Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 33
Litli-Bergþór 33 Dagmar Sif Morthens og Lilja Björk Sæland fá viðurkenningu og hrós fyrir góðan árangur í frjálsum. Þær hafa verið að æfa og keppa fyrir hönd Selfoss og staðið sig með prýði. Það verða engar breytingar á stjórninni hjá okkur í íþróttadeildinni að þessu sinni, undirritaður er áfram formaður, Ása Sigrún Sigurðardóttir heldur áfram sem gjaldkeri á meðan Sólmundur Magnús Sigurðarson heldur áfram sem ritari. Við hjá íþróttadeildinni hvetjum krakkana til að vera dugleg að æfa og prófa nýjar íþróttir á næstu árum og stunda æfingar. Fyrir hönd íþróttadeildarinnar, Gústaf Sæland. Lygar Ef að þú svindlar og svíkur, af sannleikans vegi þú víkur, þá vita þú mátt, þó fyrst hlæir dátt: það sést gegnum keisarans flíkur. Ef að þú loddar og lýgur á lymskunnar vængjum þú flýgur þá vita þú mátt, þó fyrst fljúgir hátt: höggið er sárt er þú hnígur. Ef að þú bullar og blaðrar og belgir þig út svo það jaðrar við vitleysishátt, þá vita þú mátt: við djöfulinn sjálfan þú daðrar. Unnur Malín Sigurðardóttir, 2021 Bjarnabúðarblús saminn í tilefni 30 ára afmælis búðarinnar. Vaknaði um morguninn, opnaði ísskápinn. Gaufmyglað grænmeti lá þar og á mig starði. Þarf að fylla á birgðirnar, bruna því í búðina, til Oddnýjar og Bjarna. Þar fæ ég allt sem mig vantar: Kaffi og mjólk, spjalla við fólk, í Bjarnabúð á Brautarhóli. Fjármála- og félagsmiðstöð, bensínafgreiðsla, biðröð, strætisvagnastoppistöð. Ég fer inn úrill, en út glöð. Mér finnst það svalt að það fáist allt í Bjarnabúð á Brautarhóli. Unnur Malín Sigurðardóttir, 2016 Ef það fæst ekki í Bjarnabúð, þá vantar þig það ekki! Efri röð frá vinstri: Þröstur, Teitur, Greipur, Óli. Neðri röð frá vinstri: Jörundur, Reimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.