Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Ekki var laust við að fínir kaupstaðarbúar inni á Akureyri hefðu af því nokkrar áhyggjur að þorpsnefnan úti á annesjum yst við úthafið myndi með tímanum vaxa þeim yfir höfuð. Það var nokkuð sama hvort talað var við unga eða aldna verkamenn og þeir spurðir hvort þeir ætluðu ekki í kaupavinnu á komandi sumri, svörin voru oftast hin sömu: „Nei, ég fer til Siglufjarðar, þar fæst almennilegt kaup.“ Og ef vel búnar blómarósir voru inntar eftir því hvort þær hygðust ekki fara á gott sveitaheimili yfir sumarið til að læra húsaga og góða siði voru svörin á eina lund: „Nei, ég fer til Siglufjarðar þegar síldin kemur, það er ekki verið að raga söltunina þar.“ Þannig varð sá fiskur sem Siglfirðing- um þótti á 19. öld of smár til að leggja snörur fyrir, undirstaða velmegunar þeirra á öndverðri 20. öld. Stofnuð niðursuðuverksmiðja Þeir voru ekki allir sama marki brenndir Siglfirðingarnir á 19. öld. Hinn framfara- sinnaði verslunarstjóri Gránufélagsins í Siglufirði, Snorri Pálsson, hafði árið 1880 tekið þátt í stofnun norsk-íslenska síldar- félagsins og stórgrætt á fyrirtækinu, að minnsta kosti í fyrstu. Þetta var fljótt að spyrjast út og ýtti undir fréttaburðinn að upp kom deila um það hvernig skatt- leggja bæri arðinn. Hrepparnir út með firði vildu fá að leggja aukaútsvar á félag- ið en forsvarsmenn þess sögðu það eiga lögheimili á Akureyri og myndu þeir því aðeins borga útsvarið þangað. En svipull er sjávaraflinn. Næstu árin fjaraði síldveiðin út og kom þar loks að síldveiðifélögin lögðu upp laupana. Sumarið 1887 lognaðist þetta fyrsta síldaræði við Eyjafjörð út af og blossaði ekki upp að nýju fyrr en 1894. Hvarf síldarinnar kom illa við buddu margra Íslendinga og þó enn frekar þeirra fjölmörgu norsku útgerðarmanna er höfðu tekið þátt í veiðunum, svo ekki sé nú minnst á þau mannslíf er þær kröfðust í toll af norsku sjómönnunum. Siglfirðingum var því nokkur vorkunn þó að þeir væru ófúsir að leggja út í tví- sýnar síldveiðar á kostnað hákarlaútgerðarinnar. En Snorri verslunarstjóri var ekki við eina fjölina felldur Ekki er ósennilegt að Snorri og félagar hafi ætlað sér að leigja skútur keimlíkar þeim sem myndin er af. Mynd: Landmælingar Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.