Skólavarðan - 2021, Síða 33
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 33
Orlofssjóður / KENNARASAMBANDIÐ
Kelduhverfi
Fnjóskadalur – IllugastaðirFnjóskadalur – LundsskógurAkureyri
Bárðardalur
Fnjóskadalur – Selgil
Hallormsstaður
Stöðvarfjörður
Fljótsdalur Skriðdalur
Einarsstaðaskógur
Skógargerði – Litli Hagi
Sumarið
2021
Félagsmenn geta keypt flugávísanir, afslátt-
armiða á hótelum, gönguferðir og fleira á
niðurgreiddu verði
Ferðaávísanir fyrir hótelgistingar innan-
lands
Félagsmenn geta keypt niðurgreidda ferðaávís-
un sem hægt er að nota til að greiða gistingu á
ýmsum gististöðum innanlands. Félagsmenn
kaupa ferðaávísun á Orlofsvefnum, bóka
gistingu á gististað og greiða að hluta eða fullu
fyrir gistinguna með ávísuninni.
Hægt er að skoða hvaða gististaðir taka við
ávísun inni á Orlofsvefnum.
Ferðaávísanir eru niðurgreiddar um 25% af
OKÍ, hámarksupphæð niðurgreiðslu er 12.000
kr. á ári.
Gjafabréf Úrval-Útsýnar og Sumarferða
Þau gilda sem 30.000 kr. innborgun í allar
auglýstar pakkaferðir ferðaskrifstofanna, nema
í tilboðsferðir og ferðir um páska og jól.
Hver félagsmaður getur keypt tvo miða á
ári.
Gjafabréf hjá Icelandair, Air Iceland
Connect og Flugfélaginu Erni
Gjafabréf Icelandair kosta 12.000 kr. (með
punktafrádrætti) og 13.500 kr. (án
punktafrádráttar) og gilda sem 15.000
kr. upp í farseðil með Icelandair.
Gjafabréf Air Iceland Connect
kosta 5.740 kr. (með punktafrádrætti)
og gilda sem 7.500 kr. upp í farseðil
innanlands.
Gjafabréf með Flugfélaginu
Erni kosta 15.000 kr. til Hafnar í
Hornafirði eða Húsavíkur aðra leið.
Gjafabréfið gildir sem ferð aðra leið.
Gildir eingöngu fyrir félagsmenn.
Útilegukortið
Útilegukortið veitir tveim fullorðnum og
fjórum börnum undir 16 ára fría gistingu
á tjaldsvæðum samstarfsaðila í allt að 28
gistinætur. Sjá tjaldstæði á utilegukortid.is.
Veiðikortið
Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að
36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Kortið
gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14
ára veiða frítt í fylgd korthafa. Kortið kostar
5.325 kr. með niðurgreiðslu frá OKÍ. Sjá nánar á
veidikortid.is.
Styrkur vegna göngu og bátsferða
Félagsmenn geta sótt um styrk, að hámarki
7.500 kr/15 pt, vegna göngu- og bátsferða
(ekki ferjur, t.d. Baldur og Herjólfur) sumarið
2021 á vegum viðurkennds ferðaskipuleggj-
anda. Félagsmenn þurfa að senda reikning/
greiðslukvittun vegna ferðarinnar og númer
bankareiknings á orlof@ki.is.
Sérkjör fyrir
félagsmenn KÍ