Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 18
18 Litli-Bergþór
Veturinn 1948 kemur ríðandi
mað ur vestan fyrir og
stans ar örstutt við bakk ann
á Tungu fljóti á móts við Kjarn
holt in. Honum liggur auð sjáan
lega mikið á. Bregð ur sér örstutt
af baki, gerir klárnum árennilegra
með því að stappa niður verstu
klaka skarirnar og stígur svo fim
lega á bak aftur. Knap inn og hest
urinn báðir al van ir að þvera vötn.
Það þurfti ekki að berja fóta
stokkinn áður en þeir stungu sér
í og yfir kolmórauðan jökulinn.
Heimilis fólkið í Kjarnholtum stendur í varpa
og mænir spurult í átt að komumanni er ríður
geyst í hlað. Þar var kominn Sigurður Greipsson
í Haukadal. Var brýnna erinda við heimasætuna
Ingibjörgu Einarsdóttur. Bað hana endilega að
koma konu sinni og húsfrú, Sigrúnu Bjarnadóttur
til hjálpar í þénustu við skólann. Holta-Stína er
hafði gegnt starfinu hefði í skyndingu verið heim
kölluð vegna veikinda. Hún var Rangæingur
úr Holtunum. Var í nokkur ár aðstoðarstúlka
við Geysi, þá mánuði er skólinn starfaði. Biðu
strákarnir í Tungunum komu hennar jafnan með
tilhlökkun.
Þetta var upphaflega og fyrsta útkall Ingibjargar
að Geysi. Hún átti ásamt fleiri Tungnastúlkum
eftir fjölmörg útköll við allskonar veislur og starfa
við hótel þeirra hjóna á Söndunum..
Þennan vetur var tekin sérstök mynd af
Tungnafólki er þar dvaldist. Við hlið Ingibjargar
stendur frænka hennar Dóra frá Holtakotum. Hún
var þarna gestkomandi hjá Hlíf systur sinni sem
því miður er ekki með á þessari mynd.
Hlíf hafði þann eina starfa að gæta Más
Sigurðs sonar þennan vetur og hafði marg ítrekuð
og ströng fyrirmæli um að mega aldrei af honum
líta. Var öllum er til þekktu ljóst að alvarleikinn
réðst af þeim miklu raunum er foreldrar hans urðu
fyrir áður, er þau misstu tvö af börnum sínum á
afar sviplegan hátt.
Tungnafólk á Geysi 1948
Af fésbókarsíðunni
„Biskupstungur gamlar myndir“
Einar í Kjarnholtum
Aftan f.v.: Eysteinn Þorvaldsson Lambhúskoti, Sigurður Erlendsson Vatnsleysu, Gunnar
Steffensen Torfastöðum. Framan f.v.: Greipur Sigurðsson Geysi, Ingimar Karlsson Gýgjarhólskoti,
Ingibjörg Einarsdóttir Kjarnholtum, Dórothea Einarsdóttir Holtakotum og Gísli Einarsson
Kjarnholtum. Mynd úr myndasafni Ingibjargar Einarsdóttur.