Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 64

Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 64
64 Litli-Bergþór við undir ritun og eftirstöðvum jafnað niður á átta ár. Undir þetta rita vitundarvottarnir, þeir Kristján Guðnason og Lýður Sæmundsson bændur á Gýgjar hóli. Í fram haldinu varð það einnig að munnlegu sam komu lagi og þar dugði handsalið eitt, að Einar lánaði persónulega og lagði þeim til 20 lamb gimbrar.4 Óvænt fjölgar í Hólum og örlagavefurinn heldur áfram áfram Nú er höfundur staddur við eldhúsborðið hjá Ídu Stanleys dóttur, tengdadóttur Sigríðar og Guð­ mundar. Hún lifir mann sinn Smára Guðmundsson frá Hólum, býr á Selfossi og er nú gift Jóhanni Þorvalds syni. (Jóhann tók upp eftirnafnið Þor­ valds son í stað Magnússon, eins og móðir hans, en það tíðkaðist erlendis þar sem þau bjuggu lengst af). Jóhann ólst sjálfur upp á hinum bænum í Hólum, hann var fjölskylduvinur frá fyrstu tíð, æskufélagi og vinur Smára. Við gefum Jóhanni orðið: „Það gerðist sama vorið og Sigríður og Guð­ mund ur keyptu Hólana að faðir minn leggur upp í ferð með vörubíl fullan af smíðaviði, mest úr köss­ um utan af tækjum og bílum, er setu liðið hafði fleygt í Reykjavík, ásamt verk færum og fleiru er til þurfti í fyrirhugaða byggingaframkvæmd. Ferðinni var heitið austur að Jaðri í Hrunamannahreppi, en þar hafði hann uppi áform um að byggja íbúðarhús yfir fjölskyldu sína. Að því loknu ætlaði hann svo að sækja okkur mömmu og krakkana. Á leiðinni austur kom hann við hjá miklu vina­ fólki austur á Bræðrabóli í Ölfusi. Í gegnum söfnuð Aðventista var rótgróin trúarhefð og vin­ átta á mill um foreldra minna, Magnúsar Zóf anías­ ar Þorvalds sonar og Karenar Ruthar Þorvalds­ son og þeirra hjóna Guðmundar og Sig ríðar er nú voru rétt óflutt og höfðu gengið frá kaupum á Hólum. Magnús faðir minn og Sigríður voru bæði sammála um, að með setuliðinu væru að breytast tímar til hins verra. Með vaxandi solli og ómenningu manna í þéttari byggðum þar syðra þyrftu þau að forða sér og sínum sem allra lengst í burtu. Þarna verður sú kúvending, að í stað upp bygg­ ing ar að Jaðri, telur Sigríður pabba á að koma með þeim upp í Tungur og byggja sitt hús við hlið þeirra upp í Hólum. Um sumarið var húsið okkar í Hólum svo að mestu uppbyggt, eða þannig að hægt væri að koma okkur þar fyrir að einhverju leiti. Er Pabbi mætti svo suður til að sækja okkur, höfðum við ekki hug mynd um annað en að við værum að flytja austur að Jaðri“, segir Jóhann og brosir í kampinn yfir síma og samgönguleysi þeirrar tíðar, þegar við nú sitjum öll og gúgglum í “gemsunum” yfir tertunni hennar Ídu. Höfundur hefur í hendi leigusamning5 er hef ur verið gerður í Reykjavík 31. marz 1951. Jóhann segir það vera endurgerðan eldri samn ing. Þessi hefur verið undirritaður af Sigríði Guð munds dótt­ ur sem leigusala og Magnúsi Z. Þorvaldssyni sem leigu taka. Samningurinn kveður á um lóð að stærð 12 x 14 metrar, sem hús leigutaka stendur á. Einnig lóð undir fjárhús leigutaka, ásamt bletti þar í kring. Alls um ein dagslátta. Eins hefur leigutaki rétt til afnota af drykkjarvatni að sínum hluta, sem nú hefur verið leitt inn í hús hans. Jafnframt veitist leigutaka, eftir samkomulagi þessu, heimild til að hafa matjurtagarða á heppi­ leg um stöðum í landinu handa heimili sínu, að stærð allt að 1500 fermetrum. Leigu sali veitir leigutaka jafnframt rétt til um­ ferð ar um landið eftir þörfum, en leigutaki skal þó forðast allan óþarfa átroðning. Leigutaka ber að greiða 25 krónur á ári fyrir þessi afnot. Magnús Z. Þorvaldsson bóksali og trúboði að Hólum, ásamt konu sinni Karen Ruth Thorvaldsson. Ída og Jóhann.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.