Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 31

Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 31
Litli-Bergþór 31 Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir frá Austurhlíð f. 29. júlí 1934, lést á hjúkrun­ arheimilinu Lundi þann 12. janúar 2021. Útför hennar fór fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 22. janúar. Jarðsett var að Torfastöðum. Reynir Ásberg Níelsson, f. 26. apríl 1931, sem lengi bjó í Laugargerði í Laugarási, lést þann 12. apríl 2021 á Brákarhlíð í Borgarnesi. Útförin fór fram frá Borgarneskirkju 23. apríl og var henni streymt í ljósi aðstæðna. Sr Egill Hallgrímsson, f. 11.6.1955, sóknarprestur í Skálholti frá 1998, andaðist á heimili sínu þann 9. júní 2021. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju þann 26. júní. Andlát Mannabreytingar hjá Bláskógabyggð. Sviðs ­ stjóri framkvæmda­ og veitusviðs Blá skóga ­ byggð ar, Bjarni Daníel Daníelsson, hefur nú látið af störfum og er fluttur til Dalvíkur. Starfið var auglýst og var verið að vinna úr umóknum um starfið þegar blaðið fór í prentun. Ingibjörg Óskarsdóttir hefur verið ráðin bókari á skrifstofu sveitarfélagsins í stað Guðrúnar Hárlaugsdóttur, sem lét af störfum á árinu, en áður hafði Sigríður Emilía Eiríksdóttir verið ráðin sem skrifstofumaður (í starf Guðnýjar heitinnar Höskuldsdóttur). Þá lætur Pálmi Kragh af störfum sem húsvörður í Aratungu sökum aldurs og hefur eiginmaður Ingibjargar, Erlendur Óli Sigurðsson frá Vatnsleysu, verið ráðinn í hans stað. Nokkrar breytingar verða þó á húsvarðarstarfinu. Kristján Kristjánsson lét af störfum sem umsjónarmaður gámastöðva sveitarfélagsins á árinu og hefur Pawel Chuchla verið ráðinn umsjónarmaður í hans stað. Þess má geta að Pawel er eiginmaður Ewu, sem unnið hefur á gámastöðinni um hríð. Blue Hótel Fagrilundur í Reykholti. Í vor hef - ur ris ið 40 herbergja hótel í Fagralundi í Reykholti. Það verður tekið í notkun í sumar og er búið að opna fyrir bókanir í hótelið. Forsvarsmaður er Jó ­ hann Guðni Reynisson fyrir hönd fyrirtækisins Stök gulrót ehf. Selásbyggingar óska Sunnlendingum öllum gleðilegs sumars Holtabraut 8 Símar 894 4142 · 445 5031 upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 Gleðilegt sumar

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.