Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
Tréskipin gömlu
Sigmar Þór Sveinbjörnsson skrifar:
„Heill og sæll Jón Hjalta, það getur verið fróðlegt og skemmti-
legt að velta fyrir sér nöfnum á hlutum í tréskipum. Þó tréskip-
um hafi fækkað á síðustu áratugum eru enn um 200 tréskip í
notkun sem fiskiskip, skemmtiskip og farþegaskip sem nú eru
mörg hver notuð í hvalaskoðun og henta vel í það.
En eftir því sem tímin líður eru færri sem þurfa að nota þessi
nöfn sem tengjast þessum tréskipum. En ég held að margir hafi
gaman af því að lesa og rifja upp þessi nöfn á hinum ýmsu hlut-
um tréskipa. Tréskipasmiðir, sem nú orðið eru orðnir örfáir,
þekkja auðvitað öll þessi nöfn. Skipaskoðunarmenn þurfa líka
að kunna þessi heiti þegar þeir t.d. eru að taka út viðgerðir eða
skemmdir á tréskipum.
Myndirnar skannaði ég úr Reglum um smíði tréskipa frá ár-
inu 1947. Veit ekki hvort svona teikningar hafi komið í Víkingn-
um, en sjómenn hefðu örugglega gaman af því að sjá þessar
teikningar.“
Við tökum heils hugar undir með Sigmari Þór, þökkum honum
sendinguna og hér eru teikningarnar fyrir okkur að rýna í.