Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29 13. júlí 1901 á Bug í Fróðárhreppi. Hann var ókvæntur, en trúlofaður Siglin Grímsdóttur, Sigurðssonar frá Nik- hól í Mýrdal. Hann tók við skipstjórn „Apríls“ í ágúst- mánuði síðastliðnum. Jörgen Pjetur Hafstein. Fæddur 15. nóvember 1905, að Óspakseyri. Foreldrar Marino sýslumaður Hafstein og Þórunn Eyjólfsdóttir; bæði á lífi. 5 systur og 2 bræð- ur. Tók stúdentspróf vorið 1925 og embættispróf í lögum vorið 1929, með 1. einkunn. Fékk utanfararstyrk úr Sáttmálasjóði til framhaldsnáms vorið 1930. Fór utan í maí s.l. og hafði lokið námi í Lundúnum. Kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur í janúar 1930. Hann var farþegi með skipinu. Ólafur Helgi Guðmundsson, 1. stýrimaður. Hann var sonur Guðmundar Guðnasonar skipstjóra, Bergstaða- stræti 26 og konu hans Mattínu Helgadóttur. Hann var fæddur 3. ágúst 1903, ókvæntur og átti heima hjá for- eldrum sínum. Magnús Brynjólfsson, 2. stýrimaður, átti heima á Óðinsgötu 6. Hann var elsti maður á skipinu, 55 ára að aldri, sonur Brynjólfs Bjarnasonar í Engey. – Magnús lætur eftir sig konu, Helgu Stefánsdóttur og tvö börn. Einar Eiríksson, 1. vjelstjóri, átti heima á Bragagötu 21. Hann var fæddur 10. nóv. 1898 í Selkoti í Reykjavík. Hann lætur eftir sig konu, Svanhildi Sigurðardóttur, 3 börn og eitt fósturbarn. Jón Ó. Jónsson, 2. vjelstjóri, átti heima á Njálsgötu 23. Hann var fæddur 7. maí 1892 að Hróaldstöðum í Vopnafirði. Hann lætur eftir sig konu, Margrjeti Ketil- bjarnardóttur og 4 börn öll ung. Margrjet er systir Eggerts Ketilbjarnarsonar sem einnig fórst með Apríl. Friðrik Theodór Theodórsson, loftskeytamaður, átti heima á Marargötu 7, hjá foreldrum sínum Ólafi Theo- dórs snikkara og konu hans Sigríði Bergþórsdóttur, sem er systir Hafsteins Bergþórssonar skipstjóra. Theo- dór var 27 ára og ókvæntur. Frá honum komu seinustu kveðjurnar frá „Apríl“ er hann hafði loftskeytasam- bandi við „Otur“ á sunnudagskvöldið 30. nóvember. Þórður Guðjónsson, bryti, til heimilis áLokastíg 28 A. Hann var fæddur 12. desember 1903. Faðir hans heitir Guðjón Egilsson og á heima á Bjargarstíg 3, og eru þar tvær systur Þórðar. Hann var ókvæntur. Mun hafa ver- ið ólögskráður á skipið. Einar Sigurbergur Hannesson, aðstoðarmatsveinn, var fæddur 17. september 1913. Hann átti heima hjá foreldrum sínum, Hannesi Stígssyni og Ólafíu Einars- dóttur á Laugaveg 11. Þau hjón eru Skaftfellingar og eiga nú 6 syni á lífi, flesta yngri en Einar. Kjartan Reynir Pjetursson, háseti, átti heima á Ásvallagötu 13. Hann var fæddur 11. janúar 1907 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Pjetur Sigurðsson og Gróa Jónsdóttir og eiga þau hjón heima á Vesturgötu 51. Kjartan lætur eftir sig konu, Valgerði Kr. Sigur- geirsdóttur og barn á fyrsta ári. Pjetur Ásbjörnsson, háseti, var eini maður á skipinu, sem ekki átti lögheimili í Reykjavík. Hann átti heima í Ólafsvík, var 26 ára að aldri, Iætur eftir sig konu, Ingi- björgu Ólafsdóttur frá Sandi og þrjú börn kornung. Foreldrar hans eru Ásbjörn Eggertsson og Ragnheiður Eyjólfsdóttir, bæði um sjötugt. Einar Axel Guðmundsson, háseti. Hann var fæddur 25. júlí 1910 í Reykjavík og átti heima hjá foreldrum sínum á Framnesvegi 1 A. Var ókvæntur. Páll Kristjánsson, háseti, var fæddur 4. október 1906 að Fossi í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu. Hann var ókvæntur og átti heima á Frakkastíg 24. Sigurgísli Jónsson, háseti, var fæddur 11. desember 1892 að Skagnesi í Mýrdal. Hann átti heima á Ljós- vallagötu 10 og lætur eftir sig konu, Hólmfríði Jóns- dóttur, 4 börn og fósturbarn, hvert öðru yngra, hið elsta á 12. ári og hið yngsta á 1. ári. Kristján Jónsson, kyndari, var fæddur 20. apríl 1887 á Ísafirði. Átti hann nú heima á Bergstaðastræti 1 hjer í bænum, var ókvæntur, en hafði fyrir þungu heimili að sjá. Magnús Andrjesson, háseti, var fæddur 18. apríl 1896 á Dagverðarnesi á Skarðsströnd. Átti nú heima á Marargötu 3, hjer í bænum; hann var ókvæntur. Eggert Snorri Ketilbjarnarson, kyndari, var fæddur 5. september 1909 að Sauðhól í Dalasýslu. Hann var ókvæntur og átti nú heima hjá móður sinni, Halldóru Snorradóttur, á Kárastíg 8. Misti hún þarna í sjóinn samtímis efnilegan son sinn og tengdason, Jón Ó. Jóns- son, 2. vjelstjóra. Ragnar Júlíus Kristjánsson, fæddur 16. ágúst 1905, átti heima á Holtsgötu 10. Faðir hans er Kristján Sæ- mundsson, salernahreinsari. Ragnar var kyndari á „GuIItoppi“, en varð eftir af skipinu í Englandi í sein- ustu ferð þess og tók sjer þess vegna far með „Apríl“. Morgunblaðið 13. desember 1930.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.