Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 50
50 Litli-Bergþór
Barnakórinn, Kammerkór Suðurlands og Raggi Bjarna á
aðventutónleikum 2007 ásamt Gunnari Þórðarsyni og hljómsveit
Hjörleifs Valssonar.
Barnakórsenglar á aðventutónleikum 2007:
Íris, Áslaug Alda, Ástrún og Margrét Björg.
Minningar frá stofnun Barnakórs í Biskupstungum 1991
Það var mikið lán að fá hann Hilmar Örn Agnarsson ráðinn haustið 1991 sem dóm
organ ista í Skálholti og er hægt að þakka sr. Guðmundi Óla Ólafssyni það. Sr. Guð
mundur Óli var búinn að binda það fastmælum að ráða Hilmar Örn til starfa þegar
hann kæmi úr námi.
Við Ólafur fermdum okkar elsta barn á hvítasunnunni árið 1992. Það var svo
dásamlegt að vera við athöfnina. Hilmar hafði komið litla barnakórnum fyrir í Maríu
stúkunni og þar sungu þau áður en athöfnin hófst. Dásamlegt að hlusta á börnin
syngja með sínum barnaröddum fyrir fjölskyldurnar sem voru að koma sér fyrir í
kirkjunni. Þetta var alveg nýtt og svo dásamlega fallegt.
Foreldrar og aðstandendur barnanna flykktust í kirkjuna á allar athafnir sem
börnin þeirra voru látin syngja við. Skálholtsstaður lifnaði við. Tungnamenn flykktust
í kirkjuna. Þetta var stórkostleg breyting fyrir staðinn og hug íbúanna til Skálholts.
Hilmar Örn gerði barnakórinn að kór Reykholtsskóla og Skálholtsstaðar. Hann
fékk að æfa kórinn í skólanum á skólatíma og seinna líka eftir skóla. Það gerði það
að verkum að flest börn tóku þátt í kórastarfinu og þeirri gleði sem það gaf.
Hilmar Örn var og er mikill listamaður og oft kominn langt framúr sér varðandi
hugmyndir og skipulag. Hann gleymdi sér líka stundum, hafði í svo mörg horn að
líta. Það varð til þess að stundum var hann talaður niður fyrstu árin, óskipulagður,
óstundvís,...... En sá hæfileiki og fallegi andi sem Hilmar Örn bar með sér var svo
mikils virði að það varð að horfa á það frekar en telja upp lesti. Og tímastjórnun
hans lagaðist með árunum.
Við stofnuðum því foreldrafélag Barnakórsins og fékk ég að vera formaður fyrstu
árin. Þetta var mjög mikilvægt því við gátum alltaf rétt umræðuna við, dregið upp
kosti Hilmars en gert lítið úr ókostunum. Við héldum því gjarnan utanum skipulag en
Hilmar sá um að þjálfa börnin og leika við þau.
Ég vil minna á þátt Hólmfríðar eiginkonu Hilmars á þessum tíma. Hún fékk
sannarlega að taka til hendinni og framlag hennar var einnig ómetanlegt. Vera
með um helgar í Sumarbúðum Skálholts, baka fyrir börnin, gera pitsur og standa í
praktískum málum. Hún var alltaf með en við hin foreldrarnir gátum skipst á að vera
til halds og trausts í þeim verkefnum sem Hilmar var stöðugt að finna upp og láta
okkur hin gera.
Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, Bisk.