Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 12

Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 12
12 Litli-Bergþór Ég er fæddur og uppalinn hjá foreldrum mínum á Torfa­ stöðum, þeim Drífu Kristjáns­ dótt ur og Ólafi Einarssyni. Þar var mik ið líf og fjör enda rekið með­ ferðar heimili fyrir unglinga. Á stóru heim ili voru verkefnin mörg og skemmtileg. Við sátum oftast 12­15 manns við borðið heima, skipt umst á að gera heimilisverk, taka þátt í eldhússtörfum og ann­ ast heimilið okkar saman. Við syst kinin, plús 6 fóstursystkini, bjuggum saman sem ein stór fjöl­ skylda og nutum þess að eiga móð ur og föður sem voru okkur mjög góð. Í ofanálag þá nutum við þess að fólk úr sveitinni tók þátt í starfi á heimilinu. Man ég þar fyrst eftir Þórdísi hans Skúla (frá Bræðratungu), Erlu Kára og Elínu Hárlaugs, sem voru okkur góðar og kenndu lífsgæðin í góðum mat og umgengni. Við unnum úti með mönnum eins og Bóbó, Ragga Lýðs og Óskari á Brú og lærðum að vinna eins og alvöru fólk. Og svo var það toppurinn að komast í hesthúsið að temja og nutum við þar handleiðslu tamningamanna eins og Gumma Gísla, Knúts á Friðheimum, Loga Laxdal, Stígs Sæland og fleiri. Ég nefni þetta helst af því að það var mikið líf og fjör heima við og mikil forréttindi að fá að vera alinn upp þar. Svo naut ég þess mikið af fá frí af heimilinu og fara í skóla í Reykholti. Ég er ekki viss um að kennararnir mínir hafi notið þess eins vel, en ég get þó sagt það að ég er mjög þakklátur fyrir það uppeldi og hlýju sem ég fékk þar. En einnig fyrir þann vinskap sem ég naut frá krökkunum í skólanum og bekkjarfélögum mínum, sem eru mér enn mjög kærir, þó svo suma hitti ég sjaldnar í dag. Að lokum langar mig að segja ykkur sögu af því hvernig ég teli mig hafa komist í fullorðinnamanna tölu í sveitinni. En þannig var, að venjan var að krakkar færu á fjall árið eftir fermingu. Hins vegar, í gegnum vinskap minn við Erlend (Linda) í Dalsmynni, sem sagði mér og vinum mínum sögur í skiptum fyrir fátækrasúkkulaði (suðusúkkulaði), fékk ég að vita að hann hafði farið ári fyrr á fjall en venjan var, sökum þess hve hávaxinn hann var. Hann hafði einungis þurft að sýna fram á að hann gæti lyft lambhrúti upp á hest. Ég vildi ekki vera minni maður og fór að vinna að þessu, en fékk ekkert út á þetta hjá foreldrum mínum. Þó sættu þau sig við þá reglu að ef ég gæti lyft lambhrúti á hest þá mætti ég fara. Ég sótti því hestinn Kubb út í haga, sem bar nafn með rentu, og náði í aumingjalegasta heimalinginn frá árinu áður og lyfti honum upp á Kubb í vitna viðurvist. Ekki var þó öll sagan sögð, þar sem ég var ekki með leit. Og þó Torfastaðir væru með þrjá menn á fjalli þá fékk ég ekki það hlutskipti. Þá voru góð ráð dýr, ég fór til Gunnars á Efri­Reykjum og hann lofaði mér leit og ég komst á fjall. Þegar upp á fjöll var komið þá urðu allir partur af hópnum, ungir sem aldnir. Ég var rígmontinn og stoltur af því að fá að tilheyra þeim hópi manna sem fór á fjall og undi mér mjög vel næstu fjögur ár á fjalli. Þarna fékk maður að kynnast Tungnamönnum héðan og þaðan og fannst mér ég vera umvafinn vinum og kærleika. Ég flutti 16 ára að heiman til að fara í Mennta- Af æskuslóðum til útlanda Eldur Ólafsson Eldur nýfermdur með foreldrum sínum, Ólafi og Drífu.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.