Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 4
Nafn og hvenær fæddur og hvar?
Ásgrímur L. Ásgrímsson, Reykja-
vík 17. september 1963.
Hversu gamall varstu þegar þú byrjað-
ir á sjó?
Var frá unga aldri með pabba mínum
að þvælast á björgunarbátnum Gísla J.
Johnsen í Reykjavík en lögskráðist fyrst á
skip vorið 1982 á milli bekkja í mennta-
skóla.
Hvaða ár laukstu varðskipadeild?
Fór ekki hefðbundnar leiðir. Útskrif-
aðist úr menntaskóla 1983 en var í fram-
haldinu samþykktur sem „cadet“ í sjó-
liðsforingjaskóla US Coast Guard. Út-
skrifaðist þaðan vorið 1987 með há-
skólagráðu í „stjórnun“ og skipstjórnar-
réttindi á bandarísk varðskip.
Hvenær gekkstu til liðs við Landhelgis-
gæsluna og hvað varð til þess?
Ég fór í nám hjá US Coast Guard
Academy sumarið 1983 fyrir tilstilli
Gunnars Bergsteinssonar fyrrverandi for-
stjóra Landhelgisgæslunnar. Ávallt ljóst
að ég kæmi til baka og starfaði hjá stofn-
uninni. Var þó boðið að gerast banda-
rískur þegn og hljóta skipunarbréf frá
forseta Bandaríkjanna sem foringi í US
Coast Guard. Var freistandi en þakkaði
fyrir gott boð og kom heim undir lok
níunda áratugarins.
Á hvaða skipum hefur þú verið og
hvert þeirra er eftirminnilegast?
Hef verið á ýmsum skipum, togara,
gámaflutningaskipinu Helgafelli, varð-
skipunum Árvak, Óðni, Tý og Ægi og
mælinga- og eftirlitsskipinu Baldri. Var
þar skipstjóri í mörg ár en ég fór í sér-
hæft 10 mánaða nám hjá US Naval
Oceangraphic Office árið 1989 til að læra
sjómælingar og sjókortagerð. Einnig
skipstjóri á björgunarskipunum Henrý A.
Hálfdánarsyni og Ásgrími S. Björnssyni í
sjálfboðaliðsstarfi fyrir Slysavarnafélagið
Landsbjörg. Var sjóliðsforingjaefni um
borð í USCG skipunum Eagle, Unimak,
og Point Turner og síðan sjóliðsforingi og
vakthafandi í brú um borð í USCGC
Chilula WMEC 153.
Eftirminnilegast er þjálfun mín um
borð í skólaskipinu USCGC Eagle sem
er þrímastra barkur sem US Coast Guard
Academy gerir út og sendir nemendur
sína um borð í árlega til að þjálfa í sjó-
mennsku og skipstjórn. Skipið var smíð-
að 1936 fyrir þýska sjóherinn sem þjálf-
unarskip en bandaríska Strandgæslan tók
það yfir í lok heimsstyrjaldarinnar síðari
og gerði að skólaskipi. Sigldi á því fjögur
sumur, fyrstu tvö sumrin sem sjóliði sem
þurfti að klifra upp í rá og reiða hvenær
sem á þurfti að halda en næstu tvö sem
yfirmaður sem stýrði slíkum aðgerðum
og skipinu sjálfu.
Eftirminnilegasti skipstjóri sem þú
hefur siglt með?
Þeir eru margir en mig langar til að
minnast á skipherra hjá Landhelgis-
gæslunni sem ef til vill lítið hefur verið
minnst á í gegnum tíðina en reyndist mér
góður skipsfélagi og vinur. Þetta er Frið-
geir Olgeirsson sem síðar bar beinin í
Suður-Afríku og hvílir þar nú. Mér
fannst gott að umgangast þennan mann
og kunni virkilega vel við hann. En svo
hafi allir þessir menn sem ég hef borið þá
gæfu að fá að sigla með haft sinn sjarma.
Hver er skemmtilegasti maður sem þú
hefur verið með til sjós?
Hann heitir Haukur Sigurðsson og var
stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, á
Herjólfi I, sjómælingamaður og margt
fleira. Hann er hafsjór af fróðleik um sjó-
mennsku frá síðustu öld. Það þarf að taka
Kallinn í brúnni
4 – Sjómannablaðið Víkingur
Ásgrímur L. Ásgrímsson
Ásgrímur L. Ásgrímsson í brúnni á varðskipinu Tý – eða Ægi.