Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39
Myndir: Þorgeir Baldursson
Háhyrningur
í trollið
Okkar góðkunni ljósmyndari, Þorgeir
Baldursson, sendi okkur þessa mynd
af háhyrningi sem á dögunum kom í
trollið hjá skuttogaranum Gullveri
NS 12.
– Ég er búinn að vera á sjónum í 40
ár, segir Þorgeir, og hef aldrei séð
það eða heyrt að háhyrningur kæmi í
troll. Við vorum að veiðum fyrir
austan, á Berufjarðarál, þegar skepn-
an fór sér að voða.
– Hver var aflinn að öðru leyti, vill
Víkingur fá að vita.
– Þetta var svona bland í poka,
þorskur, ufsi og karfi.
– Túrinn langur?
– Nei skipið er lítið, rúmar 423
brúttólestir, og við ekki nema þrjá
daga að fylla.
Um leið og við þökkum Þorgeiri
fyrir að hafa Víkinginn á bak við
eyrað skal skorað á sjómenn að gera
slíkt hið sama. Netjið endilega á okk-
ur örfréttir af sjónum. Netfangið er
jonhjalta@simnet.is – hafið þið til
dæmis fengið háhyrning í vörpuna?
Óheppni háhyrningurinn í vörpu Gullvers.
Aflinn var blandaður, segir Þorgeir.