Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 27

Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 27
Litli-Bergþór 27 vinna og voru það „tenorarnir þrír úr Tungunum“, þeir Kjartan Helgason, Magnús Kjartansson og Ragnar Hjaltason sem unnu keppnina með lagið „Reykholt State Of Mind“. Var lagið sent á umsjónarmenn USSS (Undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi). USSS var í ár streymt beint af youtube og fara sigurvegarar í þeirri keppni síðan á söngkeppni Samfés (Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi) sem haldin er í maí. Zetor hefur í nokkur ár farið á söngkeppni Samfés og samfésballið, en nú er þetta í þriðja sinn sem okkar krakkar komast ekki á viðburðinn. Fyrst var vitlaust veður, síðan Covid. Vorið 2020 náðum við í félagsmiðstöðinni að fara saman í ferð til Reykjavíkur, í skemmtigarðinn í Grafarvoginum. Þar spiluðum við m.a. kubb, strandblak og frispígólf og grilluðum á eftir. Umsjón með starfinu í félagsmiðstöðinni Zetor hafa þau Ragnheiður Hilmarsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, Hörður Óli Guðmundsson í Haga og Elías Bergmann Jóhannsson úr Þing- vallas veitinni. Gerður Dýrfjörð sem unnið hefur með Zetor frá 2015 lét af störfum nú í lok mars. Ragnheiður, Hörður og Elías. Umsjónarmennirnir Elías, Ragnheiður og Höddi á búningakvöldi Zetor á öskudaginn. Verslun og bensínafgreiðsla Opið kl. 9:00 til 20:00 Allar almennar matvörur og olíur

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.