Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27
– 36 –
Þrítugasti- og sjötti togarinn í eigu Ís-
lendinga, Ari RE-147, skráður hér á
landi 30. september 1920, smíðaður hjá
Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi
árið 1920 fyrir Fiskveiðahlutafélagið Ara
fróða í Reykjavík. Lengd 41,45 m.,
breidd 7,10 m., dýpt 3,26 m., brl.
321,07. Knúinn 600 hö. gufuvél. Skip-
stjóri, Jón Jóhannsson.
Kárafélagið í Viðey keypti skipið 14.
janúar 1928, sem hét áfram sama nafni
en fékk skráningarstafina GK-238.
Skráður eigandi 9. janúar 1932 var Út-
vegsbanki Íslands skipið bar þá uppruna-
lega nafnið, Ari RE-147. Selt 3. septem-
ber 1932, Ólafi Jóhannessyni & Co h/f á
Patreksfirði, og nefnt Leiknir BA-167.
Sökk á Halamiðum 2. október 1936.
Áhöfnin, 15 menn, bjargaðist um borð í
togarann Gylfa BA 77 frá Patreksfirði.
– 37 –
Þrítugasti og sjöundi togarinn í eigu Ís-
lendinga, Apríl RE-151, skráður hér á
landi 20. nóvember 1920, smíðaður hjá
Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley
á Englandi árið 1920. Lengd 41,45 m.,
breidd 7,77 m., dýpt 3,20 m., brl.
Vörpuhleri orsakar skipstapa.
Togarinn „Leiknir“ sökk á Halamiðum
Skipverjar yfirgáfu skipið í flýti
Togarinn „Leiknir“ frá Patreksfirði sökk í fyrrinótt á Halamiðum. Skipverjar allir björguðust í bátana og síðan um
borð í togarann „Gylfa“, sem fór með skipshöfnina til Patreksfjarðar, eftir að Leiknir var sokkinn.
Leiknir var að karfaveiðum á Halamiðum og í fyrrakvöld kom allt í einu óstöðvandi leki að skipinu, dælurnar
höfðu ekki við, og er svo mikill sjór var kominn í skipið, að hætta gat verið á ketilsprengingu, neyddust skipverj-
ar til að yfirgefa skipið. Misstu þeir allt sitt dót, nema það, sem þeir stóðu í.
Dagbók 1. vjelstjóra, sem var á verði í vjelarúmi, gefur einna gleggsta hugmynd um, með hverjum hætti
slysið vildi til. Þar segir svo:
„Klukkan 6,10 e. h. kom jeg á vakt og var þá allt í venjulegum gangi.
Klukkan 10 er híft upp á hálfri ferð og stoppi. Kl. 10,15 er vjelin stöðvuð og skellur þá afturhlerinn stjórn-
borðsmegin með óvenju miklu höggi, svo að öryggi fjell úr rafmagnsborðinu, sem var á þilinu, og ljet jeg það í
aftur. Kl. 10,25 tek jeg eftir því, að óvenju mikill sjór er í vjelrúmsbotninum. Þar eð hann var tómur þegar verið
var að hífa, setti jeg því lensidælurnar í gang og tilkynti lekann.“
Því næst lýsir vélstjórinn í dagbókinni ýmsum varúðarráðstöfunum, sem hann gerði, en alt kom fyrir ekki, sjór-
inn jókst jafnt og þjett.
Kl. 10,45 kom skipstjóri niður í vjelarrúm og tilkynti vjelstjórinn honum þá, að hann hefði ekki við að dæla.
Var sjórinn þá kominn upp í sveifar og flaut yfir ketilrúmsgólfið. Klukkan 11 var sjór farinn að renna inn í mið-
eldhólfið og þá gaf skipstjórinn skipun um að yfirgefa skipið.
Skömmu síðar komu togararnir Gylfi og Egill Skallagrímsson á vettvang og fóru skipverjar um borð í Gylfa. Var
síðan komið vírum frá Gylfa um borð í Leikni og hjelt Gylfi af stað með hann í eftirdragi áleiðis til lands.
Leiknir fyltist æ meir af sjó og rúmlega 3 klukkutímum eftir að Gylfi hafði tekið hann í eftirdrag, sökk skipið,
og var þá höggvið á vírana milli skipanna.
Skipið sökk austanvert við Nesdýpi á 56 faðma dýpi, um 25 mílur NV af Sauðanesi.
Gylfi kom til Patreksfjarðar kl. 10 í gærmorgun með skipshöfnina, og leið öllum vel.
Sjópróf byrjuðu kl. 4 í gær.
„Leiknir“ var 321 smálest brúttó að stærð. Bygður í Selby á Englandi árið 1920, og þá keyptur hingað til lands
af hlutafjelaginu „Ari fróði“. Þá hjet skipið „Ari“. 1928 keypti Kárafjelagið í Viðey „Ara“ og árið 1932 núverandi
eigendur þess, Ó. Jóhannesson á Patreksfirði, sem þá breyttu um nafn á skipinu og nefndu það „Leikni“.
Morgunblaðið 3. október 1936.
Ari GK-238, áður Ari RE, á veiðum á sömu miðum og gömlu þilskipin.
Ari RE-147.