Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 44

Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 44
44 Litli-Bergþór Þegar ég byrjaði að vinna í ársskýrslu Kvenfélagsins fyrir árið 2020 þá hugsaði ég með mér að hún yrði nú eitthvað stutt og snubbótt í þetta skipti, takandi mið af því hvern­ ig ári við vorum að ljúka. En viti menn og konur, það kom bara í ljós að við náðum nú að gera ýmislegt, bæði í stjórninni og svo félagskonur almennt. Mig langar að deila með ykkur lesendum Litla Bergþórs því sem gerst hefur í Kvenfélaginu síðasta árið, frá vordögum 2020 til vordaga 2021. Ef við byrjum á erfi drykkjun- um sem hafa verið aðal fjár­ öflunar leið fé lags ins þá varð mikil breyting á því á liðnu ári, einungis ein erfidrykkja var haldin á árinu 2020 og var hún í byrjun janúar. Síðan hafa fjölmennar erfidrykkjur ekki verið leyfðar vegna veirufaraldursins. Kvenfélag Biskupstungna hélt við­ burðinn „Gyllum Tilveruna“ í Aratungu á degi kvenfélagskonunnar þ. 1. febrúar fyrir ári síð an (2020). Þetta var jafnframt 90 ára af mæli Kven­ félagasambands Íslands og því hátíð í bæ. Nánar er sagt frá þessari samkomu í vor blaði Litla­ Bergþórs 2020. Allur á góði af skemmtuninni rann til verkefnisins „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ þar sem kvenfélagskonur söfnuðu fyrir tækjum og hugbúnaði honum tengdum, sem mun gagnast öllum konum um allt land, hvort sem er við meðgöngu og fæðingu eða skoðana vegna kven sjúkdóma. Um er að ræða móni tora og ómtæki, nýja eða upp færða eftir því sem við á og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans. Þetta eru tæki sem auka öryggi í greiningum og geta í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta til læknisskoðunar. Ágóði af Gyllum tilveruna var rúmlega hálf milljón króna, sem runnu óskiptar í söfnunina. Auk þess ákvað félagið okkar að styrkja söfnunina enn frekar sem nam kr. 9.000 á hverja félagskonu eða um hálfa milljón króna til viðbótar. Samtals fóru því rúmlega 1 milljón króna (kr. 1.053.580) frá Kvenfélagi Biskupstungna í þessa mikilvægu söfnun fyrir allar konur á Íslandi. Í heild söfnuðust 29 milljónir til verkefnisins, sem fer langt með að duga fyrir verkefnið. Kófið Kæfir ekki KvenfélagsKonur! Merki Kvenfélags Biskupstungna eftir Turil Malmo. Bakað fyrir „Gjöf til allra kvenna“ í nóv. 2020. Heimild um grímur og hanska á Covid-tímum! F.v. Sigríður Egilsdóttir, Margrét Elín, Nanna Mjöll, Agnes og … … Bryndís baka sörur. Úff, ekki líst mér á þessar grímuklæddu.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.