Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 16

Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 16
16 Litli-Bergþór Undirrituð var kosin formaður FEBB á aðal­ fundi þ. 11. apríl 2019. Covid­19 farald ur­ inn setti strik í reikninginn þegar halda átti aðal fund 2020 og var honum að lokum frestað til næsta árs. Enn var Covid í byrjun árs 2021, en þeg ar fjöldatakmörkun var komin upp í 20 manns, ákváðum við að hespa aðalfundinum af þann 10. mars fyrir árin 2019 og 2020. Heilmiklar breytingar urðu í stjórn að þessu sinni, Svavar Sveinsson lét af störfum sem gjald­ keri og Sigurbjörg á Galtalæk sem ritari. Eins hætti Áslaug Jóhannesdóttir sem meðstjórnandi, Sig­ urður Erlendsson sem endurskoðandi (eftir 24 ár!) og Kristinn Antonsson sem varaendurskoðandi. Þökkum við þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf. Í stjórn FEBB eru núna: Elín Siggeirsdóttir, formaður. Tók við af Guðna Lýðssyni 2019. Bjarni Kristinsson, ritari. Tók við af Sigurbjörgu Snorradóttur 2021. Svava Theodórsdóttir, gjaldkeri. Tók við af Svavari A Sveinssyni 2021. Ólafur Jónasson hélt áfram sem meðstjórnandi. Hann er búinn að vera um árabil. Geirþrúður Sighvatsdóttir, meðstjórnandi. Tók við af Áslaugu Jóhannesdóttur 2021. Nanna Mjöll Atladóttir, endurskoðandi. Tók við af Sigurði Erlendssyni 2021. Brynhildur Njálsdóttir, endurskoðandi til vara, en hún tók við af Kristni Antonssyni 2021. Eins og við er að búast var félagsstarfið í lágmarki síðasta árið vegna faraldursins, en ýmislegt gerðum við samt. Árið 2019 gekk starfið sinn vanagang með vikulegum fimmtudagssamkomum og leikfimi á þriðjudögum, einni leikhúsferð, skemmtiferð í Borgarfjörð og ferð í boði Kvenfélagsins. Einnig voru oftast sérstakir gestir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, t.d. sögðu þau Páll og Dröfn, sem þá bjuggu enn í Kvistholti, frá ferð sinni til Kúbu og sýndu myndir og Pétur Skarphéðinsson læknir kom og ræddi sögu Laugarás læknishéraðs. Á fyrsta fundi haustsins þ. 26. sept. 2019, heiðruðum við heiðursmennina þá Sigurð heitinn Þorsteinsson á Heiði, sem varð 95 ára daginn áður og Sigurjón Kristinsson, sem varð 85 ára fyrr í mánuðinum. Félag eldri borgara í Biskupstungum Sigurði Erlendssyni, fráfarandi endurskoðanda, þökkuð góð störf. Sigurbjörgu, fráfarandi ritara, þökkuð góð störf. Svavari Sveinssyni, fráfarandi gjaldkera, þökkuð góð störf.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.