Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
Gísla Jónssonar. Í október 1937 fékk
togarinn mikinn brotsjó á sig þegar hann
var staddur um 200 sjómílur suðaustur
af Dyrhólaey á leið til Englands í sölu-
ferð með þeim afleiðingum að einn skip-
verji drukknaði. Skipið náði höfn í
Aberdeen og var þá flaki líkast. Skipið lá
lengi í Aberdeen á meðan viðgerð fórr
fram.
Árið 1941 var togarinn gerður út frá
Bíldudal. Í janúar 1945 keypti Gunnar
Guðjónsson skipamiðlari í Reykjavík
skipið og nefndi Kópanes RE-240. Ritu-
vikar Trawlers í Rituvík í Færeyjum,
keypti skipið í febrúar 1947 og nefndi
Skoraklett FD 352. Seldur árið 1953, p/f
Vár í Vestmanna í Færeyjum, og nefnt
Kópanes VN 25. Strandaði við Fær-
eyingahöfn á Vestur-Grænlandi 11 maí
1955 þegar það var á leið frá Davids-
sundi úr veiðiferð. Togarinn eyðilagðist á
strandstað, mannbjörg varð.
Ari RE-147. Þegar þessi mynd var tekin hét skipið Leiknir BA-167.
Togarinn Júní GK strandar við Sauðanes
Öll áhöfnin af togaranum Júní frá Hafnarfirði, sem
strandaði skammt sunnan við Sauðanes, milli Önundar-
fjarðar og Súgandafjarðar í fyrrakvöld, bjargaðist heil á
húfi, og er nú komin til Flateyrar. Tókst björgunarbáti
frá Ingólfi Arnarsyni að selflytja 23 menn úr Júní, en
einn þeirra tók út af flekanum, og bjargaði mótorbátur-
inn Garðar honum. Voru þá aðeins tveir menn eftir í
hinu strandaða skipi, skipstjórinn, Júlíus Sigurðsson, og
fyrsti stýrimaður, Guðmundur Þorleifsson. Tókst björg-
unarsveit frá Suðureyri að bjarga þeim úr landi.
Júní strandaði í norðaustan ofsaveðri og hríð, sem
enn hélzt yfir Vestfjörðum í gærkvöldi, þá með 10-11
vindstigum. Tókst Ingólfi Arnarsyni að finna skipið með
radartækjum sínum í fyrrinótt, og björgunin fór fram í
gærmorgun. Þykir hún hin vasklegasta, og lögðu björg-
unarmenn sig í mikla hættu.
Júní strandaði á sjöunda tímanum í fyrrakvöld við
Sauðanes milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar.
Heyrðu nokkrir togarar neyðarkall hans og fóru þegar á
vettvang. Var kafaldshríð og norðaustanofsarok, er
Ingólfur Arnarson, Júlí úr Hafnarfirði og Skúli Magnús-
son hófu leitina að Júní. Björgun virtist illmöguleg þá, og var kallað á mótorbáta til aðstoðar. Komu Garðar og
Hardy á vettvang seint um kvöldið, en þá var ákveðið að reyna ekki björgun fyrr en með birtu. Hafði Slysavarna-
félagið þá beðið björgunarsveit frá Suðureyri að fara ávettvang, og kom hún á strandstaðinn í gærmorgun eftir
erfiða ferð.
Um níuleytið í gærmorgun virtist Júní um 100 metra frá landi, og er stórgrýtt nokkuð á þessu svæði. Var brim
allmikið og sást ekkert nema hvalbakurinn á skipinu. Mun sennilega hafa komið gat á skipið og sjór gengið inn
í vélarrúmið. Áhöfnin hafði búið um sig á hvalbaknum og beið björgunar. Skyggni var enn slæmt í morgun og
veður ofsi mikill. Björgunin fór fram með þeim hætti, að settur var á flot bátur frá Ingólfi, og fór hann eins langt
í áttina að Júní og unnt var, en lína var höfð á milli bátsins og Ingólfs. Úr þessum björgunarbáti var svo skotið
línu um borð í Júní og tókst síðan að selflytja 23 menn úr Júní yfir í björgunarbátinn áfleka. Einn mann tók þó
út af flekanum, en mótorbáturinn Garðar bjargaði honum.
Björgunarstarf þetta var mjög hættulegt, og lögðu sjómennirnir af Ingólfi sig í allmikla hættu. Þegar þeir
höfðu bjargað 24 mönnum voru tveir menn eftir í skipinu. Reyndi nú björgunarsveitin frá Súgandafirði að bjarga
þeim, og tókst það rétt um hádegið í gær, svo að skipshöfnin af hinu strandaða skipi var þá öll heil á húfi.
Togarinn Júní er 28 ára gamalt skip, sem var upphaflega smíðað fyrir Íslendinga. Héðan var það selt til Fær-
eyja, þaðan til Englands og þaðan var það keypt aftur hingað til lands, er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar eignaðist
það.
Í gærkvöldi barst Árgeir Stefánssyni, framkvæmdastjóra Bæjarútgerðarinnar, skeyti frá skipstjóranum, sent frá
Flateyri, þar sem hann segir, að skipshöfninni líði nú vel, en hún er í landi þar í þorpinu. Togararnir Júlí og Ingólf-
ur Arnarson voru, þegar síðast fréttist til, einnig á Flateyri. Alþýðublaðið 3 desember 1948.
Áhöfnin á Júní GK-345.