Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 4
4 Litli-Bergþór
Undanfarna mánuði hefur mikill órói verið í huga fólks vegna þeirra aðstæðna
sem ríkja í heimsbyggðinni, baráttan við óvininn, COVID19, á sér ennþá
stað. Þegar ég hóf þessi skrif var farið að sjást til sólar og hægt var að slaka
nokkuð á sóttvarnarreglum. Við finnum muninn þegar fólk getur farið að hittast
aftur, því maðurinn er félagsvera sem þarfnast samveru við annað fólk. Góðu
fréttirnar eru þær að vel gengur að bólusetja íbúa landsins og eftir því sem fleiri
eru bólusettir þá eykst öryggi manna.
Það er fleira en hræðsla við sjúkdóma sem veldur óróa. Ísland hefur myndast
við síendurtekin eldgos og myndun landsins er enn í gangi. Sagt er að elsta
berg ofan sjávarmáls sé um 16 milljóna ára gamalt. Því kemur það líklega engum á óvart þegar jörðin
minnir á sig með tilheyrandi jarðskjálftum. Þetta hafa íbúar Reykjaness og nágrennis þurft að upplifa
síðustu vikur og mánuði og loks kom að því jarðskorpan gaf sig og eldgos hófst við Fagradalsfjall í
Geldingadölum, um kl. 20:45 þann 19. mars síðastliðinn. Um er að ræða lítið en virkilega fallegt eldgos
sem hefur laðað að sér fjölda fólks sem margt hefur aldrei séð fegurra sjónarspil. Einn áhorfandi lýsir
þessu þannig að á gosstaðnum komi fram nýjar tilfinningar sem hann þekkti ekki eða hefði ekki fundið
fyrir áður, það eru mörkin milli þess að vera hræddur eða hugfanginn, eða kannski bæði.
Þótt við, sem vitibornar mannverur, viljum og getum að miklu leyti haft áhrif á margt í umhverfi
okkar og að með aukinni þekkingu eykst skilningur okkar á gangi náttúrunnar, þá verðum við að
viðurkenna að við höfum enga stjórn á hinum stórkostlega skapandi mætti hennar.
Skemmtilegasti tími ársins, að mínu mati, er hafinn. Vorið er komið, árstíð endurnýjunar og
vaxtar. Einhvern veginn verður umhverfið virkara á vorin og við fögnum þegar við finnum geisla
sólarinnar hita húð okkar eftir kaldan vetur. Á þessum tíma förum við í vorhreinsanir í kringum
okkur, við finnum glöggt að öll náttúran lifnar við og við hlökkum til þess tíma þegar við getum
dvalið meira úti, við hvers kyns áhugamál. Við erum þá hluti náttúrunnar.
Arnór Karlsson, sem lengi var í ritstjórn LitlaBergþórs og formaður hennar um langt árabil, skrifar
m.a. svo í ritstjórnargrein sinni, sem birtist í Litla Bergþór þann 1.6. 1991 eða fyrir réttum
þrjátíu árum síðan:
Svo sem von er til eru umhverfismálin ofarlega í huga margra nú á vordögum. Augu fólks
eru nú að opnast fyrir því að snyrtilegt umhverfi hefur mikið gildi. Stundum virðist sem það sé
aðallega í þágu gesta að hafa staði aðlaðandi. Ekki er að efa að „glöggt er gests augað“, og
þar sem markmiðið er að fá sem flesta þeirra, hefur mikið að segja að þeim finnist umhverfið
fallegt og sjái að þar er vel um gengið. Ekki má þó vanmeta gildi vinalegs umhverfis fyrir
þá er við það búa að staðaldri. Flestum líður betur þar sem allt er í röð og reglu og þykir
vænna um staði þá er dvalið og starfað er á, ef þar er snyrtilegt.
Þegar ég flutti í Laugarás var rætt um hann sem ,,hverfið“ en fljótlega var farið að
kalla svæðið „þorpið í skóginum“ og það var vissulega sannmæli. Hagsmunafélagið á
staðnum hafði lengi beitt sér fyrir fegrun staðarins með ýmsu móti og ekki síst með gróðursetningu trjáa
á opnum svæðum. Garðyrkjubændur voru einnig duglegir að gróðursetja tré á lóðamörkum til skjóls
fyrir gróðurhús sín og í mörgum tilfellum var síðar komin tvöföld eða margföld röð trjáa á mörkum lóða.
Með tíð og tíma hefur ásýnd þorpsins breyst, sums staðar virðist lítið hafa farið fyrir fyrir snyrtingu og
grisjun trjáa og runna og er það miður. Við vitum vel að röng umhirða eða jafnvel engin kemur niður á
heilbrigði gróðursins.
Veðurfar undanfarinna missera og ára hefur leikið trén okkar illa, víða hafa þau látið á sjá, skekkst eða
jafnvel rifnað upp með rótum. Sums staðar er gróður farinn að hamla nauðsynlegu útsýni vegfarenda.
Ef ekkert er að gert getur illa hirtur gróður eða rangt staðsettur valdið óþægindum gagnvart gangandi
umferð, tafið snjómokstur og aðra þjónustu á götum og gönguleiðum.
Þeir
mættu líka
slá brekkurnar í
Bláfelli
Ritstjórnargrein