Skólavarðan - 2021, Síða 39

Skólavarðan - 2021, Síða 39
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 39 Menntamálaráðherra / VIÐTAL afgreitt á þingi innan fárra vikna. Þetta er í fyrsta sinn sem Menntastefna er lögð fyrir Alþingi. „Markmið stjórnvalda með mótun menntastefnu til ársins 2030 er að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur í umhverfi þar sem allir skipta máli og allir geta lært,“ segir í kynningu á stefnunni á vef stjórnarráðsins. „Við erum að leggja fram stefnu og tillögur að aðgerðum til tíu ára. Að baki er mikil undirbúningsvinna þar sem margir hafa komið að málum. Við efndum til fundaraðar 2018 og 2019 þar sem fulltrúar skólasamfélags- ins; kennarar, stjórnendur, nemendur og foreldrar tóku þátt ásamt ýmsum fulltrúum hagsmunasamtaka og atvinnulífsins. Ég tel að við höfum náð að stilla vel saman strengi og ég tel að Menntastefnan eigi eftir að gagnast vel; við höfum á mörgu góðu að byggja en um leið er nauðsynlegt að horfa til framtíðar. Við erum að vinna í aðgerðaáætlunum, sumar eru komnar í gang en við höfum líka afgreitt mikilsverð atriði. Eitt af því er nýtt leyfisbréf til kennslu. Ég er afar ánægð með það enda hefur það í för með sér hreyfanleika milli skólastiga og aukin réttindi kennara. Þeir geta nú sérhæft sig í ákveðinni grein, til dæmis íslensku eða stærðfræði, og ef þeir uppfylla kröfur um færni og hæfni geta þeir fylgt ákveðnu aldursstigi eftir; fært sig milli skólastiga, á milli leik- og grunnskóla og milli grunn- og framhaldsskóla,“ segir Lilja. Grípum krakkana strax Umræða um lesskilning hefur verið nokkur undanfarin misseri og meðal annars rætt um stöðu barna og ungmenna sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Lilja segir stöðu þessara barna hafa verið sér hugleikna frá því hún sat í menntaráði borgarinnar árið 2006. „Ég hafði frumkvæði að því að gerð var könnun á hversu mörg tungumál voru töluð í skólum borg- arinnar. Skýrslan gekk undir nafninu Liljuskýrslan. Þátttakan í menntaráði var góður undirbúningur fyrir starfið hér í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Eitt af því sem hefur verið sett á laggirnar eru stöðupróf fyrir krakka af erlendum uppruna. Þetta segir Lilja að sé tilraunaverkefni í efra Breiðholti og hafi gefið góða raun. „Stöðuprófið hjálpar kennurum að beita snemmtækri íhlutun þannig að hægt að sé að kalla eft- ir viðeigandi aðstoð. Kennarar hafa sagt að oft sjái þeir hvernig landið liggur á tveimur vikum og þá sé hægt að bregðast við – í stað þess að bíða eftir greiningu. Kerfið okkar hefur verið of greiningadrif- ið. Við þurfum að setja aukna fjármuni í verkefnið og treysta bæði kennurum og skólastjórnendum í leik- og grunnskól- um til að aðstoða börnin og fá til þess beinan fjárstuðning. Málið er að grípa inn í strax,“ segir Lilja. Jöfn tækifæri allra barna til menntunar eru Lilju hugleikin. „Börn sem hafa annað móðurmál en íslensku eru auðlind fyrir samfélagið. Besta leiðin til að styðja þau er að hefjast handa í leikskóla, til dæmis með því að veita stuðning þegar kemur að málörv- un. Við bindum vonir við að geta nýtt árangur sem næst í tilraunaverkefninu í Breiðholti þannig að öll börn njóti góðs af. Markmiðið er að öll börn búi við sömu tækifæri – það er það besta sem við getum gert fyrir samfélagið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. öflugri en áður. Við gerum þetta af þeirri einföldu ástæðu að það eru kennararnir sem drífa áfram framfarir í menntakerfinu – og til að það geti orðið þarf að skapa kennarastéttinni rými til að þróa sig í starfi og endurmennta. Þetta er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að við erum á leið inn í hagkerfi þar sem reynir mikið á hug- og verkvit og nýjar lausnir. Þarna höfum við verkfærin á einum stað,“ segir Lilja og bætir við að þetta sé eitt af stóru málunum sem hún leggi mikla áherslu á og að ríkisstjórnin sé jafnframt meðvituð um mikilvægi málaflokksins. „Það er svo mikið að gerast í tækniþróun og nýsköpun og sífellt eru að koma fram nýjar leiðir til að nýta tæknina í skólakerfinu. Við þurfum líka að að spá í hvernig við tökum á móti ungu fólki sem hefur alist upp í stafrænum heimi sem við gerðum ekki. Það er allt annað að kenna börnum sem eru fædd 2006 en 1999. Á þessu sviði þarf að hlúa sérstaklega að kennurum og í raun mun meira en hjá flestum öðrum starfsstéttum,“ segir Lilja. Menntastefnan sögulegt plagg Þegar Lilja er spurð hvað sé skemmtileg- ast í starfi ráðherra er hún fljót til svars. „Það er að heimsækja skóla og kynna mér skólastarf. Við þurfum að hlusta á skólafólk og heyra hvaða hugmyndir þau hafa í menntamálum, og auðvitað erum við ekki sammála um alla hluti. Þá tel ég afdráttarlaust að menntamálaráðuneytið eigi að hafa yfirsýn og vera í forystu í málefnum allra skólastiganna, jafnvel þótt ríkið sé ekki framkvæmda- aðili í leik- og grunnskólum. Ég hef frá upphafi lagt áherslu á þetta atriði en hlutirnir breyttust 1996 þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélag- anna. Þá lögðu forverar mínir í embætti kannski meiri áherslu á framhaldsskól- ann en gátu bent á Sambandið þegar rætt var um leik- og grunnskóla. Að mínu viti eiga leik- og grunnskólar að vera okkar öflugustu skólastig því þar er grunnurinn lagður að öllu sem á eftir kemur.“ Samstillt menntastefna og menntaumbætur verða að sögn Lilju að vera á borði ráðuneytisins. „Við ætlum samt ekki að ráða öllu heldur miklu frekar að vera leiðandi í menntaum- bótum, vera aðilinn sem samhæfir og kallar fagfólkið að borðinu; svo sem fulltrúa háskólanna, kennaraforystuna og fulltrúa sveitarfélaganna.“ Menntastefna til 2030 liggur fyrir Alþingi og er í þinglegri meðferð. Lilja segist binda vonir við að málið verði Ég tel mikilvægt að fjölga kennurum sem búa yfir þekkingu til að taka á móti nýlið- um í kennslu. Fjölgun í kennaranámi Umsóknum um kennaranám fjölgaði verulega milli ára í háskólunum fjórum á árinu 2020 miðað við árið 2019. Fjölgunin á Menntavísindasviði HÍ var þannig: Fjöldi nemenda 2019 Hlutfallsleg fjölgun nemenda 2020 miðað við 2019. 100% 118% 85% 47% 67% 100% 100% 100% framhaldsnám leikskólakennara grunnskóla- kennaranám framhaldsskóla- kennaranám íþróttakennaranám

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.