Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 16
16 Litli-Bergþór Undirrituð var kosin formaður FEBB á aðal­ fundi þ. 11. apríl 2019. Covid­19 farald ur­ inn setti strik í reikninginn þegar halda átti aðal fund 2020 og var honum að lokum frestað til næsta árs. Enn var Covid í byrjun árs 2021, en þeg ar fjöldatakmörkun var komin upp í 20 manns, ákváðum við að hespa aðalfundinum af þann 10. mars fyrir árin 2019 og 2020. Heilmiklar breytingar urðu í stjórn að þessu sinni, Svavar Sveinsson lét af störfum sem gjald­ keri og Sigurbjörg á Galtalæk sem ritari. Eins hætti Áslaug Jóhannesdóttir sem meðstjórnandi, Sig­ urður Erlendsson sem endurskoðandi (eftir 24 ár!) og Kristinn Antonsson sem varaendurskoðandi. Þökkum við þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf. Í stjórn FEBB eru núna: Elín Siggeirsdóttir, formaður. Tók við af Guðna Lýðssyni 2019. Bjarni Kristinsson, ritari. Tók við af Sigurbjörgu Snorradóttur 2021. Svava Theodórsdóttir, gjaldkeri. Tók við af Svavari A Sveinssyni 2021. Ólafur Jónasson hélt áfram sem meðstjórnandi. Hann er búinn að vera um árabil. Geirþrúður Sighvatsdóttir, meðstjórnandi. Tók við af Áslaugu Jóhannesdóttur 2021. Nanna Mjöll Atladóttir, endurskoðandi. Tók við af Sigurði Erlendssyni 2021. Brynhildur Njálsdóttir, endurskoðandi til vara, en hún tók við af Kristni Antonssyni 2021. Eins og við er að búast var félagsstarfið í lágmarki síðasta árið vegna faraldursins, en ýmislegt gerðum við samt. Árið 2019 gekk starfið sinn vanagang með vikulegum fimmtudagssamkomum og leikfimi á þriðjudögum, einni leikhúsferð, skemmtiferð í Borgarfjörð og ferð í boði Kvenfélagsins. Einnig voru oftast sérstakir gestir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, t.d. sögðu þau Páll og Dröfn, sem þá bjuggu enn í Kvistholti, frá ferð sinni til Kúbu og sýndu myndir og Pétur Skarphéðinsson læknir kom og ræddi sögu Laugarás læknishéraðs. Á fyrsta fundi haustsins þ. 26. sept. 2019, heiðruðum við heiðursmennina þá Sigurð heitinn Þorsteinsson á Heiði, sem varð 95 ára daginn áður og Sigurjón Kristinsson, sem varð 85 ára fyrr í mánuðinum. Félag eldri borgara í Biskupstungum Sigurði Erlendssyni, fráfarandi endurskoðanda, þökkuð góð störf. Sigurbjörgu, fráfarandi ritara, þökkuð góð störf. Svavari Sveinssyni, fráfarandi gjaldkera, þökkuð góð störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.