Skólavarðan - 2021, Side 29
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 29
Helga Sighvatsdóttir / VIÐTAL
Tónlistarskóli
Árnesinga í
hnotskurn
Stofnaður 1955
Nemendur 500
Forskólabörn í
2. bekk 260
Nemendur
koma úr 8
sveitarfélögum
Kennt er á 14
stöðum
Kennarar eru
37
Áratuga störf fyrir KÍ
Helga hefur einnig helgað krafta sína
Kennarasambandinu og hefur átt sæti í
kjörstjórn síðan árið 1996 og gegnir nú
formennsku í stjórninni. „Ég er hálf-
gerður forngripur innan KÍ en ég hef
alltaf haft áhuga á starfsemi sambands-
ins, byrjaði sem trúnaðarmaður fyrir
margt löngu, komst þá að því hvað ég
vissi lítið og fór að afla mér upplýsinga.
Þetta var á þeim tíma sem Sigríður
Sveinsdóttir var formaður Félags
tónlistarskólakennara en við vorum
samstarfskonur og þannig leiddist ég
fyrst í félagsmálin,“ segir Helga.
Kjörstjórn KÍ ber ábyrgð á öllum
atkvæðagreiðslum sambandsins, svo
sem formannskjöri og þegar félags-
menn kjósa um nýja kjarasamninga eða
um hvort fara eigi í verkfall. Verkefni
kjörstjórnar eru mismikil eftir árum,
en sem dæmi þá fundaði kjörstjórn átta
sinnum á síðasta ári og hélt 12 atkvæða-
greiðslur. „Þessi vinna hefur verið
ánægjuleg og óhætt að segja að maður
hafi lifað tímana tvenna í þessu. Fyrstu
minningar mínar eru hlaðin borð með
umslögum og kjörskrár sem þurfti
að stemma af. Nú eru kosningarnar
rafrænar en ábyrgðin er sú sama, það
má ekkert klikka og ævinlega þarf að
vanda til verka.“
búa að. Þá vil ég nefna að lykilmaður í
að koma þessu öllu af stað er Sigurgeir
Skafti Flosason rafbassakennari, en
hann hefur leitt okkur áfram,“ segir
Helga og bætir við að kennarahópurinn
hafi þegar sótt upptökunámskeið og
fram undan sé námskeið í eftirvinnslu.
„Þessi þekking á án vafa eftir að
glæða starfið hjá okkur og mun nýtast
við tónleikahald og fleira. Við segjum að
tæknibyltingin sé hafin og gangi hægt
en bítandi.“
Þótt áhrifa COVID-19 hafi gætt í
starfi tónlistarskólans segir Helga að
sem betur fer hafi ekki þurft að loka
skólanum.
„Það var auðvitað mikilvægt að
halda úti kennslu allan tímann, þótt
með öðrum hætti hafi verið. Við slupp-
um líka vel þegar kemur að starfsfólk-
inu, aðeins einn starfsmaður veiktist.
Að því leyti hefur þetta ekki lagst þungt
á okkur. Við erum auðvitað reiðubúin ef
fleiri bylgjur koma – tökum því sem að
höndum ber eins og aðrir.“
Blómlegt tónlistarlíf
Yfir fimm hundruð nemendur stunda
nám í Tónlistarskóla Árnesinga og segir
Helga tónlistarlíf á Suðurlandi blómlegt
og gott. Margir kórar eru starfandi og
þá hefur Sinfóníuhljómsveit Suður-
lands, sem var stofnuð í haust, hleypt
lífi í menningarlífið. Stofnandi sveitar-
innar er Guðmundur Óli Gunnarsson,
en hann vann einnig að uppbyggingu
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fyrir
um aldarfjórðungi.
„Sinfóníuhljómsveitin er góð við-
bót í tónlistarlífið hér og gaman að segja
frá því að fyrsta verkefni hennar var að
leika fyrir grunnskólabörn á svæðinu.
Það náðist að halda tónleika í Þorláks-
höfn, Hveragerði og uppsveitum, en
Árborg varð að bíða vegna COVID,“
segir Helga.
Mikilvægi tónlistarnáms er Helgu
hugleikið enda þekkir hún af eigin
raun hversu þroskandi og gott er fyrir
börn og ungmenni að stunda slíkt nám.
„Það gefur börnum mikið að ná færni
í hljóðfæraleik og kannski ekki síður
að læra að njóta tónlistar. Þetta sjáum
við í okkar daglega starfi en við vitum
líka að rannsóknir sýna ótvírætt hversu
tónlist og tónlistariðkun hefur almennt
góð áhrif.“
„Nýjar rannsóknir styðja þessa
kenningu og nægir að nefna niðurstöð-
ur sem dr. Helga Rut Guðmundsdóttir,
prófessor á Menntavísindasviði HÍ,
hefur kynnt. Í þeim kemur fram að
tónlistarnám hjálpi börnum að læra
að einbeita sér og það hefur auk þess
varanleg góð áhrif á heilastarfsemina.
Þetta eru áhugaverð vísindi sem mætti
tala miklu meira um.“ Sigurgeir Skafti Flosason fræðir kennara á námskeiði um
upptökutækni.
Eyrún Huld Ingvarsdóttir ásamt meðleikara sínum, Einari Bjarti
Egilssyni, á upptökudegi fyrir F. Janiewicz-fiðlukeppnina sem
haldin var í haust. Eyrún Huld vann í sínum aldursflokki.
Frá æfingu blásarasveitar á Selfossi.
Helga Sighvatsdóttir hefur starfað í Tónlistarskóla Árnesinga
síðan 2000 og verið skólastjóri síðan 2018.