Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór Hvað segirðu til? Fréttir úr Tungunum frá janúar til maí 2021 Veðurpistill frá desember til loka maí 2021. Í heildina var veðrið í vetur tíðindalaust, snjólétt, færð góð en umferð lítil útaf Covid­19. Eftir nokkra frostdaga í byrjun desember hlýnaði með hvassri austanátt fram undir jól. Þurrt var hér í uppsveitum Sunnanlands en ausandi rigning á Austfjörðum, sem olli aurflóðum á Seyðisfirði 15. desember. Fyrir jól frysti aftur, var umhleypingasamt um jólin, frost og fallegt veður um áramótin. Eftir áramót var hitastig flesta daga í kringum frostmark til vors, engar öfgar í hvoruga áttina. Nokkurra daga frostakafla gerði þó á auða jörð, fyrst í lok janúar og svo í lok mars og fyrripart apríl, svo frost hljóp nokkuð í jörð. Þótti tíðindum sæta að í apríl snjóaði í einn dag!, en ekki olli það neinni ófærð. Um miðjan apríl gerði smá vætu og síðan þokkalegt vorveður fram til mánaðarmóta með tilheyrandi þrastaklið og lóukvaki. En þar með var draumurinn búinn og maí heilsaði með nöprum norðanþræsingi. Heiðskírt og sól að deginum, en hiti rétt undir frostmarki flestar nætur. Þurrt, svo gróður tók ekki við sér fyrr en 30. maí, þegar loks fór að rigna og hlýna. Eldgos hófst í Geldingadölum á Reykjanesi 19. mars, þakka má norðanáttinni að gosmóða hefur lítið borist í uppsveitir enn sem komið er, en jarðvegsfok var í austan hvassviðri í lok maí. Friðheimar fá verðlaun. Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu, þann 7. janúar, veitti forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson garðyrkjubýl­ inu og hestamiðstöðinni Friðheimum í Reykholti hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu og tóku þau Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir við verðlaununum. Meðal atriða í rökstuðningi dóm­ nefndar segir, að Friðheimar eru fjölskyldufyrirtæki, sem hefur vaxið og dafnað í gegnum árin með það markmið að ganga vel um og virða náttúruna. Umhverfismál eru eigendum hugleikin, þau leggja mikla áherslu á réttindi starfsfólks, nýliðaþjálfun og fræðslu. Á síðasta ári var lögð áhersla á að halda öllu starfsfólki og byggja upp sterka innviði fyrir bjartari tíma. Í ferðaþjónustunni skapa þau gestum sínum einstaka upplifun, sem tengir saman marga þætti og styður við hugsun um að nýta landið á sjálfbæran hátt. Þau fræða gesti sína um ræktunina og um sögu ylræktar á Íslandi, og það er lögð áhersla á verslun í héraði, nýsköpun, aðferðir til að minnka matarsóun og kolefnisspor. Fyrstu tómatarnir tíndir í nýju gróður­ hús unum í Friðheimum. Þann 20. janúar, átta mánuðum eftir fyrstu skóflustungu að 5.600 fermetra nýjum gróðurhúsum í Friðheimum, voru fyrstu tómatarnir tíndir af og settir á markað. Reiknað er með um 500 tonna ársframleiðslu úr nýju gróðurhúsunum á Friðheimum. Knútur sýnir kvenfélagskonum nýja tækni við tómatarækt, með aðstoð lyftara á brautum, í nýju gróðurhúsunum í Friðheimum. Eru engar fréttir nema frá Friðheimum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.