Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 52
52 – Sjómannablaðið Víkingur
Togarajaxlar í málningarvinnu
Allt fram á byrjun níunda áratugar síðustu aldar mátti sjá farmenn við málningarvinnu ýmiskonar þar sem skip þeirra lágu í höfnum vítt og
breitt um landið. Var þar jafnt um að ræða erlend leiguskip auk íslenskra skipa. Með breyttum atvinnuháttum, gámavæðingu og fleiru stytt-
ist viðvera farmskipa í höfnum og menn á málningarflekum málandi skip sín sáust ei meir.
Áhafnir flutningaskipa sem unnu sín verk með málningarpensilinn og rúlluna við land máluðu stundum skipsheiti sitt, auk dagsetningar,
á bryggjur og grjóthleðslur. Sjá mátti slík „listaverk“ víða um land og skiptar skoðanir á meðal fólks um fegurðargildi slíks verknaðar. Þessi
siður að skilja eftir sig menjar í formi málningar hefur líklega lagst alveg af þegar líða tók á áttunda áratuginn síðasta.
Fiskimennirnir okkar sem alla jafna eru ekki að sinna málningarvinnu á skipum sínum, og telja það jafnvel fyrir neðan virðingu sína,
nema þá helst vélaliðið, eru þó ekki alveg saklausir af því að hafa dregið fram málningarpensilinn og rúlluna einhvern tíma og ritað skips-
heiti sitt annars staðar en á eigið skip.
Íslenskir togarasjómenn sem sóttu Vestur-
Grænland heim undir lok sjötta áratugar síð-
ustu aldar, fundu sumir hjá sér þörf fyrir að
skilja eftir sig spor um viðveru sína í landi.
Slíkt mátti til dæmis sjá á klöppum við inn-
siglinguna til Færeyingahafnar, en á með-
fylgjandi ljósmynd má til dæmis greina mál-
uð íslensku togaranöfnin; Akurey - Gerpir
- Jón Þorláksson - Marz - Skúli Magg (Skúli
Magnússon)- Þormóður goði og Þorkell
máni.
Auk fjölda annara þjóða skipsheita. Ártöl
sem eru læsileg á myndinni eru frá 1957 til
´60. Má ef til vill enn sjá menjar á klöppum
úti fyrir Færeyingahöfn um veru íslenskra
togarasjómanna þar fyrir um sextíu árum
síðan?
GAMLA MYNDIN Hafliði Óskarsson
Myndina tók Guðmundur Daníelsson skipverji b.v. Pétri Halldórssyni RE.