Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37
Á
fyrra helmingi 20. aldar, og allt
fram um 1960, lék sérstakur ljómi
um nafn Siglufjarðar í hugum
flestra Íslendinga, kvenna ekki síður en
karla. Góðskáld, hagyrðingar og laga-
smiðir mærðu kaupstaðinn á Þormóðs-
eyri í ljóðum og lögum og þegar Siglu-
fjörð bar á góma á góðri stund færðist
tíðum roði í kinnar og blik í augu
þeirra, sem þar höfðu dvalið sumarlangt
– jafnvel aðeins eina lognværa sum-
arnótt. Kverúlantar og heimsósómaspá-
menn voru á annarri skoðun, kölluðu
síldarbæinn Sódómu, en í hugum fjöl-
margra Íslendinga (og reyndar einnig
útlendinga) var Siglufjörður staður æv-
intýra og tækifæra. Mestu skiptir þó að
hann var einn helsti vettvangur mesta
ævintýris í íslenskri atvinnusögu á 20.
öld, sókn þjóðarinnar frá örbirgð til
bjargálna.
Fyrsti „alíslenzki
síldarfarmurinn“
Rætur verslunarstaðarins í Siglufirði,
nánar tiltekið á Þormóðseyri, má rekja
aftur á einokunaröld. Á 19. öld verslaði
þar danski kaupmaðurinn Chr. D. Thaae,
sem einnig rak verslun á Raufarhöfn og
víðar. Síðasti verslunarstjóri hans í Siglu-
firði hét Snorri Pálsson og að hans hvöt-
um keypti Gránufélagið eignir Thaaes í
Siglufirði árið 1876 og hóf þar verslun. Á
þeim tíma var allnokkur hákarlaútgerð í
Siglufirði, en annars hokruðu
Siglufjarðarbændur eins og þeir höfðu
gert um aldir, lifðu jöfnum höndum af
sjó og landi, og fátt benti til annars en að
svo myndi verða um ókomna tíð.
En þess var skammt að bíða að nýir
tímar boðuðu komu sína í Siglufirði.
Snorri Pálsson var snjall fjármálamaður,
framfarasinnaður frumkvöðull, og fljótur
að koma auga á nýja möguleika í at-
vinnu- og fjármálum. Hann hafði fylgst
gjörla með síldveiðum Norðmanna og
nágranna sinna austan Sigluness og taldi
að vel mætti reka síldveiðar í Siglufirði
með að minnsta kosti jafn góðum árangri
og á Eyjafirði. Sumarið 1880 hófst hann
handa ásamt mági sínum, Einari B. Guð-
mundssyni bónda á Hraunum í Fljótum,
og Tryggva Gunnarssyni, kaupstjóra
Gránufélagsins. Saman hófu þeir síldarút-
gerð, landnótaveiðar og söltun, og fluttu í
sameiningu út fyrsta „alíslenzka síldar-
farminn“ haustið 1881. Snorri fékk hins
vegar ekki lengi að njóta verka sinna.
Hann lést úr taugaveiki 13. febrúar 1884.
Síldarútvegur Snorra og félaga stóð að-
eins skamma hríð og um það bil sem
Snorri lést fór í hönd mikið harðinda-
skeið sem lamaði allt atvinnulíf og alla
framfaraviðleitni á Norðurlandi. Þegar
því slotaði hófst hins vegar hið eiginlega
síldarævintýri í Siglufirði. Upphaf þess er
tíðum dagsett 8. júlí 1903, en þann dag
var hafsíld fyrst söltuð á Þormóðseyri. Á
næstu árum jókst söltunin ár frá ári, hver
söltunarstöðin af annarri reis á eyrinni og
víðar í firðinum og ekki leið á löngu uns
síldarbræðslur tóku til starfa. Fyrst í stað
voru Norðmenn umsvifamestir, en Ís-
lendingar færðust í aukana með hverju
árinu sem leið. Auk þessara tveggja þjóða
voru sænskir síldarsaltendur umsvifa-
miklir á Siglufirði og víðar á Norðurlandi
á fyrra helmingi 20. aldar og Danir, Skot-
ar, Þjóðverjar og Færeyingar tóku þátt í
ævintýrinu mikla. Stöku sinnum mátti sjá
sjómenn frá enn fjarlægari löndum á
síldarmiðunum úti fyrir Siglufirði, á
Grímseyjarsundi og víðar, er útvegsmenn
frá Finnlandi og Eistlandi sendu skip sín
norður í höf.
6000 manna kaupstaður
Allt hafði þetta mikil áhrif á byggðina og
þróun hennar. Um aldamótin 1900 voru
íbúar í Siglufirði alls 142, en fjölgaði síð-
an hratt. Þeir voru 2.100 árið 1931 og
urðu flestir árið 1948, samtals 3.100. Hér
þó aðeins talið fólk sem átti fasta búsetu í
Siglufjarðarkaupstað. Á sumrin streymdi
fólk úr öðrum héruðum og landshlutum
til Siglufjarðar í atvinnuleit. Þá tvöfaldað-
ist íbúafjöldinn í tvo til þrjá mánuði og
þegar vertíðin stóð sem hæst hafði Siglu-
fjörður á sér harla alþjóðlegan blæ. Þar
var líf og fjör, hvernig sem viðraði, og oft
Jón Þ. Þór
Siglufjörður
Höfuðstöðvar síldveiða á Norður-Atlantshafi