Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur Gísla Jónssonar. Í október 1937 fékk togarinn mikinn brotsjó á sig þegar hann var staddur um 200 sjómílur suðaustur af Dyrhólaey á leið til Englands í sölu- ferð með þeim afleiðingum að einn skip- verji drukknaði. Skipið náði höfn í Aberdeen og var þá flaki líkast. Skipið lá lengi í Aberdeen á meðan viðgerð fórr fram. Árið 1941 var togarinn gerður út frá Bíldudal. Í janúar 1945 keypti Gunnar Guðjónsson skipamiðlari í Reykjavík skipið og nefndi Kópanes RE-240. Ritu- vikar Trawlers í Rituvík í Færeyjum, keypti skipið í febrúar 1947 og nefndi Skoraklett FD 352. Seldur árið 1953, p/f Vár í Vestmanna í Færeyjum, og nefnt Kópanes VN 25. Strandaði við Fær- eyingahöfn á Vestur-Grænlandi 11 maí 1955 þegar það var á leið frá Davids- sundi úr veiðiferð. Togarinn eyðilagðist á strandstað, mannbjörg varð. Ari RE-147. Þegar þessi mynd var tekin hét skipið Leiknir BA-167. Togarinn Júní GK strandar við Sauðanes Öll áhöfnin af togaranum Júní frá Hafnarfirði, sem strandaði skammt sunnan við Sauðanes, milli Önundar- fjarðar og Súgandafjarðar í fyrrakvöld, bjargaðist heil á húfi, og er nú komin til Flateyrar. Tókst björgunarbáti frá Ingólfi Arnarsyni að selflytja 23 menn úr Júní, en einn þeirra tók út af flekanum, og bjargaði mótorbátur- inn Garðar honum. Voru þá aðeins tveir menn eftir í hinu strandaða skipi, skipstjórinn, Júlíus Sigurðsson, og fyrsti stýrimaður, Guðmundur Þorleifsson. Tókst björg- unarsveit frá Suðureyri að bjarga þeim úr landi. Júní strandaði í norðaustan ofsaveðri og hríð, sem enn hélzt yfir Vestfjörðum í gærkvöldi, þá með 10-11 vindstigum. Tókst Ingólfi Arnarsyni að finna skipið með radartækjum sínum í fyrrinótt, og björgunin fór fram í gærmorgun. Þykir hún hin vasklegasta, og lögðu björg- unarmenn sig í mikla hættu. Júní strandaði á sjöunda tímanum í fyrrakvöld við Sauðanes milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Heyrðu nokkrir togarar neyðarkall hans og fóru þegar á vettvang. Var kafaldshríð og norðaustanofsarok, er Ingólfur Arnarson, Júlí úr Hafnarfirði og Skúli Magnús- son hófu leitina að Júní. Björgun virtist illmöguleg þá, og var kallað á mótorbáta til aðstoðar. Komu Garðar og Hardy á vettvang seint um kvöldið, en þá var ákveðið að reyna ekki björgun fyrr en með birtu. Hafði Slysavarna- félagið þá beðið björgunarsveit frá Suðureyri að fara ávettvang, og kom hún á strandstaðinn í gærmorgun eftir erfiða ferð. Um níuleytið í gærmorgun virtist Júní um 100 metra frá landi, og er stórgrýtt nokkuð á þessu svæði. Var brim allmikið og sást ekkert nema hvalbakurinn á skipinu. Mun sennilega hafa komið gat á skipið og sjór gengið inn í vélarrúmið. Áhöfnin hafði búið um sig á hvalbaknum og beið björgunar. Skyggni var enn slæmt í morgun og veður ofsi mikill. Björgunin fór fram með þeim hætti, að settur var á flot bátur frá Ingólfi, og fór hann eins langt í áttina að Júní og unnt var, en lína var höfð á milli bátsins og Ingólfs. Úr þessum björgunarbáti var svo skotið línu um borð í Júní og tókst síðan að selflytja 23 menn úr Júní yfir í björgunarbátinn áfleka. Einn mann tók þó út af flekanum, en mótorbáturinn Garðar bjargaði honum. Björgunarstarf þetta var mjög hættulegt, og lögðu sjómennirnir af Ingólfi sig í allmikla hættu. Þegar þeir höfðu bjargað 24 mönnum voru tveir menn eftir í skipinu. Reyndi nú björgunarsveitin frá Súgandafirði að bjarga þeim, og tókst það rétt um hádegið í gær, svo að skipshöfnin af hinu strandaða skipi var þá öll heil á húfi. Togarinn Júní er 28 ára gamalt skip, sem var upphaflega smíðað fyrir Íslendinga. Héðan var það selt til Fær- eyja, þaðan til Englands og þaðan var það keypt aftur hingað til lands, er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar eignaðist það. Í gærkvöldi barst Árgeir Stefánssyni, framkvæmdastjóra Bæjarútgerðarinnar, skeyti frá skipstjóranum, sent frá Flateyri, þar sem hann segir, að skipshöfninni líði nú vel, en hún er í landi þar í þorpinu. Togararnir Júlí og Ingólf- ur Arnarson voru, þegar síðast fréttist til, einnig á Flateyri. Alþýðublaðið 3 desember 1948. Áhöfnin á Júní GK-345.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.