Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 33

Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 33
Litli-Bergþór 33 Dagmar Sif Morthens og Lilja Björk Sæland fá viðurkenningu og hrós fyrir góðan árangur í frjálsum. Þær hafa verið að æfa og keppa fyrir hönd Selfoss og staðið sig með prýði. Það verða engar breytingar á stjórninni hjá okkur í íþróttadeildinni að þessu sinni, undirritaður er áfram formaður, Ása Sigrún Sigurðardóttir heldur áfram sem gjaldkeri á meðan Sólmundur Magnús Sigurðarson heldur áfram sem ritari. Við hjá íþróttadeildinni hvetjum krakkana til að vera dugleg að æfa og prófa nýjar íþróttir á næstu árum og stunda æfingar. Fyrir hönd íþróttadeildarinnar, Gústaf Sæland. Lygar Ef að þú svindlar og svíkur, af sannleikans vegi þú víkur, þá vita þú mátt, þó fyrst hlæir dátt: það sést gegnum keisarans flíkur. Ef að þú loddar og lýgur á lymskunnar vængjum þú flýgur þá vita þú mátt, þó fyrst fljúgir hátt: höggið er sárt er þú hnígur. Ef að þú bullar og blaðrar og belgir þig út svo það jaðrar við vitleysishátt, þá vita þú mátt: við djöfulinn sjálfan þú daðrar. Unnur Malín Sigurðardóttir, 2021 Bjarnabúðarblús saminn í tilefni 30 ára afmælis búðarinnar. Vaknaði um morguninn, opnaði ísskápinn. Gaufmyglað grænmeti lá þar og á mig starði. Þarf að fylla á birgðirnar, bruna því í búðina, til Oddnýjar og Bjarna. Þar fæ ég allt sem mig vantar: Kaffi og mjólk, spjalla við fólk, í Bjarnabúð á Brautarhóli. Fjármála- og félagsmiðstöð, bensínafgreiðsla, biðröð, strætisvagnastoppistöð. Ég fer inn úrill, en út glöð. Mér finnst það svalt að það fáist allt í Bjarnabúð á Brautarhóli. Unnur Malín Sigurðardóttir, 2016 Ef það fæst ekki í Bjarnabúð, þá vantar þig það ekki! Efri röð frá vinstri: Þröstur, Teitur, Greipur, Óli. Neðri röð frá vinstri: Jörundur, Reimar.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.