Litli Bergþór - 01.06.2021, Qupperneq 58

Litli Bergþór - 01.06.2021, Qupperneq 58
58 Litli-Bergþór þjónustu, sem ekki var í hans starfssamningi. Niður staðan var núningur í samskiptum, skortur á upplýsingaflæði og samstarfi. Einhvern tímann fyrir 2006 kemur upp sú hugmynd hjá stjórn Skálholts að þessum samningum við organistann þurfi að breyta. Organ ist inn ætti að þjóna þeim sem borgaði honum laun, ekki sveitasöfnuði í kringum kirkj ­ una. Auk þess höfðu þeir og söngmálastjóri aðrar hug myndir en Hilmar um hámenningarlegt tónlistarlíf í Skál holti, en þar þóttu kórar Hilmars, með „ama tör“ söngfólki úr nágrenninu, greinilega ekki við hæfi. (Í því sambandi má benda á að orðið amatör þýðir „sá sem elskar“!) Í grein frá Stjórn Skálholts, sem birtist í Morgun - blaðinu 14. okt. 2006 um tónlistarstarf í Skálholti, („Staða tónlistarmála í Skálholti“), er sagt berum orðum í drögum að starfslýsingu væntan legs organ ista, að „Þjón usta hans við aðrar kirkj ­ ur Skálholtsprestakalls er óháð starfi hans á staðn um og ekki hluti af því starfi sem hér er fjallað um“... Skálholtssókn átti þó, og á enn, kirkjusókn í Skálholti og þess vegna „semur stjórn Skálholts við sóknarnefnd um hugsan lega þátttöku í því“. (þ.e. starfi organistans fyrir Skál - holts sókn. Letur breyting höfundar.) Við kórfélagar stóðum alltaf í þeirri trú að við værum að þjóna Skálholtsdómkirkju og söfnuði hennar, sem skiptist í fjórar sóknir. ­ Það, að stjórn Skál holts kæmi söfnuðurinn ekkert við, kom okkur því algjör lega í opna skjöldu. En, sem sagt, að mati Stjórnar Skálholts var Hilmar ekki að vinna fyrir Skálholtsstað, með upp bygg ingu tón listarlífs hjá sóknarbörnum Skálholtsdómkirkju og útkirkna hennar. Því var tekið það ráð að segja honum upp og standa að skipulagsbreytingum í Skál holti í sam ráði við söngmálastjóra þjóð kirkj unnar. Ráða skyldi organista sem starfaði eingöngu fyrir Skál holts ­ stað og byði upp á meiri „menningar lega“ tón - listariðkun. Því miður kynntu forsvarsmenn staðarins og söngmála stjóri sér ekki starf Hilmars í héraði, ræddu ekki við hagsmuna aðila í sveitinni, for ­ eldra kórbarna, kór félaga, sóknar nefndir né organ ist ann sjálf an, áður en honum var sagt upp. Gerðu sér ekki grein fyrir þeirri velvild sem Hilmar hafði aftur byggt upp í samfélaginu í garð Skálholtskirkju með barna- og kórastarfi sínu, eftir álitsmissinn sem kirkjan og kirkjunnar menn urðu fyrir við uppsögn gamla Skálholtskórsins 1988. Það fór því eins og tuttugu árum fyrr. Kórfólkið hvarf margt úr kórnum og kom ekki aftur, kirkju ­ sókn minnkaði enn. Já, hvað er kirkja án sóknarbarna og safn ­ aðar starfs? Það eru spurningar sem við Tungna ­ menn höfum spurt okkur oftar en einu sinni, – og margir spyrja enn. En þetta er göm ul saga. Fram tíðin er okkar. Tungnamenn eru góðir söngmenn upp til hópa og vonandi fjölmenna þeir aftur í Skálholtskórinn með vinum okkar úr nágrannasveitarfélögunum, þar sem vel verður tekið á móti þeim með kærleika og gleði. Það er ekkert eins gefandi og söngur í góðum og sam heldnum kór með góðum kórstjóra. Og barnakórastarfið, vonandi finnst einhver eldhugi til að taka aftur að sér barnakór í grunnskólanum. Skálholts dómkirkja er dásamlega falleg kirkja með sín ómetan legu listaverk og þar inni er góður andi, alltaf. Og hvergi er betra að syngja en þar. Ég efast ekki um að þeir sem stýra starfi í Skálholti í framtíðinni sjái verðmætin í fólkinu sem býr hér í Bláskógabyggð og öðrum sveitum í kringum Skálholtskirkju og starfi þess fyrir kirkjuna. Vonandi heyrir aðgreining sóknarstarfs presta ­ kallsins og Skál holts staðar sögunni til – og dóm - kirkjan okkar í Skálholti verði helgistaður fyrir okkur öll og samstarfsvettvangur heimamanna og listafólk úr höfuðstaðnum og annarsstaðar að af landinu ­ eða heiminum. Það er eitthvað sem ég myndi vilja sjá. Geirþrúður Sighvatsdóttir. (P.S. Höfundur flutti heim í Tungurnar í nóvember 1989 og var varla búin að taka upp úr töskunum þegar Ágústa heitin Ólafsdóttir í Úthlíð dró mig á kór æfingu fyrir jólamessurnar. Hálfum mánuði síðar, í janúar 1990 var ég ásamt Val Lýðssyni klöppuð inn í kórstjórn og var viðloðandi stjórn kórsins til 1994. Í júní 2005 kom ég aftur inn í stjórn kórsins og var til september 2008. Ég þekki því af eigin raun nokkuð vel til upphafs og endaloka tónlistarstarfs Hilmar Arnar í Skál holti ­ og starfsins þar á milli sem kórfélagi og móðir tveggja barna í Barna­ og kammerkór Biskups ­ tungna. GS) Heimildir: Fundargerðarbækur kórstjórnar, árs ­ skýrslur, reikningar, söngskrár og önnur kórgögn 1991-2008. Heimildir frá 2006: Greinargerðir frá sóknar ­ nefnd Skál holts presta kalls, söng mála stjóra, Stjórn Skálholts, Smára Ólasyni, Samn ingur Hilm ars frá 2003 og Samningsdrög FÍO/FÍH við Skál holtsstað f.h. Hilmars 2006, Greinarskrif ýmis og blaða greinar um upp sögn Hilmars Arnar frá 2006.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.