Litli Bergþór - 01.06.2021, Blaðsíða 35
Litli-Bergþór 35
óhætt að segja að kennsla í þessum fína skóla sé
bæði skemmtilegt og gefandi starf.
Senn er eftirminnilegur vetur að baki sem
mun lifa í minningunni. Hafandi komið víða
við á starfsferlinum þá er kennsla og skólastarf
allt í senn lærdómsríkt, krefjandi og ánægjulegt.
Starfið opnar nýja sýn á þennan einn mikilvægasta
málaflokk samfélagsins, sem menntun og fræðsla
bæði barna og fullorðinna sannarlega er.
Aðgengi barna að góðri menntun mun áfram
skipta sköpum um velferð og framtíð flestra
þeirra. Skóli sem aðgreinir ekki eftir stétt eða
stöðu er lykilatriði í því að skapa jöfn tækifæri
í lífinu og til þess að taka utan um þau börn sem
einhverra hluta vegna standa hallari fæti og þurfa
á hjálp samfélagsins að halda.
Bláskógaskóli er góður skóli. Þar hafa verið
forréttindi að starfa í vetur og sveitarfélagið býr
vel að eiga slíkan skóla.
Björgvin G. Sigurðsson,
kennari á miðstigi við Bláskógaskóla.
Dagur í lífi
Elínar Svöfu Thoroddsen á Geysi
Við fjölskyldan vöknum alltaf klukkan 7 á morgn
ana og við taka hin hefðbundnu morgunverk þ.e.
að aðstoða yngri dætur okkar þrjár við að fá sér
morgunverð, lýsi, bursta tennur og hár og klæða
sig. Okkar elsta dóttir er einnig hjá okkur á Geysi
núna eftir að menntaskólaprófunum lauk, sem
er einstaklega ánægjulegt og heimilið verður
ennþá fjörugra. Þar sem yngsta dóttir okkar er
ennþá í leikskóla þá keyrum við þær allar í leik
og grunnskóla og leggjum af stað rúmlega 8 í
skólann. Ég er svo komin til baka um 9 leytið á
Geysi.
Dagarnir mínir eru mjög fjölbreyttir og aldrei
eru tveir dagar eins. Suma daga er ég á fundum
allan daginn og aðra daga vinn ég í tölvunni við
að reyna að grynnka á endalausum tölvupósti sem
eflaust margir tengja við.
Í dag byrjar dagurinn minn á afar spennandi
verkefni þar sem ég er að hitta mögulega
samstarfsaðila sem munu aðstoða okkur við
að útbúa Geysir spa línu. Við erum með á
teikniborðinu að reisa heilsulind á Hótel Geysi og
erum þessa dagana að vinna í að hefja framleiðslu
á vörulínu sem verður notuð í heilsulindinni. Við
ræðum um útlit á umbúðum, hvað vörulínan á á
innihalda, umhverfissjónarmið, vottanir, kostnað
o.s.frv. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti
Geysir spa vörulínan að vera tilbúin næsta vor.
Þegar fundinum lýkur tekur við annar fundur sem
er mjög áhugaverður, en þar erum við að ræða
við „Hið Íslenska Royalistafélag“ um að komu
þeirra að viðburði sem verður á Hótel Geysi í Elín Svafa og dæturnar.