Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 63
Litli-Bergþór 63
Síðasti bóndinn selur
Biskupstungnahreppi
Síðasti bóndinn í Hólum, var Guðjón Helgason
og bíður frásögn af hans búskapartíð betri tíma.
Aftur á móti verður að geta þess hér að 14.
maí árið 1959 er hann skráður bóndi að
Hrauni í Grímsnesi. Eru forráðamenn
Biskupstungnahrepps einmitt staddir
þar hjá Guðjóni, til þess að ganga frá
kaupum á Hólajörðinni er ennþá var í
hans eigu.
Gengið var frá kaupsamningi er hljóð aði
upp á umsamið kaupverð kr. 90.000,.
Í sam komulaginu er fyrirkomulag um
yfir töku skulda tilgreint í all löngu máli,
ásamt því að mismunur upp á krónur
13.806,84 voru greiddar við undirritun.
Undir skjal þetta hafa ritað f.h. selj
anda Guðjón Helgason og f.h. Bisk -
ups tungnahrepps Skúli Gunn laugs
son. Vit undarvottar eru þeir Erl endur
Björns son og Sveinn Skúlason.2
Harmur í baðstofunni á Hólum
Mikill harmur hafði átt sér stað í litlu baðstofunni
í Hólum. Hafði lent í hlut húsfrúarinnar sjálfrar,
Sigríðar Guðmundsdóttur, að taka einsömul á móti
og aðstoða dóttur sína við fæðingu andvana barns.
Vegna fyrri starfa bjó hún að læknisfræðilegri
reynslu og hafði gengið fumlaus að öllum undir
búningi og aðhlynningu dóttur sinnar, er lauk svo
með þessari nístandi og óendanlega sáru rauna
stund.
Lengst frá sjó og inn við efstu sjónarrönd við
öræfi landsins hafði hún nýverið valið fjölskyldu
sinni stað. Hún hafði viljað komast sem allra
lengst í burtu frá solli og syndum manna. Dóttirin
hafði svo sannarlega hlotið þá gjöf að verða svo
af Guði gerð, þótt fullorðin væri, að halda sínu
barnslega og hreina sakleysi umfram aðra menn.
Sakleysi er hafði staðið varnarlaust frammi fyrir
því sem orðið var.
Fjölskyldan hafði nýverið komið sér fyrir og
hafið búskap, í sárri fátækt, að Hólum í Biskups-
tungum. Húsbóndinn, Guðmundur Einarsson var
fjar verandi og vann útifrá, en Sigríður stóð fyrir
búi og var einsömul heima með yngri börnin.
Hún hafði ávallt notið mikilla samvista við Guð
sinn og fann sig líklegast óvíða nær honum hafa
komið en á þessu bæjarhlaði, þar sem stórbrotin
fjallahringur og tign náttúrunnar kölluðu fram
tilfinningar um „máttinn og dýrðina“ og nærveru
Skaparans.
Þau höfðu komið hér upp í Tungur frá Bræðra
bóli í Ölfusi er þau höfðu áður átt búsetu um
eitthvert skeið. Þar áður höfðu þau dvalist í
sömu sveit, bæði að Hvammi og í Hveragerði
um einhvern tíma. Þangað höfðu þau flust frá
Hafnar firði þar sem þau höfðu átt sína upphaflegu
heimilis festi.
Sigríður starfaði hjá héraðslækninum í Hafnar
firði og vann honum við hlið í umönnun sjúkl inga
um ein hvern tíma, en Guðmundur stund aði sjó
róðra og þá vinnu er til féll og þegar hún gafst.
Ör lögin höguðu því þannig til í kreppunni
miklu, um og eftir 1930, að Einar Gíslason í
Kjarn holtum (afi höfundar) hafði, sér til björg-
unar á krepputímum, reykt kjöt af öllum sínum
sauðum og var þá oft á tíðum í söluferðum
og í sérlega miklum tengslum við ýmsa, m.a. í
Hafnar firði. Þar urðu upphafleg kynni hans og
þeirra hjóna, Sigríðar og Guðmundar og byrjun á
þeim örlagavef sem átti eftir að þróast í ævilanga
vináttu.
Einhverju síðar höfðu mál þróast þannig að
Sigríður og Guðmundur voru orðin búsett í
Ölfusinu. Einar átti hjá þeim reglulega viðkomu og
þáði hjá þeim næturgistingu í Reykjavíkurferðum.
Einhverju sinni færir Sigríður í tal löngun sína til
að yfirgefa Ölfusið, vildi auðsjáanlega, einhverra
hluta vegna, komast þaðan sem allra fyrst.
Á þessum tíma er móðir Einars, Guðrún
Sveinsdóttir orðin ekkja eftir Gísla Guðmundsson
í Kjarnholtum. Í dánarbúi eftir hann voru til einar
fimm jarðir í Tungunum, er hún hafði áform um
að selja að einhverju leyti og var Hólajörðin ein
af þeim.
Það gerist svo á Gýgjarhóli þann fjórða júní 1942
að Einar í Kjarnholtum undirritar sölusamning
fyrir hönd móður sinnar og Guðmundur Einars
son stað festir með undirskrift sinni nafn kaup anda
að jörðinni Hólum með öllum húsum, mat jurta-
görðum og gæðum er jörðinni fylgja.3 Kaup verð
eru krónur sex þúsund og eru kr 2.000, greidd ar
Sigríður brýnir ljáinn.
Góðir
grannar í
Upphólum.