Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Rannsóknarniðurstaða Í apríl síðastliðnum ákvað bandaríski flotinn að fella niður ákæru á hendur skipherranum á USS Fitzgerald, Bryce Benson, en hann hafði verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi auk annarra yfirsjóna. Skip Bensons lenti þann 17. júní 2017 í árekstri við gámaskipið ACX Crystal í Japanshafi um 80 sml SV af Tókyó en sjö skipverjar herskipsins létu lífið. Þá var einnig felld niður ákæra á hendur Natalie Combs lautinants en hún var yfirmaður upplýsingastjórnstöðvarinnar um borð sem var ábyrg fyrir upplýsingastreymi til brúarinnar varðandi árekstrarhættu. Bæði Bendson og Combs fengu áminningarbréf þar sem bent var á að ómarkvissir leiðtogahæfileikar þeirra og léleg dómgreind eða samskiptaleysi hefðu verið þýðingarmiklir þættir á árekstrin- um. Áminningabréf sem þetta hefur að vísu ekkert lagalegt gildi. Tveimur mán- uðum eftir þennan árekstur lenti annað bandarískt herskip, USS John S McCain, í árekstri við flutningaskip og létust þá 10 sjóliðar. Rannsókn á þessum slysum leiddi til 117 tillagna að breytingum sem síðar voru skornar niður í 103. Búið er að framkvæma 91 þessa tillagna. Meðal þeirra má nefna fjölgun í áhöfn þessara skipa, meiri svefn fyrir áhafnir og betri þjálfun. Við frekari skoðun á menningunni innan flotans kom í ljós að sjöunda flota- deild sjóhersins sem er með aðstöðu í Japan hefur verið vanmönnuð þannig að skipverjar hafa verið að vinna allt að 100 klukkustundir á viku og að skautað væri létt yfir þjálfanir. Þá væri þetta farið að bitna á viðhaldi. Er ljóst að flotastjórnin hefur tekið þá ákvörðun að skella ekki allri skuldinni einungis á skipstjóranna heldur að nota þetta tilefni til að skoða og laga innri vandamál flotans. USS Fitzgerald eftir áreksturinn. Utan úr heimi Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Dælur • Dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Vélavarahlutir Viðgerðir • Tæringarvarnir Keramikhúðun Fyrir Eftir

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.