Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11 ævintýri tengd ar mynd list og mál rækt var þemað í vetur hjá Krumma klettum og Lambadal. Þau fengu að gera hin ýmsu lista verk tengd bókunum og héldu síðan sýn ingu á skrifstofu Blá skóga­ byggðar og í Íþrótta miðstöðinni í tengslum við Dag leikskólans í febrúar. Á öllum deildum gefum við frjálsa leiknum góðan tíma og hefur hann þróast og dafnað vel í vetur. Eldri börnin hafa forskot á þau yngri og eru þau meira en til í að leiðbeina. Það þarf t.d. að læra að skiptast á og deila, sýna samkennd, virðingu og vináttu. Hlutverkaleikurinn, og þá helst heimilisleikur, er alltaf vinsæll. Þar er hægt að spegla sig í ýmsum hlutverkum, s.s. að vera mamman, pabbinn eða hundurinn. Í Smáholti dvelja yngstu nem endur okkar. Þar læra þau sín fyrstu skref í leikskólanum og eru dugleg að reyna og gera sjálf. Við hvert skref eflist sjálfstraust þeirra. Starfið þar einkennist af leik, gleði, umhyggju og að tilheyra stórum hóp og þekkja sjálfan sig, vera virkur þátttakandi, hlæja og leika saman. Vellíðan barnanna og framfarir eru það sem starfið snýst um og sameinar starfshópinn. Að fá að taka þátt í lífi og starfi barnanna er það sem gefur starfinu gildi. Það eru forréttindi að vinna með börnum og fá að upplifa heiminn með þeirra augum. Börnin í Álfaborg hafa svo oft sýnt og sannað að þau eru fjölhæf og skapandi, um það vitna öll listaverkin sem þau hafa búið til í vetur. Við starfsfólk leikskólans Álfaborgar óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum ykkur fyrir heillaríkt og gott samstarf á liðnum vetri. Guðbjörg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í Leikskólanum Álfaborg. Börnin á Smáholti í ökuferð í kerru sem Lionsklúbburinn Geysir gaf leikskólanum. Börnin í Álfaborg eru dugleg að föndra. Fjör á öskudag á Lambadal Hundur? Ég vil ekki vera hundur. Ég er tröll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.