Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur Etna tilbúin að gjósa Einstaka sinnum er ferðinni heitið inn í Miðjarðarhafið og hef ég nokkrum sinn- um siglt inn í Svartahaf til Samsun í Tyrklandi og Balchik í Búlgaríu og er þá siglt hið fræga Bosporussund við Istanbul og áhugavert að sjá Asíu á aðra hönd en Evrópuhluta borgarinnar á hina. Það ger- ist ekki oft að við siglum á svo framandi slóðir en kemur þó fyrir. Ég man líka eftir einni ferð norður Adríahafið til Ravenna á Ítalíu en sú borg er skammt frá Feneyjum. Sigldum við þá norðan og austan við Sikiley í gegnum Messina sundið þar sem eldfjallið Etna blasti við, en stöðugur reykjarmökkur eða gufustrókur streymir upp úr fjallinu sem virðist ætíð tilbúið að gjósa. Enn önnur sigling og þá í gegnum Korinthu kanalinn eða skurðinn á leið frá Astakos í Grikklandi til Kalamaki er mér í fersku minni. Sá handgerði skipaskurð- ur er aðeins fjórar sjómílur á lengd og ekki nema um 20 metra breiður, með rúmlega 100 metra háa veggi til beggja handa, nokkuð yfirþyrmandi, það var eftirminnilegt. Ekki skal gleyma Íslandssiglingum en við komum heim af og til og lestum lýsi á íslensku ströndinni. Það má því með sanni segja að siglingasvæðið sé fjölbreytt og hafnirnar margar. Sé ekki eftir að hafa valið tankskipabransann Á skipum mínum hafa undanfarin átta ár verið áhafnir frá Myanmar (Burma) en áður fyrr sigldi ég með áhöfnum frá austur Evrópu, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Við erum sex íslenskir skipstjórar sem siglum fyrir Sea Tank Chartering um þessar mundir. Nokkuð samstarf og sam- neyti er á milli okkar skipstjóranna en flestir deilum við skipum með Norð- mönnum og er siglingatími um borð oft- ast fimm eða sex vikur og þá annað eins í fríi. Það er oftast fjölbreytt og skemmtileg vinna að sigla tankskipi hvort heldur það er olíu- eða efnaflutningaskip en auknar kröfur til skipa og áhafna undanfarin ár hafa gert starfið umfangsmeira og því miður er ekkert lát á pappírsvinnunni þrátt fyrir alla nútíma tækni, þvert á móti eykst hún stöðugt. Strangar skoðanir eru gerðar nokkrum sinnum á ári þar sem farið er í gegnum rekstur skipsins, ástand þess, öryggisstjórnunarkerfið og kunnáttu og hæfni áhafnar. Þessar skoðanir eru það tíðar að skipin þurfa á hverjum tíma að vera tilbúin fyrir næstu skoðun sem getur komið óvænt en oftast nær fáum við einhvern tíma til undirbúnings. Ef ég væri að byrja í dag sem ungur yfirmaður myndi ég hiklaust feta sömu braut og velja tankskipabransann sem eins og áður sagði er fjölbreyttur, kröf- uharður en oftast nær áhugaverður, ekki síst vegna hinna mörgu hafna sem við siglum til. Undanfarin 10 ár telst mér til að ég hafi siglt til um 130 hafna á skipum Sea Tank Chartering og eru þá meðtaldar hafnirnar á norsku ströndinni. Þyrluæfing með norsku strandgæslunni. Key South við bryggju í Haugasundi. Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfirði Sími: 564 3338

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.