Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31
Á árinu 1923 verður h/f Alliance í
Reykjavík eigandi að skipinu sem fékk
nafnið, Tryggvi gamli RE 2. Seldur til
Danmerkur í brotajárn, rifinn í Odense
árið 1955.
Þetta er annar togarinn sem ber þetta
nafn, hinum fyrri sem bar skrásetn-
ingarstafina RE-170 voru gerð skil í 1.
tbl Víkingsins 2019.
– 40 –
Fertugasti togarinn í eigu Íslendinga,
Menja GK 2, var skráður hér á landi 18.
október 1921, smíðaður hjá Schiffs Werft
J & S í Hamborg í Þýskalandi árið 1920.
Lengd 40,54 m., breidd 7,13 m., dýpt
3,69 m., brl. 296. Knúinn 500 hö. gufu-
vél. Skipstjóri, Karl Guðmundsson, eig-
andi h/f Grótta í Hafnarfirði.
Togarinn sökk á Halamiðum í blíð-
skaparveðri, 9 júní 1928. Áhöfninni var
bjargað um borð í Hellyers togarann
Imperialist H 143 frá Hull. Skipið var
talið ótraust og af vanefnum byggt, enda
á þeim árum hörgull á flestu efni til
skipasmíða í Þýskalandi.
(Morgunblaðið. 26 júní 1930.)
Nýr
botnvörpungur
Enn bætist við fiskiflotann. Það
er Þorsteinn Ingólfsson, eign
hlutafélagsins Hauks. Hann kom
hingað í gær frá Englandi og
voru þessir farþegar: Thor Jen-
sen, Kjartan Thors, Friðþjófur
Thorsteinsson og Gottfredsen út-
gerðarmaður. Skipið er af sömu
gerð eins og Ingólfur Arnarson.
Skipstjóri er Einar Einarsson, frá
Flekkudal.
Vísir. 1 júlí 1920.
Menja GK-2.
Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is
Við látum dæluna ganga
• Dælur
• Dæluviðgerðir
• Ásþétti
• Rafmótorar
• Vélavarahlutir
Viðgerðir • Tæringarvarnir
Keramikhúðun
Fyrir Eftir