir að hún fór að tala og hafði aldrei klikkað á því. Hún var Svava Jónsdóttir skrifar

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.