Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 39
Litli-Bergþór 39
átti að nesta hópinn og hvernig átti að haga ýmsu
í útileguferðum en karlarnir höfðu.
Stuttu áður en ferðin var farin, þá var amma
nýkomin úr ferðalagi erlendis frá og eins og
sannri húsmóður sæmir, þá kynnti hún sér eins og
hún gat allar nýungar í matargerð og fleiru sem
kæmi sér vel fyrir heimilið. Hún var reyndar yfir
sig montin yfir súpuduftinu sem hún kom með og
fékkst keypt í dunkum erlendis og var ekki komið
almennt í sölu hér heima þá. Þetta var framtak
sem vakti mikla athygli allra framfarasinnaðra
húsmæðra í Reykjavík sem kepptust við að
verða fyrstar með nýjungarnar. Að sjálfsögðu
hafði hún súpuna meðferðis, henni fannst að
súpan hlyti að vera skárri kostur en ketilkaffið
sem karlarnir sötruðu og jafnvel hafragrauturinn
sem þeir brösuðu á morgnana og bauð því fram
súpuna. Nokkrir karlanna í hópnum voru ekkert
sérstaklega áhugasamir um nýjungarnar og
afþökkuðu boðið, vildu frekar fá ketilkaffið og
hafragrautinn sinn. Ömmu fannst ekki laust við
að körlunum væri í nöp við þetta tildur og fyndist
það frekar eiga heima í stássstofum Reykvískra
húsmæðra en uppi á regin fjöllum.
Mig grunar nú samt að eitthvað
sterkara en mjólk hafi verið notað
sem útálát í ketilkaffið þegar að
það var lagað og að það hafi frekar
verið ástæðan fyrir að ekki hafi
verið mikill áhugi að skipta út
ketilkaffinu fyrir eitthvert súpugutl.
Frásögn Sigurðar Greipssonar hér
fyrir neðan finnst mér benda til þess
að svo hafi verið.
Á unglingsárunum mínum þegar
að ég var sumarstelpa á Hótel
Geysi hjá þeim hjónum Sigrúnu
Bjarnadóttur og Sigurði Greipssyni,
þá kom fyrir að ég náði Sigurði á
eintal þegar að vel stóð á og þá gátum við spjallað
saman um heima og geyma í ró og næði. Ekki
var laust við að Sigurði þætti stelpan óþarflega
fróðleiksfús og spurul stundum. Eitt sinn þegar
að við áttum samtal, þá datt upp úr Sigurði
frásögn frá því þegar að hann fór í ferðir með
Einari afa og öðrum félagsmönnum Nafnlausa
fjelagsins. Þetta fannst mér alveg stórmerkileg
tíðindi en Sigurði fannst ekki mikið til um enda
ekki óalgengt í þá daga að bændur væru fengnir
til að ferja fólk á milli staða. Þegar ég spurði hann
nánar út í hvernig þessar ferðir hefðu verið, þá
sagðist hann hafa verið fenginn til að skaffa hesta
og ferja félagsmenn yfir Tungufljótið og sjá um
trússhestana og eitthvað fleira eins og að hita
vatn og kaffi, man ég að hann sagði. En eins og
svo margar athafnir, sem eru hluti af daglegum
athöfnum fólks, þá lýsti Sigurður ekki í neinum
smáatriðum hvað fram fór. Til dæmis þá lýsti
hann ekkert sérstaklega hvaða leið var farin
innúr, annað en að hann var fenginn til að skaffa
hesta og ferja félagsmenn og farteski þeirra yfir
Tungufljótið.
Sigurður sagði mér þó frá atviki sem gerðist í
fyrstu ferðinni sem hann fór með félaginu sem gaf
mér allt aðra innsýn í manninn Sigurð Greipsson
og fékk mig til að hugsa hvað óvæntir atburðir við
allskonar aðstæður geta haft áhrif á líf fólks eins
og gerðist hjá Sigurði og læt ég hann eiga síðasta
orðið.
Þannig var að í fyrstu ferðinni sem hann
fór með körlunum þá vaknaði hann á undan
leiðangursmönnum til að undirbúa daginn. Hans
fyrsta verk var að athuga með hestana, hita vatn
í hafragraut og ketilkaffið. Sigurður sagðist hafa
verið eitthvað óvenju syfjaður og þyrstur þegar
hann vaknaði þennan morgun. Þegar hann skreið
út úr tjaldinu sem hann svaf í teygði hann sig í
lopasokk sem lá á jörðinni fyrir utan tjaldið. Í