Litli Bergþór - 01.06.2021, Qupperneq 55
Litli-Bergþór 55
hætt ur að syngja undir nafni Skál holtskórsins, en
félags skapurinn var sá sami.
Í Gethsemane kirkjunni í Berlín flutti kórinn,
ásamt þýskum kór, barnakór og stórri hljómsveit,
verkin Berlínar messu eftir Arvo Pärt og
Brynjólfs messu Gunn ars Þórðarsonar undir
stjórn Hilm ars Arnar og Elísabetar Kaiser. Með
kórnum voru einnig nokkrir eðal hljóðfæraleikarar
og stuð boltar: sjálft tónskáldið Gunnar Þórðarson,
Hjör leifur Valsson sólófiðlari, Þorkell Jóelsson
horn leikari, Kári Þormar orgelleikari og Eggert
Páls son pákuleikari Sinfó og liðtækur bassi og
partý spilari. Eins og áður geta forvitnir lesið
ferða söguna í smáatriðum í málgagni okkar
Tungna manna, LitlaBergþóri 2. tbl. 2009.
Fjáröflun var með ýmsu móti fyrir kórferðirnar.
Fyrstu árin var farið út í kökubakstur, en síðar
allt nema kökubakstur! Við buðum söng okkar
gegn greiðslu við ýmis tækifæri, seldum blóm
og héldum páskaeggjabingó. En eftir að kórinn
komst upp á að halda réttaböllin í Aratungu,
með tvær hljómsveitir innan sinna raða, barsöluna
og allan kórinn til að þjóna og sjá um utanumhald,
- þá þurfti ekki að hugsa um frekari fjáröflun. Eitt
skemmtilegt réttaball og nógir peningar í sjóði til
að halda á vit nýrra kórævintýra! Samtals sá Skál-
holts kórinn um þrjú réttaböll.
Því miður tókst Hilmari þó aldrei að aka Tungna-
mönn um á kóra námskeið Hauks Guð laugssonar
söng mála s tjóra í Skálholti. Hvorttveggja var
að hluti félaga í Skál holtskórnum eyddi lunga
sumars ins í að æfa fyrir Skálholtshátíð og því ekki
til kippi legir að eyða aftur dögum í kóranámskeið
í ágúst. Svo er það gömul saga og ný, að það er
minna spennandi að sækja viðburði, sem eru í ná
grenn inu og kosta lítið!
Sigur laug Angantýsdóttir gerir kóra nám skeið
um Hauks Guðlaugssonar í Skálholti hinsvegar
góð skil annars staðar í þessu blaði.
Kór Menntaskólans að Laugarvatni
Hilmar tók strax að sér stjórn Kórs Menntaskólans
að Laugarvatni um leið og hann kom í Skálholt
1991. Á fyrstu aðventutónleikum hans í Skál
Skálholtskórinn – tónleikar á Ítalíu 2007.
Camilla með leikþátt. Magga okkar, Perla og Hanna kunna að meta
hann.
Kátir Berlínarfarar á æfingu vorið 2009.
Sungið fyrir Lútherska heimssambandið á Sikiley.