Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Það var frábær árangur sem þátttak- endur í ljósmyndakeppni Sjó- mannablaðsins Víkings náðu í Norðurlandakeppni sjómanna í byrjun þessa árs. Þrír okkar manna unnu til verðlauna í þeirri keppni. Segir það okkur hversu góðir ljósmyndarar ís- lenskir sjómenn eru og sýndi það sig vel á því erfiða hlutverki sem dómnefnd íslensku keppninnar stóð frammi fyrir. Nú blásum við til næstu keppni og hvetjum alla sjómenn á íslenskum skip- um sem og íslenska sjómenn á erlendum skipum til að taka þátt í keppninni. Fimmtán myndir sem taka þátt í keppn- inni hér á landi fara síðan áfram í Norð- urlandakeppni sjómanna sem fram mun fara hér á landi í byrjun febrúar á næsta ári. Reglur keppninnar eru ekki flóknar en hafa þó tekið smá breytingum til sam- ræmingar við Norðurlandakeppnina: Hver þátttakandi má senda inn að há- marki 15 myndir. Myndir eiga að vera í hæstu mögulegri upplausn. Myndefnið á að tengjast umhverfi sjó- mannsins hvort heldur er um borð í skipum, frá landi hvort heldur er í vinnu eða frítíma. Með hverri mynd á að fylgja heiti, hvar myndin var tekin auk upplýsinga um á hvaða skipi viðkomandi starfar. Myndir eiga helst ekki að vera eldri en tveggja ára. Myndir með vatnsmerkjum, tímastimpli eða nafni á myndinni eru ekki gjald- gengar. Myndir sem sendar eru inn verða að vera í eigu þess sem tók myndina með því að ýta á afsmellarann og sem á höf- undarrétt hennar. Ljósmyndarinn tekur ábyrgð á að ef einstaklingar séu á myndinni að heim- ild sé fyrir að birta hana. Með þátttöku samþykkir ljósmyndarinn að umsjónarmaður keppninnar fari með upplýsingar hans í samræmi við upplýsingalögin í þeim eina tilgangi að upplýsa um ljósmyndarann í tengslum við íslensku keppnina og Norður- landakeppnina. Áskilinn er réttur til að birta myndirnar í blöðum þeirra aðila, sem að keppninni standa, án greiðslu. Skilafrestur er til 1. desember nk. Dómnefnd Sjómannablaðsins Víkings mun velja þrjár vinningsmyndir sem hljóta verðlaun blaðsins. Að auki verða tólf aðrar myndir valdar af dómnefndinni sem taka þátt, ásamt vinningsmyndum, í Norðurlandakeppni sjómanna í ljós- myndun sem fer fram í byrjun næsta árs. Stafrænar myndir í keppnina skal senda á netfangið iceship@iceship.is en ef þær eru sendar inn á öðru formi skulu þær sendar til: Félag skipstjórnarmanna v/Sjómannablaðsins Víkings Ljósmyndakeppni 2019 Grensásvegi 13 105 Reykjavík Ljósmyndakeppni sjómanna 2019 Einar Vignir Einarsson á þessa ágætu mynd af Helgafelli. Við hvetjum hann og aðra íslenska sjómenn til að taka þátt í Ljósmyndakeppni sjómanna 2019.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.