Skólavarðan - 2021, Page 50
50 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
KENNARINN / Mælistikan
Skólavarðan mælir með
Saga Google, svefn og
kennarastofuspjall
Það er tilvalið að stúdera svefninn eða hlusta á hlaðvörp að vinnudegi loknum. Margt annað
má líka gera, svo sem slaka á fyrir fram sjónvarpið og njóta vandaðrar þáttagerðar. Hér eru
hugmyndir Skólavörðunnar um dægrastyttingu.
Kennarastofan
Hlaðvarp þar sem kennarar spjalla
Nýtt hlaðvarp þar sem Þorsteinn Sürmeli,
kennari við Keili á Ásbrú, ræðir við kennara
um nám og kennslu í breyttum heimi. Í
fyrsta þættinum ræðir hann við Heiðu
Björgu Árnadóttur, kennara á unglingastigi
í Stapaskóla. Þau spjalla um teymiskennslu
sem kennarar við skólann hafa verið að
þróa. Kennarar eru hvattir til að tísta með
myllumerkinu #kennarastofan á Twitter.
Land of the Giants
Hlaðvarp
Viltu vita allt um sögu Google? Áhugaverð
umfjöllun um fyrirtækið Google þar sem
fjallað er um hugsjónirnar, allar tilraunirnar
og nýsköpunina og hvernig þetta veldi varð
til sem snertir líf flestra á hverjum degi.
Einnig eru þáttaraðir um Netflix og Amazon.
Höllin
Netflix
Tökur standa nú yfir á fjórðu seríu Borgen
eða Hallarinnar eins og þáttaröðin kallast
á íslensku. Hægt er að horfa fyrstu þrjár
seríurnar á Netflix og verða engin svikin
af því. Sidse Babett Knudsen er náttúrlega
frábær í hlutverki stjórnmálakonunnar
Birgitte Nyborg. Það getur verið ágætt að
rifja gömlu þættina upp en þeir hófu göngu
sína árið 2010. Ráðgert er að Borgen 4 verði
frumsýnd snemma á næsta ári.
Þess vegna sofum við
Forlagið, bók og hljóðbók
Þess vegna sofum við er býsna mögnuð
lesning um mikilvægi svefnsins og hvaða
skelfilegu afleiðingar svefnleysi getur haft á
líkama og sál. Höfundurinn Matthew Walker
taugasérfræðingur útskýrir leyndardóma
svefnsins með afar aðgengilegum hætti;
flókin líffræðileg atriði verða skiljanleg með
frábæru líkingamáli Walkers. Leikarinn
Arnar Jónsson fer líka á kostum í hljóðbók-
inni; svo þýður er lesturinn að auðvelt er að
detta út af við hlustun. En það er einmitt það
sem höfundurinn vill.
Skólaþræðir
Vettvangur fyrir skólafólk
Á vefsíðunni Skólaþræðir eru birtar greinar
um þróunar- og umbótastarf í skólum og
fréttir af áhugaverðu skólastarfi. Óhætt er
að mæla með heimsókn á þessa vefsíðu
enda þjónar síðan öllum skólastigum og
birtir mjög fjölbreytt efni. Vefslóðin er
skolathraedir.is.
DNA
Sjónvarpsþættir á RÚV
Danskir sakamálaþættir um lögreglu-
manninn Rolf Larsen. Fimm árum eftir
hvarf barnungrar dóttur hans finnur hann
sönnun þess að mögulega sé hún enn á
lífi. Hann leitar svara um leið og hann
vinnur að svipuðu máli með aðstoð fransks
rannsóknarlögreglumanns. Óbærileg spenna
og djúpar siðferðilegar spurningar. Allt sem
einkennir úrvals danskt sjónvarpsefni.